Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Side 15

Heima er bezt - 01.03.2006, Side 15
Alftin komin til að athuga gestina. norðan við húsið. En svo komu þeir hlaupandi hinu megin við húsið með myndavélamar í höndunum og álftina á hælum sér og í bílinn og óku af stað en álftin réðst á bílinn að aftan eins og hún var farin að gera við aðkomu bíla. Taldi Olafur að erindið hefði þá borið árangur. Seinna sumarið sem hún var hjá okkur hefur líklega verið komin útþrá í hana. Hún var farin að fara lengra að heiman, en alltaf sáum við til hennar daglega. Stundum var hún í vegskurði með afleggjaranum hér frá húsinu að aðalveginum, sem er nær 2 km. frá húsinu að aðalveginum. Hún fór oft nálægt miðja vegu að aðalveginum, enda náði skurðurinn ekki alla leið. En svo kom sonur minn inn einn daginn með hraða að ná í kíkirinn, hann sagði að það væri líkast því að umferðaróhapp hefði orðið á aðalveginum, þar væru stansaðir 5-6 bílar sitt úr hverri áttinni. Þá var álftin komin á veginn og óð á móti hverjum bíl sem ætlaði áfram. Fólk úr bílunum var eitthvað að fara út og mynda hana og einhverjir ætluðu að reka hana af veginunr, en þar var bæði sótt og varist því enginn vildi slasa álftina. Hún var sótt í flýti héðan. Eftir það fór hún ekki þangað enda átti hún ekki langt líf framundan, en það datt okkur ekki í hug. Við þurftum að losa okkur við hana vegna árásargirni við gesti og hún færi að flækjast að heiman. Þá var hún var búin að vera í tvö ár hjá okkur. Hún mundi ekki geta lifað vetrarveðráttu með villtum svönum, ef að hún var sett út að vetrinum þá hætti hún að hreyfa sig vegna kulda á fótunum og lagðist á þá. Þegar ég sá álftimar fljúga hér yftr á vorin kvakandi suður heiðardrögin til að athuga um sumarstöðvamar við heiðavötnin, þá fann ég sárt til þess að hún var ekki með þeim, en það var orðin óskhyggja sem að aldrei mundi rætast. Mér datt í hug að fá að koma henni á tjörn í þéttbýli en það mundi sennilega hafa sorglegar afleiðingar fyrir hana, eða börn sem treystu henni. Álftir geta gefið þung högg með vænghnúanum. Ég óskaði þess heitt að þessi vera álftarinnar okkar endaði á sem bestan hátt, hún þoldi ekki vetrarkuldann eða þá harðsækni sem þurfti í snjó og kulda að ná sér í fæði, svo miklu geta lífsvenjur breytt, en hún varð að hverfa vegna aðkomufólks, og svo mundi hún fara burtu að svala sinni útþrá með félagsskap annarra álfta og deyja í vetrarkuldanum. Svo var það eitthvað hálfum mánuði síðar að við höfðum ekki séð hana í tvo daga. Höfundur, álftin og hundurinn í göngutúr Ólafur með álftina og hundinn sem sýnir að hann geti varið sig. % Alftin athugar kringumstœður Hún var farinn að fljúga stuttan spöl í einu, vængimir höfðu ekki verið klipptir síðan hún felldi fjaðrirnar, en svo fannst hún dauð í ánni. Engin merki voru á henni eftir skot eða mink, hún mun hafa ætlað að fljúga á ána, en þar er hamraveggur á móti. Ég held að hún hafi ekki verið búin að ná því að ráða stefnunni á fluginu og lent á hamraveggnum og rotast, og ef til vill kafnað í vatninu, áður en hún fékk náð séreftirhöggið. Drengirnir hérna grófu hana með þeirri viðhöfn og eftirsjá, sem að hægt er að sýna fugli. Heima er bezt 111

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.