Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 26
lOOVlpa JM íf*í[ MÖUIf OUAfHAHTfWf FAaUTY k -xrMO SMOcðn CEHTÍA Hitaskjöldur Apollós 11. og toftbelgimir sem réttufarið qf og héidn því á ftoti eftir lendingana á sjónum við heimkomuna. I baksýn má sjá aðeins í íbúðargáminn sem geimfararnir dvöldu í sem sóttvamarkví eftir lendingu. kom í ljós að upptökunni sem til var hjá NASA, bandarísku geimferðastofnuninni, hafði óvart verið eytt í einhverjum hreinsunaraðgerðum mörgum árum seinna, en til allrar lukku hafði sendingin líka farið í gegnum geimferðastöð í Astralíu og þar fannst svo kópía sem notuð er í dag. Má því segja að þar hafi „hurð skollið nærri hælum“ varðandi myndaheimild um einn stærsta atburðinn í landakönnun mannkynsins. ÞegarNixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, ræddi við geimfarana í síma nokkru síðar, kvað hann það vera „langsögulegasta símtal sem nokkum tíma hefði farið fram úr Hvíta húsinu“. Reyndar mun Nixon karlinn hafa verið búinn að undirbúa langa ræðu sem hann hafði ætlað að lesa í símtalinu, en geimfarinn Frank Borman, sem var fulltrúi bandarísku geimferðastofnunarinnar í Hvíta húsinu á meðan á geimferð Appollós 11. stóð, fékk hann ofan af því á þeirri forsendu að tungllendingin væri í raun dánargjöf eða arfur frá John F. Kennedy, fyrrum forseta, sem hafði lýst því yfir 25. maí árið 1961, að Bandaríkin hefðu sett sér það markmið að koma manni “Eitt lítið skref... ” til tunglsins og ná honum ömgglega til jarðar aftur, fyrir lok þess áratugar. Lagði Borman áherslu á að þeim arfi bæri að sýna virðingu og mun Nixon hafa fallist á þær röksemdir, og var því stuttorður í símtali sínu við geimfarana. I svona áhættusamri framkvæmd, eins og tunglferðin var, þá var það ekki sjálfgefíð að hún heppnaðist að öllu leyti og það tækist að koma geimförunum heilum og lifandi til jarðar aftur. Sagt er að Nixon hafi haft sérstaka ræðu tilbúna fýrir þjóðina, sem grípa mátti til ef illa færi og tunglferðin misheppnaðist. Eitt fyrsta verk geimfaranna á tunglinu var að safna sýnum afjarðvegi þess og var þeim uppálagt að taka strax lítið sýnishom í poka sem settur var svo í sérstakan vasa á geimbúningnum, og var það gert til þess að tryggja það að eitthvert sýnishom væri með, ef svo færi einhverra hluta vegna að geimfaramir þyrftu að fara af tunglinu aftur í skyndingu. Seinna tók Aldrin svo kjamasýni með röri sem hann sló niður í yfírborðið með hamri, sem fluttur hafði verið með til tunglsins í þeim eina tilgangi. Má því kannski heimfæra fræg orð upp á hann og segja sem svo að aldrei hafi jafn lítill hamar verið fíuttur jafn langa og dýra leið til svo lítils hlutverks, sem þessi. Samtals munu þeir hafa safnað um 22 kílóum af tunglgrjóti í þessari fýrstu ferð til tunglsins, og áttu þau eftir að verða fleiri í síðari ferðum. Var gijótinu dreift til margra ríkja heims, og ef ég man rétt mun meira segja vera til einn slíkur hérá Iandi. Fána Bandaríkjanna stungu þeir líka niður á tunglinu, en settu hann niður 314 Heima erbezt Frœg mynd af áhöfn Appollós 11 Frá vinstri: Neil Armstrong, Michael Collins ogEdwin Aldrin. ~ Fréttin um tungllendinguna 21. júlí 1969, ftór sem eldur í sinu um alla heimsbyggðina og var forsíðuefni flestra ef ekki allra fjölmiðla þess tíma. Aforsíðu dagblaðsins Washington post, sem stúlkan heldur á, stendur: „ Örninn er lentur Tveir menn ganga um á tunglinu. heldur nálægt ferjunni, því það sáu þeir síðast til hans í flugtakinu til baka að hann fauk um koll í blæstrinum frá henni, og stóð hann því stutt á hinni nýju jörð. Þegar svo kom að því að yfírgefa tunglið aftur þá hentu geimfararnir bakpokum tunglgöngubúninga sinna, tunglskónum, einni myndavél og ýmsum öðrum tækjum út úr ferjunni og niður á tunglið til að létta hana fýrir flugtakið. Má því segja að mannkynið hafí verið sjálfu sér nokkuð samkvæmt með því að byrja á að henda rusli allt um kring á þessum nýja landnámsstað sínum. Það atvik henti þegar geimfaramir voru að brölta um borð í ferjunni að Aldrin rak sig óvart í rofa sem notaður var til að ræsa hreyfíl ferjunnar fýrir flugtakið, og braut hann. Olli þetta mönnum talsverðum áhyggjum í íýrstu og var óttast að þeir væru jafnvel þar með strandaðir á tunglinu. Svo fór þó ekki, því tússpenni nokkur sem með var í för, reyndist nothæfur til þess að kveikja á rofanum. Reyndar segja menn að þó svo að það hefði ekki gengið, þá hefði verið möguleiki á að endurtengja rofann þannig að ræsa mætti maskínuna. Ferjan tókst á loft og tengdist svo aftur aðal geimfarinu, sem svifíð hafði í kringum tunglið á meðan, með þriðja geimfarann um borð, Michael Collins. Ferjan var svo losuð frá og fór hún í umferðarbraut um tunglið og mun hafa brotlent á því einhverjum mánuðum síðar. 24. júlí lenti svo geimfarið heilu og höldnu í Kyrrahafinu og var tekið á móti geimförunum með mikilli viðhöfn. Þeir þurftu þó að fara í einangrun í 21 dag, þar til öruggt þótti að þeir hefðu ekki flutt með sér einhverja óþekkta sýkla frá tunglinu. 13. ágúst losnuðu þeir svo úr þeirri bið og almenningur átti þess kost að fagna þeim með miklum skrúðgöngum og hátíðarhöldum í New York, Chicago og Los Angeles, öllum á sama deginum. Þáverandi forseti íslands, dr. Kristján Eldjám, flutti ávarp í útvarpið, og sagði m.a.: „Það era mikil gleðitíðindi að geim- fararnir þrír eru nú komnir heilu og höldnu til jarðarinnar aftur, eftir furðulegustu ævintýraferð, sem menn hafa nokkm sinni farið. Öll þekkingin, sem áunnist hefur við tunglferðina og mánagönguna, hefði verið of dýra verði keypt fýrir líf þeirra. Nú geta allir glaðst af heilum huga yfír þessu dásamlega vísindaafreki. [...] Eftir að hafa horft á tunglfarana ganga um tunglið, fínnst manni að möguleikum vísindanna séu lítil takmörk sett. Það var áhrifamikil sjón, en þó fannst mér mest til um að vita og finna til þess að gjörvallt mannkynið skyldi með einum huga fýlgjast með þessum þremur jarðarbúum úti í himingeimnum, eins og gifta þeirra kæmi öllum við persónulega. Neitt þvílíkt hefur aldrei gerst í sögu mannkynsins og ég geri mér vonir um að það muni eiga sinn þátt í að opna augu manna í öllum löndum íýrir því, að jörðin er ein og mannkynið eitt og það verður að búa í friði við sjálft sig ef ekki á verr að fara en orð fá lýst. Sá væri ávinningurinn mestur, ef tunglferðin skerpti skilning jarðarbúa á þessu.“ A þessum árum var það siður á íslandi að sjónvarpið, sem þá var í ffumbemsku sinni hér á landi, hafði aðeins verið til í um 3 ár, færi í sumarfrí í júlímánuði og felldi niður útsendingar. í þetta sinn var það hlé rofið í tilefhi af þessum atburði og sýndi sjónvarpið ffá geimferðinni, heimkomu geimfaranna og fagnaðarlátunum í sérstakri dagskrá. Heima er bezt 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.