Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Side 16

Heima er bezt - 01.03.2006, Side 16
Örnólfur Thorlacius: Úrsögu SKRIFFÆRA Þýsku Mont Blanc-pennarnir þykja vönduð listasmíð, enda er hinn klassíski „ Meisterstiick 149 “-penni (ofar á myndinni) sýndur í Nútímalistasafninu í NewYork sem dœmi um nytjalist. Við blýantasmíð eru skornar hæfilega þykkar sneiðar úr sedrusviði og íþœr renndar U-laga rennur. Svo eru grafitlengjur, „ blý ", felldar í rennurnar á annarri hvorri sneió og önnur felld og límd ofan á.Loks eru blýantarnir renndir úr samlokunum og strokleður límt á endann ef þurfa þykir. Talað mál hefur fylgt forverum okkar um milljónir ára, löngu áður en tegundin Homo sapiens kom fram. Rituð tákn eru mun yngra fyrirbæri. Fyrir um 10.000 árum, eftir að menn hættu að sjá sér alfarið farborða með veiðum og söfnun og tóku upp kvikijárrækt og jarðyrkju, ristu menn á leirtöflur merki, sem talið er að hafí verið eins konar bókhaldsgögn kaupmanna, skrár um magn og eðli varnings sem gekk kaupum og sölum. Af þessu þróuðust svo myndtákn um ýmis fyrirbæri. Táknin voru smám saman stílfærð, og flókið og fullkomið myndmál er fram á þennan dag ritmál í Kína og Japan. Þar kom, í Miðausturlöndum, að táknin stóðu ekki lengur fyrir menn, dýr og plöntur, hluti og hugtök, heldur voru ýmis hljóð talaðs máls táknuð með þeim. Þar með varð stafrófið til. Fyrstu frumstæðu táknin, sem trúlega voru notuð í viðskiptum eins og hér hefur verið nefnt, hafa fundist við uppgröft allt frá Egyptalandi austur til Indlands. I Miðausturlöndum, þar sem nú eru írak og Sýrland, skráðu menn fleygletur á leirtöflur allt frá því fyrir 5000 árum. Af töflum frá borginni Ebla í Sýrlandi má ráða að ritarar hafi notið mikillar virðingar þar í borg, til jafns við herforingja. Papyrus, pergament og pappír Leirtöflumar vom óþjálar, og Egyptar fóru snemma - fyrir um 5000 árum eða fyrr - að vinna þunnar arkir, papyrus, úr stönglum hávaxinna sefplantna sem spretta með Nílarbökkum. Stönglamir voru skornir í strimla, verkaðir á ýmsa lund, meðal annars valsaðir, hamraðir og þurrkaðir. Papyrus var notaður til skrifta allt fram á 11. öld. Egyptar bj uggu einir að papymsreymum og fluttu papyms út til landa við Miðjarðarhaf og norður eftir Evrópu. En 112 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.