Heima er bezt - 01.03.2006, Side 38
efnið. Hann er skemmtilegt ljóðskáld, sem mörgum hefur gert
glatt í geði á langri ævi með gamanvísum sínum og ljóðum.
Árni er frá Eskifírði, en fluttist 27 ára til Stykkishólms og
hefur dvalið þar síðan, lengst sem póst- og símstjóri eins
og fyrr greinir. Fyrsta ljóðabókin, sem Ámi eignaðist, var
Þymar Þorsteins Erlingssonar, og lærði hann ljóð hans og
dáði hann sem mesta ljóðskáld landsins. Það var kennari Áma
í barnaskólanum, Árni Valdemarsson, sem mótaði marga
sálina í kennslu sinni. Gaman væri, ef kennarar fengju yfirleitt
slíkan dóm við leiðarlok.
Hér á eftir fer ljóð, sem Árni orti um fyrstu skólagöngu
sína:
I skólanum
I skólanum á ég að læra
°gfylgjast öllu með.
Það gefur mér í lífinu
lán. - Það hef ég séð.
Og þeir, sem engu eira
og aldrei fylgjast með,
verða aldrei góðir þegnar,
þótt þeim sé vitið léð.
Og bráðum kemur vorið
með birtu og sólaryl,
við söfnum þreki og þori
og þroska haustsins til.
Því skólinn hefst á hausti
og heiðríkt sólskin dvín,
sem fierði yl og andblœ
svo örvandi til mín.
Um lífið og tilveruna yrkir Árni I Hólminum, enda er það
nærtækt viðfangsefni. Þetta ljóð þreytir engan.
Um lífið og tilveruna
Fyrst er augun lífið líta,
Ijómi töfra um vitin slá.
Allt er þá svo undurfagurt,
ekkert sem að skyggir á.
Spurul augu mæna og mæna,
margt um lítinn huga fer.
Flvert mun, barn mitt, leiðin liggja?
Liggur gœfanfyrir þér?
Von og kvíði vega tíðum
vissu og dul, er síðar ræðst.
Hamingjunnar hver er smiður,
hermir orðtak, það er æðst.
Vegir heimsins víða liggja,
vandratað í heimi er.
Hœttur leynast, höppin einnig.
Hvað mun liggjafyrirþér?
Gamansemin kemur vel fram í ljóði einu, sem Ámi
nefnir
Ævintýri í hraðfrystihúsi
Ég flakaði með henni Gunnu
um fimm mánaða bil.
Ég horfði á hana allan daginn
og heldur meira til.
Hún Gunna var glettin hnáta
og glansaði af lífi og sál.
Hún dró að sér drengi og karla
eins og dýrasta segulstál.
Og samlyndi okkar var sólskin,
við settum þar allt á hrað.
EfGunna sig flakaði ífingur,
þáfékk ég að binda um það.
Þá brosti hún, blessuð hnátan,
og blikkaði í hjartastað,
og seinna kom volgur vangi,
- og verðlagsuppbót á það.
Við gengum oft saman á götu,
og Gunnu ég fylgdi svo heim.
Við komum oft saman úr kaffi
í kræsið og spennandi geim.
Já, það voru dýrmœtir dagar,
sem drógu mig allir til sín
Og mér stóð bara alveg á sama,
þótt strákarnir vœru með grín.
Ég flakaði með henni Gunnu,
í febrúar þar til í maj.
Þá kom eftirlitsmaður að austan;
hann var ógurlegt skelfingar,, kvaj “.
Hann fór strax að gæla við Gunnu,
svo galskapur í hana fer.
Mig langaði að lemja þann kóna.
Hann lokkaði 'ana austur með sér.
Hugsanlegur lagboði: Það get ég sýnt og sannað.
Dæmigert átthagaljóð hef ég ekki að þessu sinni, en mér fmnst
ljóðið hans Árna Helgasonar, sem hann nefnir Heilsubót, vel
geta þjónað sama tilgangi. Hér er náttúra landsins lofsungin,
friður hennar og fegurð.
134 Heima er bezt