Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 37
Hver vesæll dropi í veröld hér
víst oss léttir kífið,
því hverjum dropa œtlað er
að endurnýja lífið.
Hér á eftir líst mér, að best fari á að kynna vísur og
erindi hagyrðings mánaðarins, er ég nefni svo. Maðurinn
er þjóðkunnur fyrir baráttu sína gegn áfengisnautn og heitir
Arni Helgason (f. 1914). Otaldar eru blaðagreinar, sem hann
hefur birt eftir sig, þar sem hann lætur hvergi deigan síga
í baráttunni gegn þessu þjóðarmeini. Og enn er Arni ötull
baráttumaður gegn áfengisnautn, maður kominn á tíunda
áratuginn.
Nýlega gaukaði Ami í Hólminum (hann býr í Stykkishólmi)
eins og hann oft er nefndur, að mér eftirfarandi vísu eftir
sig:
Skrattinn lœvís leitar þín,
því hann lifir á glötun manns.
Og þá er bjór og brennivín
besta vopnið hans.
Eins og kunnugt er, byrjar ofdrykkja með því að menn
drekka í hófí, en ráða síðan ekkert við ástríðuna. Mér fínnst
Árni lýsaþessu fyrirbrigði frábærlega í vísunni:
Hófdrykkjan er heldur flá;
henni er valt að þjóna.
Hún er bara byrjun á
að breyta manni í róna.
Árni fæddist í Reykjavík, en fór á fyrsta ári til Eskiijarðar
og ólst þar upp. Fluttist 27 ára til Stykkishólms, og hefur átt
þar heima síðan. Póst- og símstjóri var Árni þar um langa
hríð, en áður sýsluskrifari.
Og enn er það Ámi með sínar beinskeyttu vísur um áfengið
og fylgifíska þess. „Hvílíkur munur“ nefnast vísurnar hér
á eftir:
Heilbrigð snót á heimsins brautum,
hugguleg, fögur og skœr.
Það er eitt hið yndislegasta,
eins í dag og í gær.
En drukkin kona á dauðans miðum,
dyggóum rúin með brjálaðan hag.
Það er eitt hið ömurlegasta,
er okkur mœtir I dag.
Já, áfengið er tíðum yrkisefni Árna í Hólminum:
Það er alltaf undrun mín,
hve öfugt hjörðin þrammar,
drekkur eins og vatnið vín
og verður sér til skammar.
Og Árna fínnst mannúðin á hægagangi, er hann yrkir:
Mikið er, hvað mannúðin
mjakast smátt i heimi,
enda er líka andskotinn
alls staðar á sveimi.
Svona gengur þetta þrátt,
því er verr og miður.
Það, sem einn vill hefja hátt,
hinir rífa niður.
Lífs að speki heimur hlœr,
hræsnis ríkir naðra,
en það, sem byr hjá fjöldafœr,
er fánýtt tal um aðra.
Að lokum koma hér í vísnaþættinum erindi, er lúta að
vanda þeim sem áfengisneyslan skapar:
A áfengisbrautinni aka menn hratt
allan guðslangan daginn.
Koma svo heim og halla undir fiatt,
því hausinn er veikur og maginn.
Að þegnarnir drekki eins og þolið fær léð,
er þjóðinni dýrmœtur fengur.
,, Því sjónin og heyrnin og málið fer með
og minnið úr vistinni gengur. “
Eg þakka Áma Helgasyni í Stykkishólmi ágæta
ljóðasendingu. Eg leyfí mér að nota eitthvað fleira frá
þessum ágæta hagyrðingi í dægurljóðaþáttinn hér á eftir.
Fleiri hagyrðingar eru í kallfæri.
Dægurljóð
í upphafi máls verð ég að geta þess, að þessi þáttur er annar
en sá, sem ég hafði samið fyrir þetta hefti. Hann ónýttist, því
miður. Tölvan sveik mig heldur betur og eyðilagði það, sem
ég hafði saman sett. Stundum verður ekki hægt að komast hjá
óvæntum óhöppum. Eina vitið er að gefast ekki upp, en bæta
íyrir það, sem aflaga fer, jafnvel þó að það taki sinn tíma.
En þetta var nú ekki mjög alvarlegt hjá mér, sem skila þurfti
stuttum þætti í tímarit. Öllu verra henti einn ágætan nemanda
í háskóla, sem skrifað hafði langa ritgerð til BA- prófs og
lagt í það mikla vinnu. Hann kunni víst vel skil á ritvinnslu á
tölvu, en gleymdi einu veigamiklu atriði, sem sagt því að vista
það efni, sem hann hafði skrifað inn. Nú var það allt horfíð
og engan veginn hægt að kalla lengur fram á skjá tölvunnar.
Þetta var slys, þótt ekki hlytust af beinbrot eða önnur meiðsli
á líkamanum. Ef til vill minnast einhverjir lesenda minna
þess að hafa gleymt að vista efni, sem þeir ætluðu lengra líf.
En þetta er nú orðinna alllangur formáli og best að snúa sér
að efninu. I þetta sinn er það Árni Helgason, sem leggur til
Heimaerbezt 133