Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 24
Húsin Vatnsendi, byggt 1933, og
Samtún, byggt 1953.
Ljósm.: Gudmundur Sœmundsson.
Brautarholt, byggt 1934.
Ljósm.: Guómundur Sœmundsson.
það, sem loforð hafði fengist
fyrir. Hestur var spenntur fyrir Séð yfir Haganesvík.
ísasleða og haldið fram eftir,
fyrst eftir Mikiavatni á ís, en síðan
eftir landjörðinni allt að Saurbæ,
sem er í miðjum Austur-Fljótum. Þessu þýddi ekki að
fresta, skepnumar biðu allt að því málþola heima. Við vorum
ijórir, ef mig skal telja með, 11 ára strákinn. Auk bræðranna, sem
fyrr hefur verið getið, var Jónas Guðmundsson, móðurbróðir
minn, með, 24 ára að aldri og ókvæntur. Það var hann til
æviloka 1976, 66 ára.
Komið var að Saurbæ skömmu eftir hádegið. Tekið var að
troða heyi úr hlöðunni í síldarmjölspoka þeirrar tíðar, er tóku
100 kíló og voru vart manna meðfæri. Síðan var pokunum
staflað þversum á ísasleðann, sem var stór. Tók það drjúgan
tíma. Síðan var okkur boðið í bæinn, sem var fornfálegur
mjög, að þiggja veitingar. Kaffíð var ágætt, en mér fannst
minna til um brauðið, þó að það hafí vitanlega verið veitt
af góðum hug og gestrisni. Mér fannst sem það væri langt
frá því að vera nýtt. Sonur bóndans, víst 4-6 ára, klæddist
síðbuxum, og fannst mér það í meira lagi sérkennilegur
klæðnaður á dreng á þessum aldri. Eg klæddist stuttbuxum,
eins og þá var algengast, að strákar gengju í. Lét ég þær að
minnsta kosti nægja. Aður hafði ég aldrei séð dreng klæðast
síðbuxum, hvað þá yngri, eins og í Saurbæ. Þessi sveitabær
hélt við fornum lifnaðarháttum. Málfarið var einnig í fomyrtara
lagi.
Nú kom að því, að leggja skyldi af stað heim með
heyhlassið.
Haldið var beint í norðurátt. Veður var ágætt, sólarlaust og
smávegis frost. Frá Brúnastöðum, við suðurenda Miklavatns,
var ekið eftir vatninu. Isinn virtist vera traustur. En ekki er
allt sem sýnist um ís, þegar út á vetur kemur. Fólk trúði því,
að þrír svokallaðir varmasteinar ætu þá ísinn að neðanverðu.
Sá fyrsti átti að koma í miðgóu, annar í góulok, og sá þriðji
og síðasti um miðjan einmánuð.
Þegar við vorum undan miðjum Lambanesásnum, tók
hesturinn að spora sig nokkuð niður í ísinn og brestir tóku
að heyrast. Fylltu þeir okkur kvíða
Ljósm.: GuðmundurSœmundsson. og ótta, en vatnið er djúpt á þessum
slóðurn og gjörsamlega óstætt. Allt
í einu brast ísinn illilega. Hesturinn
fór niður að framanverðu og á
hrokabullandi sund. Einhvern veginn tókst þeim þremenningum
að losa hestinn frá sleðanum og koma honum upp á skörina.
Eftir þetta var ekið alveg við landið. Heim komumst við
með heyið, sem mikil þörf var fyrir. Nú tók líka að vora, en
þá voraði yfirleitt fyrr en nú gerist. Þegar þetta er ritað, eru
71 árfráþessumatburði. Ekkihefðiþá, sem meðmérvoru
í þessari för, líklega órað fyrir því, að strákurinn, sem fékk
að fylgjast með þeim í heykaupaferðina frægu, ætti eftir
að skrá frásögn um hana, er síðar mundi lesin af mörgum í
víðlesnu tímariti.
Ferðin með Jónasi frænda
Ég fór nokkrar ferðir með Jónasi frænda yfír Miklavatn.
Hann fylgdi mér, þegar ég fór í skólann í víkinni. Við gengum
á skíðum. En frændi átti það til að vera fulldjarfur, nálgaðist
að vera ofurhugi. Ég hef hins vegar alltaf verið ragur og
athugull, ekki viljað taka áhættu. Jónasi fannst ég raggeit
hin mesta, og stamaði þá meira en venja hans var, er hann
útmálaði það með sínum hætti. Mér var alveg sama. Ég er
nefnilega svo frábærlega stífur og þver, og verð það sjálfsagt
til æviloka.
Komið var undir vor. Við gengum vestur yfír Miklavatn
og stefndum á Neðra-Haganes. Vatnið var að vísu ísi lagt
enn, en ísinn gekk í bylgjum undir okkur. Tók ég þá að
gerast hræddur, og sagði Jónasi að hann hefði ekki átt að
leggja á vatnið eins og það var. Hann hélt, að það væri í lagi.
Og með því að fara eins og fugl flygi yfir vatnið ísi lagt,
tókst okkur þetta. Hér skall heldur betur hurð nærri hælum.
Daginn eftir var ísinn tekinn að lóna frá löndunum og orðinn
eitt gatasigti.
Kirkjuferð að prestssetrinu Barði
A gamlársdag eða nýársdag, lögðum við, sem heima áttum
120 Heima er bezt