Heima er bezt - 01.03.2006, Side 35
Carlill, las auglýsinguna, keypti í snatri reykjarkúlu fyrir
tíu skildinga og hafði brúkað lyfið samviskusamlega þrisvar
á dag í rúman mánuð, þegar hún veiktist af inflúensunni.
Eiginmaður hennar, sem var lögmaður, krafði fyrirtækið um
hundrað pundin og lagði fram vottorð læknis um veikindi
konunnar.
Þegar ekkert svar barst og frúin hafði náð sér af flensunni fóm
þau hjónin með málið fyrir dómstóla. Verjendur fyrirtækisins
báru því við að loforðið í auglýsingunni hefði verið svo
augljóst skrum að aðeins hálfviti gæti tekið það trúanlegt.
Dómarinn benti á það að loforðið hefði greinilega ekki verið
stílað á hugsandi menntamenn, heldur höfðað til auðtrúa
einfeldninga, og seljandi, sem gæfi ákveðið loforð, mætti
búast við því að hann yrði stöku sinnum að standa við það.
I júní 1893 féll svo dómur frúnni í vil.
Reykjarkúlufyrirtækið áfrýjaði dómnum, og bar ýmsu
við í vörninni. Að lokum stóð styrinn ekki um það hvort
lyfíð væri gagnslaust eða hvort athæfí fyrirtækisins hefði
verið sviksamlegt, heldur um það hvort auglýsingin fæli í sér
samning, sem fyrirtækið hefði þá rofíð. Lögmenn þess héldu
því fram að til samnings þyrfti tvo aðila, og frú Carlill væri
ekki aðili að neinum samningi við skjólstæðing þeirra.
Þessu höfnuðu áfrýjunardómarar krúnunnar. Með auglýsingu
sinni hefði fyrirtækið gert viðskiptavinum sínum ótvírætt tilboð,
vemd gegn flensunni ellegar hundrað pund, og frú Carlill
hefði gengið að þessu tilboði með því að nota reykjarkúluna í
samræmi við leiðbeiningar. „Ef einhver lofar svona vitleysu,“
sagði einn dómarinn, „má ætla að hann hyggist hagnast á
loforðinu, og lögin leysa hann ekki undan skuldbindingunni,
hversu fráleit sem hún er“.
Utslagið gerði svo þúsund punda tryggingin, sem að
mati réttarins gaf viðskiptavinum fyllsta tilefni til að ætla
að fyrirtækið hygðist standa við tilboð sitt.
Frú Louisa Carlill fékk sín hundrað pund, og dómurinn
hafði fordæmisgildi í því efni, að einn aðili gæti, þegar svo
bæri undir, stofnað til samnings.
Fyrirtækið hélt áfram að auglýsa reykjarkúluna og benti
nú á það, að einungis þrír hefðu krafíst bóta, sem sýndi að
meðalið gerði flestum gagn. Bæturnar voru hækkaðar í 200
pund, en ýinsir varnaglar slegnir, sem nánast gulltryggðu
það að enginn gæti krafíst þeirra. Og engin bankatrygging
var lengur nefnd.
Sjá Stephanie Pain. Mrs Carlill lays down the law.
New Scientist 14.jan. 2006, bls. 50-51.
KROSSGÁTA
J? Frístund krossgátu- blað (c) STÓRT RÓMV. TALA LEIÐA NEITUN TÁKN FOS- FÓRS ÆDDI MYNT KRING- LÓTT NUDD- AST ORKA
c> 1 HREKJA
DÝR SK.ST. SJÚK- DÓMS SK.ST. TÖLU STUNA
BÆR
ÞAK DREIFA
HLJÓÐ VAN- RÆKJA 2 DANS- LEIK
ORÐ VOLGUR
UGGUR KAMAR 3 HRÓP
BREYTI- LEGUR
KYSSA
SKÓLI SK.ST. HENDA ÞÓFI AUÐ
STEFNA EYÐA SKOÐA
ÞREYTA 5 TRÉ TRÉ HIK
HREYF- ING UPP- HRÓPUN
HLJÓÐ FUGL
FREGN 4 SKiR- SKOTA SVÍN
VARÐ- ANDI
ÞVER- STÖNG SYNGJA 6 TRJÓNU
KALL FOR- SETNING
LJÓMI KONA STRAX
Heima er bezt 131