Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 33
5.
Hver er það, sem hækkar, þegar
af fer höfuðið?
Svar: Koddinn.
6.
Hvað er það, sem gengur á höfðinu
hvar sem það fer?
Svar: Hóffjöðrin.
hendi einhverja þraut. Geti eigandinn ekki leyst þrautina,
er veðið lagt aftur í sjóðinn.
Sá, sem leyst hefur út veð, á að dæma þann, sem á næsta
veð, en sjá verður um, að dómarinn viti aldrei, hver veðið á
— hann á það kannski sjálfur — og ekki má veðhafí skipta
um veð eftir að dómur er upp kveðinn. Eigi veðhafí veð,
sem upp kemur, verður hann að fá annan leikanda í sinn stað
meðan hann dæmir næsta dóm.
Hér fara á eftir nokkur dæmi um veðleikjaþrautir og
dóma.
7.
Hvaða stökk er það, sem reiðum veitist auðveldast, en
óreiðum örðugast?
Svar: Að stökkva upp á nef sér.
8.
Hvað þarf til þess, að vel gerður skór komi að notum?
Svar: Skóinn á móti.
9.
Hvers vegna ganga slökkviliðsmenn í Arósum nieð rauð
axlabönd ?
Svar: Til þess að halda upp um sig buxununr.
10.
Hvaða skegg er án hára?
Svar: Lykilskegg.
11.
Hverjum má helzt trúa fyrir leyndarmáli?
Svar: Þeim, sem lygnastur er, því að honum verður sízt
trúað.
12.
Til hvers eru vindlar reyktir?
Svar: Til ösku.
veðleikir
Veðleikir eru í því fólgnir, að ýmsar þrautir eru lagðar
fyrir leikendur. Þeir, sem ekki geta leyst þrautirnar, verða að
leggja veð, en það eru ýmsir smáhlutir, til dæmis: blýantar,
lindar-pennar, hnífar, hringar, tóbaksbaukar o. s. frv. Þessum
hlutum er safnað í einn sjóð, t. d. hatt eða kassa. Einn leikenda
er veðhafí og geymir hann allan sjóðinn.
Þegar komið er nægilega mikið í sjóðinn, er tekið að leysa
út veðin. Veðhafi tekur eitthvert veð og spyr elsta leikandann:
„Hvað á sá að gera, sem á þetta veð?“ Sá, sem spurður er,
dæmir eigandann til að leysa út veðið með því að inna af
Veðleikjaþrautir
Hvorki já eða nei
Leikendur setjast í hring í stofunni, nema sá elsti, hann
gengur um á miðju gólfí, snýr sér öðru hverju til leikendanna
til skiptis og spyr hvern einstakan einhverrar spumingar, sem
hægt er að svara með já eða nei, en hinn aðspurði verður að
svara henni með einu orði, sem hvorki má vera já né nei. Ef
spyrjandinn spyr spumingar, sem ekki verður svarað með
já eða nei, leggur hann veð. Standi á svari, eða sé það já
eða nei eða fleiri en eitt orð eða sé það fráleitlega vitlaust,
verður svarandi að leggja veð og fer út á gólfíð til að spyrja,
en hinn sest í sætið.
Dæmi: A (er spyrjandi) við B: Ertu nú tilbúinn að svara
mér ?
B: Víst.
A (við C): Áttu nokkur systkin?
C: Þrjú.
A (við D): Þykir þér gaman að leiknum?
D: Mjög svo. (Þetta er skakkt, tvö orð, verður að leggja
veð og skipta við A.)
D (við E): Hvað mundirðu gera, ef ég spyrði þig?
E: Svara. (Hér hefur D spurt rangt, þetta er spuming, sem
ekki verður svarað með já eða nei, og leggur hann veð.)
D (við A): Líður þér vel?
A: Sæmilega.
D (snýr sér snöggt við og segir við B): Varstu að sparka
í mig?
B (veit, að hann er saklaus og gremst
þessi aðdróttun, gáir ekki að, að spumingin
er hluti af leiknum): Það er ekki satt. (B
verður að leggja veð og kemur nú fram á
gólfíð í stað D o. s. frv.).
Já eða nei
Elsti leikandinn gengur út úr stofunni
meðan hinir koma sér saman um að tilnefna einhvem hlut,
sem hann á að fínna. Nú kemur hann inn og spyr hina hvem
um sig einhverrar spurningar, sem svarað verður með já eða
nei og fær þannig upplýsingar um hlutinn. Spyrji hann skakkt,
verður hann að leggja veð. Sé skakkt svarað eða seinlega,
verður sá, sem svarar, að leggja veð.
Þegar spyrjandi þykist hafa fengið nægar upplýsingar, nefnir
hann hlutinn, og er þá laus, en sá, er síðast var spurður,
FRAMHALDá bls. 135
Heima er bezt 129