Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Side 23

Heima er bezt - 01.03.2006, Side 23
Við Lambanes. Efri röð: Anna, Elín, Valgarður. Fyrir framan: Kristján í Lambanesi, 90 ára. úti, þegar veður var hagstætt, og fór í leiki með okkur. Lét hlaupa í skarðið. Við lærðum margt ljóða hjá honum, meira að segja á dönsku, eins og „Flyv, fugl, flyv over Furesöens vove“. Það lærðum við utan að, og mikið fannst mér danskan ólík íslenskunni. Sæmundur hafði á unga aldri dvalið um vetrartíma í Borginni við Sundið. Við fundum, að kennarinn vildi okkur vel. Þó að viö skildum danska ljóðið ekki beint vel, komumst við að innihaldinu, og yljar það mér að hjartarótum til þessa dags. Auðvitað lærðum við og sungum einnig hina íslensku þýðingu: „Svíf þú, fugl, yfir sævardjúpið víða“. Lambanesheimilið Mánuðina á milli fræðaiðkananna var ég heima í Lambanesi. Þar átti ég áhyggjulausa daga. Þegar veður var hagstætt, dreif ég mig á skauta upp fyrir túnið, þó að svellið væri kannski ekki upp á það besta. Skíði áttu þeir bræður, Gunnlaugur og Valgarður í Lambanesi, líkt og allir Fljótamenn. Skíðalaus maður gat ekki búið þar, í því mikla fannaplássi, sem Fljótin eru. Enginn var raunar leikfélaginn. Allir á heimilinu höfðu yndi af söng. Bræðumir léku dálítið á fiðlu. Valgarður þó meira en Gunnlaugur, sem ætíð var nefndur Laugi af heimafólki og kunnugum. Útvarpið var aðalskemmtun heimilanna, sem áttu sér viðtæki. Ég man eftir einu sönglagi, sem kynnt var í útvarpinu, og sem allir í Lambanesi rauluðu. Þetta úr textanum man ég einkar vel: „Æ, viltu ekki hjá mér sitja, minn elskulegi Jón?“ Matur var í Lambanesi allgóður, og nógur, ekki vantaði það. Mikið var um slátur og mjólkurmat. Þá var mikils neytt af silungi, sem veiddur var í Miklavatni. Var hann saltaður niður í tunnur og síðan afvatnaður áður en til suðu kom. Vildi raunar stundum vanta nokkuð upp á það. Með silungnum voru borðaðar kartöflur og mörflot haft út á. Nefndu menn það ídýfu. Talað var um að úða, þegar gengið var að matborði, ekki síst, ef silungur var í boði. Mikil hlunnindi voru silungsveðin í Miklavatni. Og þar var ekki um neinn smásilung að ræða, heldur dólpunga mikla. Bræðurnir drógu fyrir með netum í vatninu á sumrin, og þurftu engan að biðja leyfis. Þeir áttu jörðina, sem þeir bjuggu á. Það gerði gæfumuninn. Þeir veiddu oft einnig á vetrum gegnum ísinn. Miklavatn var mikil matarkista, og er það sjálfsagt enn. Margs er að minnast frá þessum löngu liðnu dögum. En hvar er nú gleði, sorg, eftirvænting, kvíði og fögnuður þessa tíma? Gunnlaugur Kristjánsson, fœddur 1903. Myndin er tekin F©rðín 3Ö SaUfb36 1943. I Lambanesi var nokkurt fjárbú. Tvö allstór íjárhús voru frammi á túninu, sem hallar nær öllu niður að Miklavatni. Fjósið var heima við íbúðarhúsið, efst á túninu. Kýr voru oftast tvær, kannski kvígukálfur að auki, til að endurnýja kúastofninn. Mikið hey þurfti handa þessum gripum öllum. Sumarið á undan hafði verið fremur lélegt til heyskapar. Tók að saxast drjúgum á heyforða bændanna í Lambanesi í Austur-Fljótum, er leið á veturinn. Þurfti því að reyna að nálgast hey einhvers staðar, ef falt væri. Við eftirgrennslan kom í ljós, að í sveitinni mundi aðeins á einum bæ vera til það mikið hey, að þorandi væri að miðla því til þurfandi. Liðið gat drjúgur tími, þar til fénaðurkæmistágræn grös. Bóndi einn frammi í sveitinni, mesti fyrirhyggjumaður, átti drjúgar fymingar af töðu. Þetta var Jón Guðbrandsson í Saurbæ. Hann var, þegar þetta var, maður á ungum aldri, ríflega þrítugur, en leit út fyrir að vera langtum eldri; klæddist auk þess fötum, sem gengin voru úr móð, og bar hvergi utan á sér neitt ríkidæmi. En sagður var hann vel stæður, karlinn sá. Ekki þýddi annað en að koma sér af stað og nálgast hey Húsið í Lambanesi, 1942. Heima er bezt 119

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.