Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Side 29

Heima er bezt - 01.03.2006, Side 29
& Egiíl Guðmundsson frá Þvottá: ttn Þinghald við Styrmishöfn Þegar ég var að alast upp á Austljörðum, heyrði ég gamla fólkið tala um að hrafnarnir héldu þing á haustin. Komu þeir saman og röðuðu sér niður á bæina i sveitinni, tveir og tveir á hvem bæ. Ef einn yrði afgangs væri honum fargað. Eg lagði nú ekki mikinn trúnað á þetta en það átti efír að breytast. Það var rétt, tvo hrafna sáum við stundum kringum bæinn heima. Það voru sjálfsagt hjónakornin en bömin þeirra frá því um sumarið voru náttúrlega komin i leikskóla þegar foreldramir fóru á þingið. Mig hafði alltaf langað að komast á þessi svo kölluðu Hrafnaþing. Ekki sem fulltrúi, því þá átti ég á hættu að vera í sporam aukakrumma, nei, heldur til að horfa á hvað þar færi fram. Tækifærið kom og verður mér alltaf minnisstatt. A Þvottá eru sjávarhættur og í stórstraumi þurftum við að fara kvölds og morgna suður með sjó, allt suður i Stapavik suður undir Þvottárskriðum, óraleið og oft í svartainyrkri og hvernig veðri sem var. Ef smástraumur var fórum við einu sinni á dag og þá venjulega eftir hádegið. Það var komið fram i október er ég fór að smala frá sjónum í góðu veðri. Fór út Æðarhrygg og suður á Biskupshöfða. Er ég kom syðst á hann heyrði ég mikinn hávaða eins og frá Styrmishöfninni og er þangað kom gaf á að líta. Þar á balanum ofan við Höfnina sátu margir hrafnar á víð og dreif. Sátu þeir þar þögulir og upp á hólinn aftur, alltaf gargandi og ferlega Ijótur og úfínn. Eg gekk framhjá hröfnunum á balanum og létu þeir sem þeir sæju mig ekki. Fór ég upp á Hafnarskjólið og horfði á hamfarir reiða kmmma drúptu höfði en upp á háum hóli, þar sem bátanaustin em, stóð hrafn og gargaði að því er virtist af mikilli reiði. Hann varallur úfínn og öðru hvoru renndi hann sér niður hólinn, og á grundina, en fór á mikilli ferð þaðan. Hann renndi sér oft niður hólinn, allaf úfínn og að mér fannst afar æstur. Eg hélt nú áfram að smala frá sjónum og gat ekkert um það heima um kvöldið hvað ég hefði séð við Höfnina. Daginn eftir fór faðir minn fram með sjónum og gat þess þegar heim kom, að líklega væri dauð kind einhversstaðar stutt frá Höfninni, þar hefðu verið margir hrafnar og látið ófriðlega. Eg sagði honum þá hvað ég hefði séð daginn áður og þetta væri ábyggilega Hrafnaþing. Pabbi var ekki trúaður á það. Hann sagði að þegar vel fískaðist við Styrmishöfn hér áður fyrr, þá hefði drifið að hrafna þar, en nú var ekki slíku til að dreifa. Daginn eftir fór ég með myndavélina mína og ætlaði að mynda þingfulltrúana en þá var enginn hrafn þar sjáanlegur, nema einn nýdauður, í djúpri laut, allur sundurrifmn. Hvort hann hefur verið drepinn af hinum hröfnunum er ómögulegt að segja, en var kannski reiða hrafninum fómað, var hann stakur? rafife uglan (eftir stúlku í fimmta bekk) Fuglinn, sem ég ætla að skrifa um, er ugla. Ég veit ekki mikið um uglur þannig að ég ætla skrifa um leðurblöku. Kýrin er spendýr. Hún hefur sex hliðar þ.e. hægri hlið, vinstri hlið, efri hlið og neðri hlið. Að aftan hefur hún halann, sem burstinn hangir í. Með burstanum fælir hún flugurnar í burtu svo þær komist ekki í mjólkina. Höfuðið er til þess að hornin geti vaxið og að munnurinn geti verið einhversstaðar. Hornin eru til þess að stanga með en munnurinn til að borða með. Undir kúnni hangir mjólkin. Mjólkin kemur bara og kemur, alveg endalaust. Hvernig kúin gerir þetta hef ég ekki ennþá komist að, en hún getur búið til meira og meira. Kýrnar hafa mjög næmt lyktarskyn og lyktin af þeim finnst mjög langt, langt í burtu. Það er skýringin á ferska sveitaloftinu. Karlmannskýr eru kölluð naut. Þau eru ekki spendýr. Kýrnar borða ekki mikið en það sem þær borða, borða þær tvisvar svo þær fái nóg. Þegar þær eru svangar þá baula þær en þegar þær segja ekki neitt þá er það vegna þess að þær eru pakksaddar. Heima er bezt 125

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.