Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Side 31

Heima er bezt - 01.03.2006, Side 31
Tilgátumynd afhaugsetningu Hjalta Þórðarsonar landnámsmanns. I baksýn er jjallið Þríhyrningar suður frá Hofi. Olíumálverk Bjarna Jónssonar listmálara frá árinu 2004, í eigu Hjalta Pálssonar. þær minjar verið eyðilagðar að hluta til. Um bæjarhólinn á Hofi I virðist hafa verið virki og kemur heim við það sem um er talað í fomum sögum, Bolla þætti Bollasonar. Þótt sá þáttur sé talinn eiga við lítil rök að styðjast er þó sýnilegt að höfundur hefur haft einhverja staðþekkingu í Hjaltadal. Hafa fundist rninjar um miklar hleðslur umhverfis hólinn. Haustið 1955 var gömlum torfbæ á bæjarhólnum mtt niður og átti að lækka sjálfan hólinn nokkuð. Var þá flett ofan af nokkrum beinagrindum sem komu í ljós í hólbrúninni að vestan og kom Gísli Gestsson fornleifafræðingur og rannsakaði svæðið að nokkm. Árið 1981 var lögð hitaveita um framhluta Hjaltadals og þá einnig heim að Hofí. Var grafíð gegnum bæjarhólinn skammt sunnan við íbúðarhúsið á Hofí I og fundust þá enn grafir. Virðist ljóst að þama hafí kirkja verið og væntanlega grafíð í íyrstu kristni áður en kirkja reis á Hólum. Seinni tíma aldursgreining á beinunum á Hofí segir þó að þau séu yngri en talið var, eða frá seinni hluta 13. aldar. Menn höfðu talið að Hof byggðist ekki að nýju fyrr en 1827, en sú ályktun fær ekki staðist með tilliti til aldursgreiningar beinanna og einnig þeirri staðreynd að getið er landskuldar á Hofí í Sigurðarregistri, árið 1550. HLAÐVARPINN - framhald af bls. 100 Átti ég að taka hann upp í rúmið og reyna að pissa í hann, líkt og gert er með þvagflöskur í dag, eða bara setja hann út á gólfíð og pissa síðan í hann með tilheyrandi glamri og von um að hitta nú í hann. Þetta hafði mér alveg láðst að spyrja húsmóðurina unr kvöldið áður. Það er stundum sagt aó eldra fólkið eigi í basli rneð að nota ýmis tæki og áhöld sem yngra fólkið tekur upp og tileinkar sér, en svona geta nú einföldustu áhöld fyrri kynslóðar vafist fyrir þeirri næstu. Morguninn eftir safnaði svo húsmóðirin öllum koppum undan rúmunum og fór með þá út og tæmdi þá sem þurfti. Svona hafði þetta tíðkast á heimilum um aldir, og fólki að sjálfsögðu ekki fundist þetta neitt tiltökumál, frekar en annað sem til siðs var. En tímarnir breytast og mennirnir með, í takt við aukna tækni og tækjaframleiðslu breytist þetta allt saman og í dag heyra þessar aðstæður algerlega sögunni til, nema á einstaka ferðamannastöðum, eins og íyrr greinir. Og ég þykist vita að mörgum þyki það hálfgert neyðarbrauð að þurfa að notfæra sér slíka aðstöðu sem kamarinn er, þó í dag sé hann að mörgu leyti fullkomnari en áður var. Það er allt orðið svo flott og fínt í þessum efnurn, eins og lög gera ráð fyrir. Útikamrarnir eiga sína sögu, en eitt með því sérkennilegra sem ég hef heyrt, og til er erlendis, eru menn sem tíðka það að leita uppi gömul kamarstæði, grafa þau upp og leita að gömlum hlutum í þeim. í fyrstu getur maður nú ekki látið sér detta í hug að þar sé margt að fínna annað en það sem þangað átti að fara, en það mun þó ekki vera svo. Algengast er að þeir sem eru að leita að gömlum og sérkennilegum flöskum, stundi þetta. Einn slíkur var spurður að því hvemig í ósköpunum hann gæti hugsað sér að stunda það að vera að grafa í gamla kamarhauga, og svaraði hann því til, að þegar haugurinn væri orðinn kannski 100 ára gamall, svo ekki sé nú talað um eldri, þá sé hann í rauninni ekkert frábrugðnari jarðveginum í kring, þar hafí flest umbreyst í hefðbundinn jarðveg. Og hann vildi meina að það væri meira að segja hægt að lesa margt úr þeim jarðvegi, hvernig viðkomandi hefði lifað, hvort hann var ríkur eða fátækur, o.s.frv., út frá því hverju hann henti niður í kamarinn sinn. Þarna getur verið að finna t.d. gamlar lyfjaflöskur, lampagler, gamla peninga, jafnvel gamla koppa, sem fólk hefur nrisst ofan í hauginn, við tæmingu. Og það mun stundum vera eftir nokkru að slægjast í þessum gömlu kamarhaugum, t.d. nefndi þessi sarni maður að hann hefði einn dag, fundið skrautflöskur og áhöld, sem á fornmunamarkaði var hægt að selja fyrir um 200.000 krónur. Sagðist hann gjarnan hefði viljað sjá framan í þann sem kamarinn byggði, ef einhver hefði sagt honurn að um 200 árum síðar myndi koma þama rnaður og grafa upp úr haugnum slík verðmæti, á tæpum 6 klukkutímum. En svona er þróun alls í okkar heimi, og allt hefur sinn tíma og gagn. Síðan taka við vatnssalernin, sem allir þekkja, snjöll lausn og einföld, sem líka hefur þróast og tekið framförum. | Það er önnur saga, sem við kannski skoðum síðar. Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.