Heima er bezt - 01.03.2006, Síða 21
Gimnþór
Guðmundsson:
Á friðsælli
stund
ber undir. Að svo komnu hitti
ég Guðmund bónda sem bauð
mér þegar í bæinn. Ekki man
ég hvað okkur fór á milli en
hitt man ég hvað húsbóndinn
ræddi við mig af mikilli alúð
og einlægni. Svo kom sonur
hans, Hrólfur, með gestabók,
sem ég skrifaði nafnið mitt
í. Eg held að það hati verið
fyrsta gestabókin sem ég sá.
Gaman væri að kanna hvort
nafnið mitt fyndist þar ef þessi
bók er ennþá til.
Þegar ég svo hélt heim á leið
var ég sæll og glaður og ég er
ekki fráþví að sjálfstraustið,
sem ekki var nú of mikið fyrir,
hafi fengið smá byr í seglin við þessa heimsókn.
Guðmundur á Illugastöðum var mikill ávelli og afburða
þrekmaður. Fóru af því
nokkrar sögur. Hann var og
drengur góður og fékk ég
einu sinni að kynnast því er
hann kom að máli nokkru.
Ekki stórvægilegu að vísu
en nógu til þess að ég sá að
hann var reiðubúinn að verja
lítilmagnann. Þessi heimsókn
að Illugastöðum er ein af
þeim minningum sem ekki
gleymast, þó nú séu 67 ár
síðan.
Það mun hafa verið
fyrireinum 67 árum,
að ég átti erindi út
á Vatnsnes, nánar
tiltekið að Illugastöðum.
Atti ég þá heima á Efra-
Vatnshorni. Ekki man ég nú
hvað erindið var, en ég þurfti
eitthvað að hitta bóndann þar,
Guðmund Arason, sem bjó
þar ásamt konu sinni Jónínu
Gunnlaugsdóttur. Eg er nú
alveg búinn að gleyma hver
fararskjótinn var en varla hef
ég farið gangandi því komið
var vel fram á vor og þetta er
nokkuð löng leið.
Að komið var vel fram á
vor man ég einungis af því að æðarvarpið á Illugastöðum
var í fullum gangi. Eg hafði ekki áður kynnst æðarvarpi,
en sá unaður sem um mig
fór þegar ég heyrði úið og
klióinn í æðarkollunum í
sólskini og kyrrð, er það mér
alveg ógleymanlegt. Þetta var
eins og lofgerðarsöngur. Þarna
var sannarlega verið að kveða
lífinu lof. Hvílík ógleymanleg
stund. Ég rumskaði svo og
áttaði mig á því að ég kom nú
ekki beinlínis til þess eins að
hlusta á æðarkollurnar, sem
mér fannst nú helst vera
heilagir fuglarog kannski eru
þeir það líka, að minnsta kosti
hef ég heyrt að kollurnar taki
að sér móðurlausa unga ef svo
Heima er bezt 117