Heima er bezt - 01.03.2006, Síða 45
Bjarturvordagurríkiryfirblómlegri sveit. Sverrirhreppstjóri
er á heimleið utan frá Flúðum, en þar hefúr hann slitið
sýslunefndarfundi, kjörinn fulltrúi sveitar sinnar. Hjartað slær
létt í brjósti ferðamannsins, hann hlakkar til að koma heim
eftir tveggja daga þarvistir frá ástvinum sínum og heimili, og
gæðingur hans skeiðar frár og fús fram sveitina. Hamraijallið
rís hátt og tignarlegt, baðað sólskini, líkt og útvörður um
heimili hans og brátt beygir hann út af þjóðveginum og
ríður heim að Hamraendum. Hann stígur af baki á hlaðinu
og litast um. Ovenju hljótt er yfir öllu og Sigrún kona hans
kemur ekki út til að fagna honum, eins og venja hennar hefur
verið við heimkomu hans úr ferðalögum. Hún skyldi þó
ekki vera ...? Hann lýkur ekki í huganum við spuminguna,
festir reiðskjóta sinn við hestasteininn og hraðar sér inn
í húsið. I anddyrinu mætir hann móður sinni. Bros færist
yfir andlit Þorgerðar um leið og hún sér son sinn, og þau
heilsast af innileik.
- Velkominn heint, Sverrir minn, segir hún glöðum
rómi.
- Þakka þér fyrir, mamma mín. Hvar er Sigrún?
- Þorgerður horfír brosmild á son sinn, meðan hún svarar
spurningu hans.
- Sigrún liggur á sæng og hefur fætt þér tvö yndisleg böm,
dreng og stúlku.
- Svo það er þá afstaðið, ég orðinn faðir og var hvergi
nærstaddur! Hvenær gerðist þetta?
-1 gærkvöldi, og gekk allt mjög vel.
- Ekki bjóst ég við þessu núna, þótt ég ætti von á fjölgun
innan skamms.
Rödd Sverris er þrungin djúpri gleði.
- Já, þú ert orðinn faðir og ég flyt þér fyrstu blessunar- og
hamingjuóskina í tilefni þess, góði minn.
Þorgerður faðmar son sinn að sér.
- Þakka þér fyrir fréttina og þínar góðu óskir, móðir
mín. Og ég óska þér sömuleiðis til hamingju með fyrstu
ömmubömin.
- Þökk fyrir það, sonur minn.
Sverrir hraðar sér að svefnherbergisdyrum þeirra hjónanna,
en nemur þar staðar nokkur andartök, án þess að ljúka þeim
upp. Heit, ólýsandi gleði fyllir hjarta hans. Fyrir innan þessar
dyr er hans dýrmætasti auður geymdur og honum finnst
hann vera að nálgast helgidóm. Hann opnar dyrnar hægt og
hljóðlega en nemur svo staðar á ný og horfir í orðvana fögnuði
á þá yndislegu sýn, sem blasir við augum hans. Konan hans
elskulega, hvílir á hvítum beði með tvö nýfædd börn við brjóst
sér. Vorsólin flæðir inn um opinn svefnherbergisgluggann og
umvefur hvíluna sindrandi geisladýrð. Hvað á lífið fegurra
að bjóða?
Sigrún horfir fagnandi á mann sinn, sem á þessari stundu líkist
helst feimnum dreng og ávarpar hann að fyrra bragði.
- Sverrir minn, velkominn heim.
- Sigrún, ástin mín, svarar hann næstum hvíslandi rómi
og gengur að rekkjustokki hennar. Augu þeirra mætast og
gagnkvæmur fögnuður endurfundanna er hafinn yfir öll orð
í þessari andrá. Guð hefur sameinað þau í fegurstu einingu
lífsins, tveim yndislegum börnum. Hvílík gjöf!
Sverrir lýtur niður að konu sinni og þrýstir heiturn kossi
á varir hennar.
- Komdu sæl, ástkæra eiginkona og móðir.
- Sæll, besti eiginmaður og faðir, svarar Sigrún brosandi.
Hún ýtir sænginni eilítið til hliðar og sýnir honum tvö falleg
böm í fullri líkamsstærð, sem hvíla sitt við hvort móðurbrjóst,
en þannig vildi hún að hann liti þau fyrst augum.
Sverrir horfir hugfanginn á tvíburana nokkur andartök og
aldrei hefði hann getað látið sig dreyma um slíka heimkomu,
sem þessa. Svo gefúr hann bömum sínum ofúrlétt og varlega,
fyrsta föðurkossinn á vanga, en að því búnu sest hann á stól
við hvílu konu sinnar og tekur hönd hennar í sína og þrýstir
hana hlýtt og ástúðlega. Hamingja þeirra beggja er heil og
sönn, í ætt við ylgeisla vorsólarinnar, sem umlykja þau á
þessari stóru stund.
* * *
Sverrir Þórarinsson fær oft að bregða sér út að Nesi á
sunnudögum, til að hitta Óla vin sinn og systkini hans. Og
það er Sverrir litli sem fyrstur færir Siggu í Nesi fréttina
um fæðingu tvíburanna á Hamraendum. En þau tíðindi eru
húsfreyjunni í Nesi mikið gleðiefni. Og þótt heimilisástæðumar
gefi henni sjaldan tækifæri til skemmtiferða og síst á þessum
háannatíma ársins, heitir hún því að láta ekki langt um líða
þar til hún bregði sér fram að Hamraendum og óski hjónunum
til hamingju með börnin og líti á litlu krílin. Og Sigga í Nesi
er vön að standa við sitt.
* * *
Bjartur sunnudagsmorgun roðar tinda og boðar sólríkan dag.
Sigga í Nesi er snemma á fótum. Að loknum morgunverkum
ætlar hún að taka sér frí frá störfum, fela Jóni bónda sínum
börn og bú og bregða sér fram að Hamraendum. Jón tekur
því með jafnaðargeði, að eyða þessum hvíldardegi sínum
við umsjá heimilis og barna. Æ, hún Sigga hans skreppur
ekki svo oft á aðra bæi.
Morguninn líður. Ferðakonan kveður bónda sinn og börn og
ríður úr hlaði. Hún finnur það strax á leiðinni niður heimtröðina,
að Sóti hennar hefur engu gleymt, þótt árunum hafi fjölgað og
samvistum þeirra fækki að sama skapi. Og jafnskjótt og hann
kernur út á þjóðveginn, grípur hann skeiðið og fer á kostum
fram sveitina. Og enn kann hún vel að sitja hest, þrátt fyrir fá
tækifæri á síðari árum til að njóta þess að teygja fjörugan fák á
spretti. Og kærar endurntinningar streyma fram í huga hennar
við þróttmikil ijörtök gæðingsins. A ljúfum æskudögum var
góður hestur löngum stærsti þátturinn í skemmtanalífí unga
fólksins á sveitabæjunum, og fararskjóti þangað, sem fluttur
var gleðinnar óður. Og enn er neisti af æskunnar eldi falinn
í barmi ferðakonunnar og lund hennar létt. Langur tími er
liðinn frá því Sigga hefur komið fram að Hamraendum, en
Heimaerbezt 141