Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 46
nú blasir höfuðbólið glæsilega við henni, undir fagurgrænni
hlíð Hamraijallsins. Og hvergi er fallegra en þar.
Sigga beygir út af þjóðveginum og ríður heim að Hamraendum.
Sigrún hefur séð til ferða vinkonu sinnar og kemur þegar
út á hlaðið til þess að fagna henni og meðtekur jafnframt
hamingjuóskir hennar með bömin og síðan leiðast þær inn
í húsið.
- Nú verður þú að byrja á því að sýna mér börnin þín,
Sigrún mín. Ég er alltaf svo bráðlát, segir Sigga um leið og
þær koma inn úr anddyrinu.
Sigrún brosir.
- Á ég að bjóða þér fyrst inn í hjónaherbergið?
- Já, þangað vil ég koma fyrst! Hvar hefurðu blessaðan
húsbóndann?
- Hann fór út að Flúðum, á fund þar.
- Ég fæ þá líklega ekki að hitta nýbakaða föðurinn, í fýrsta
skiptið sem ég kem til að sjá hann í pabbahlutverkinu.
- Sverrir verður vonandi kominn heim áður en þú ferð
héðan, Sigga mín, því nú verðurðu að telja lengi hjá mér,
svarar Sigrún og leiðir gest sinn inn í svefnherbergið þeirra
hjónanna. Tvö lítil bamarúm standa þar saman hlið við hlið
og vinkonumar nema staðar hjá þeim. Sigrún lyftir sængunum
aðeins til hliðar og sýnir Siggu tvö falleg börn, sem hvíla í
væmm svefni. Sigga horfir um stund hugfangin og hljóð á
sofandi bömin og hin sárbitra reynslu- og örlagasaga foreldra
þeirra fer sem leiftur um huga hennar. En endir þess harmleiks
er líka óvenju fagur, á mannlega vísu. Og Siggu finnst að hinar
trygglyndu, þolgóðu hetjur þeirrar sögu, eigi hamingju sína
nú, svo sannarlega skilið, og hún segir hlýtt og innilega:
- Þau eru yndisleg, litlu bömin ykkar Sverris, Sigrún mín.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún þakkar þau góðu orð og breiðir sængumar mjúkum
móðurhöndum yfir börnin aftur, síðan ganga þær vinkonumar
hljóðlega út úr svefnherberginu. Leið þeirra liggur áfram inn
breiðan gang, dyr á litlu herbergi standa opnar út á ganginn og
Siggu verður litið þangað inn. Á rúmi inni í þessari vistarvem,
situr prúðbúin gömul kona, sem Sigga hefur þekkt lengi og
prjónarnir tifa hratt í höndum hennar, þótt sunnudagur sé.
Sigga nemur þegar staðar og segir við Sigrúnu.
- Þama sé ég gamla nágrannakonu, sem mig langar til að
heilsa upp á.
- Já, hana Björgu okkar, blessuð gjörðu svo vel að ganga
inn til hennar. Ég er viss um að hún hefur gaman af því að
sjá þig, Sigga mín, svarar Sigrún glöð í bragði og fylgir gesti
sínum inn í herbergið til gömlu konunnar, en svo gengur hún
út þaðan aftur. Hún vill lofa þeim tveimur að spjalla saman
í næði stundarkom.
Sigga heilsar Björgu hlýtt og kunnuglega og gamla konan
býður henni sæti á rúminu hjá sér. Sigga sest við hliðina á
Björgu og spyr léttum rómi:
- Hvernig líður þér, Björg mín?
- Hreint ágætlega. Mér hefur aldrei liðið eins vel á ævinni
og síðan ég kom á þetta blessaða heimili, svarar gamla konan
og leggur frá sér prjónana. Hún ætlar að hvíla sig frá þeim
það sem eftir er dagsins og njóta helgarinnar. Hér skipar
henni enginn fyrir verkum, hún er frjáls að athafna sig að
eigin vilja og þörfum og það er næsta nýtt fyrir henni.
Sigga horfir á þessa gömlu nágrannakonu sína nokkur
andartök og virðir hana nánar fyrir sér. Mikil breyting hefur
auðsjáanlega orðið á Björgu frá því að hún kom að Hamraendum.
Ekki aðeins hið ytra. Svipmót hennar og yfirbragð allt, lýsir
ótvírætt breyttu hugarfari, illkvittnin og meinfýsin er horfin
en mildi og friðsemd Ijómar þess í stað af rúnum ristu andliti
gömlu konunnar og Sigga segir glaðlega:
- Mér finnst þú hafa yngst upp um mörg ár, síðan þú komst
hingað að Hamraendum, Björg mín.
- Já, það hef ég sannarlega gert. Breytingin á lífskjörum
mínum er líka mikil. Áður mátti ég hrekjast úr einum stað
í annan og mætti sjaldan góðvild eða samúð, en nú er ég
umvafín hlýju og kærleika á þessu fágæta heimili.
- Þau gerðu mikið miskunnarverk á brúðkaupsdegi sínum,
ungu hjónin héma, að taka þig á heimili sitt, Björg mín, segir
Sigga hreinskiptin að vanda.
- Já, slíkur kærleikur er meiri en orð fá lýst. Ég verðskuldaði
ekki gott af neinum, allra síst af Sigrúnu Bjömsdóttur frá
Nesi, svarar gamla konan og Sigga sér að tár glitra í augum
Bjargar, en henni er ókunnugt um þann gjörning sem þama
liggur að baki og hún segir glaðlega:
- Já, Sigrún mín er indæl manneskja.
- Hún er göfug kona! Kærleikur hennar hefur þýtt klakann
úr hjarta mínu og leitt ljósið og friðinn í mína syndugu sál,
svarar Björg af klökkum sannfæringarkrafti.
- Ég samgleðst þér innilega, Björg mín, lifðu og njóttu
lífsins sem lengst á þessu góða heimili, segir Sigga alúðlega
og rís á fætur. Síðan kveður hún gömlu nágrannakonuna með
hlýjum vinarkossi og hraðar sér til fundar við Sigrúnu, en
unga húsfreyjan bíður hennar í eldhúsinu ásamt Þorgerði,
með hlaðið veisluborð.
* * *
Degi er tekið að halla. Sigga hefur gleymt sér um stund við
hugljúfar samræður og höfðinglegar veitingar, en nú áttar hún
sig á hraðstreymi tímans og býst til heimferðar. Þorgerður
snýr sér að tengdadóttur sinni og spyr glaðlega:
- Langar þig ekki að fýlgja vinkonu þinni eitthvað á leið,
Sigrún mín? Ég skai gæta bús og bama.
- Þakka þér fyrir, Þorgerður. Víst væri það óneitanlega
gaman, svarar Sigrún létt í bragði og Sigga bætir við:
- Þeirri föstu reglu fylgdum við vinkonumar í æsku, Sigrún
mín.
Sigrún brosir.
- Já, og margar björtustu endurminningar æskuáranna em
tengdar þeim ferðalögum okkar.
- Og þær björtu æskuminningar eigið þið að varðveita
sem lengst, segir Þorgerður móðurlega. - Og á þessu kvöldi
skuluð þið njóta þeirrar ánægju að reyna saman kosti
gæðinganna.
Framhald í æsta blaði.
142 Heimaerbezt