Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 26
Henni varð að ósk sinni SÍMON DALASKÁLD var þekktur víða um land á sínum tíma. Þótt samgöngutækin væru þá ekki önnur en hesturinn eða mannsfæturnir, hamlaði slíkt honum ekki frá því að ferðast milli héraða og vítt um sveitir, oftast bæ frá bæ. Um Suðurland mun Símon hafa ferðast oftar en einu sinni. En þar sem hann var sjaldséðari þar en víða annars staðar, höfðu ýmsir ekki litið hann eigin augum, en allir þekktu hann af afspum. Rímnaflokkar hans voru víða kunnir og kveðnir af kvæðakærri alþýðu, og lausavísur hans — flestar um kvenfólk — flugu um landið eins og ijaðrafok. Var því mörgum — ekki sízt yngra fólkinu — mikil forvitni á að sjá þennan ljóðasmið. Og ekki dró það úr að útlit hans og háttalag var að ýmsu sérkennilegt og frábmgðið öðrum. Símon mun hafa lagt leið sína um Suðurland seinast nokkru eftiraldamót. Þá var vinnukona í Selvogi ung stúlka, Ingveldur að nafni. Var hún vel kunnug rímum og öðrum kveðskap Símonar og óskaði þess oft, að hún fengi að sjá með eigin augum þetta kostulega skáld. Svo kom að því eitt haust, að fregn barst um það að Selvogi, að Símon væri kominn í nágrennið, og vissu menn þá, að hans myndi bráðlega von þangað, svo að unga fólkinu þótti þetta næsta góðar fréttir. Það var svo morgunn einn litlu seinna, að Ingveldur var stödd úti fyrir bæjardyrum ásamt húsbóndanum og dóttur hans, 14—15 ára. Sjá þau þá hvar maður kemur gangandi eftir veginum og ber við sjóinn úti á Hellu. En það var slétt bergflaga, sem vegur- inn lá yfir. Nú flýgur þeim strax í hug, að þarna muni Símon vera á ferð og bíða við enn um stund. Er maðurinn kom á veginn móts við bæinn, snýr hann þegar upp að bænum og þekkist þá gjörla, að það er Símon, en bóndi hafði séð hann áður. Þá snúa þær stöllur inn til baðstofu, en bóndi tekur á móti Símoni. Litlu seinna heyra þær að bóndi og gesturinn koma inn baðstofugöngin og um leið segir Símon við bónda: „Þeir þarna í Grafningnum eru farnir að láta mig sofa hjá konunum til þess að fá skáld í ættina.“ Hló bóndi þá dátt og fleiri, sem til heyrðu. Nú fer bóndi með Símon til baðstofu og inn í hjónaherbergi. En það var afþiljað í öðrum baðstofuenda. Þangað var honum borinn greiði. Þá var Eggert Sigfússon prestur í Vogsósum. Hann bjó í timburstofu í bænum og hafði kost og þjónustu hjá bóndanum. Bregður hann skjótt við til fundar við Símon, þegar hann veit um komu hans. Sest hann á rúmið í hjónahúsinu, andspænis Símoni, dregur upp fullan brennivínspela og hyggst nú að hressa vel upp á skáldið. Tekur Símon þessu tveim höndum og sýpur vel á. Hitnar honum bráðlega í hamsi og gerist brátt all fyrirferðarmikill og hávær. Syngur og kveður og rær sér öllum með einlægu handapati. Fór þá ungu stúlkunum að þykja nóg um og leist ekki sérlega geðug persóna, þessi beinastóri og digri karl með úfínn hárlubbann kringum stóran sleggjuhaus og stríðan, gráan skeggkraga um stórskorið og rauðþrútið andlitið. Nú ganga ærslin að síðustu svo langt hjá Símoni, að hann tínir af sér allar spjarir ofan að mitti og rásar þannig búinn um baðstofuna. í baðstofunni fyrir framan þilið á hjónaherberginu, var öðru megin rúm vinnumannanna, en á móti því rúm, sem gestir voru látnir sofa í. I hinum enda baðstofunnar voru svo tvö rúm, sem stúlkumar sváfu í. Fullorðin kona, sem einnig var vinnukona á bænum, svaf í öðru þeirra, en Ingveldur og bóndadóttir í rúmi á móti henni. Þegar líður fram að kveldi tekur Símon sig til og fer fram í baðstofuenda og leggst upp í rúm vinnukonunnar. Segist hann ætla að sofa í þessu rúmi um nóttina og hvergi annarsstaðar — beint á móti ungu stúlkunum. Þegar þær sjá. hvað Símon hyggst fyrir, taka þær þrjár saman ráð sín og ákveða að sofa úti í heyhlöðu um nóttina. Voru tvær heyhlöður heima við. Önnur þeirra — kúaheyhlaðan — stór og full af heyi. Hin öllu minni og 122 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.