Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 45
sem setur endurminningar á blað kom ég hvergi nálægt slíku og þvílíku. Sei, sei, nei. Ég held satt að segja að Pétur sjómaður Pétursson sé sá eini sem játar slíkan ósóma upp á sig í endurminningum sínum „Einn í ólgusjó", sem ritaðar voru af Sveini Sæmundssyni. En þetta var nú útúrdúr en sannleikurinn er sá að vegna aldurs og fyrri starfa (réttara sagt lífemis) hafði ég ekki tilheyrandi áhuga. Ég kýs helst að fara þegar ég kemst í land á dagtíma. Ég hafði komið nokkrum sinnum til Willemstad þegar ég var að þvælast í Karíbahafmu á öðru skipi útgerðimar, Danalight, sem var í leigu hjá bandarísku fyrirtæki. Þá höfðum komið þangað með hrísgrjónafarma ífá Súrinam. Mig langar að skjóta hér inn í smásögu af einni fyrri heimsókn minni til Willemstad. Við höfðum komið þangað um hádegisbil með hrísgrjón og áttum ekki að byrja að losa fyrr en morguninn eftir. Ég hafði fengið 600 dollara hjá skippernum og ætlaði að versla í ifíhöfiiinni, sem er þama í Willemstad. Það var um 3ja kortera gangur upp á svæðið og lá leiðin meðifam mikilli bílaumferðargötu, fáfarinni af gangandi. Þegar ég svo kem á ákvörðunarstað og ætla að fara að borga það sem ég keypti, þá var ekkert veski. Það fyrsta sem mér datt í hug var að ég hefði hreinlega gleymt því um borð og flýtti mér þangað en ekkert veski var þar. Þrátt fyrir að komið væri kolniðamyrkur fór ég samt eina „bunu“ yfir gönguleiðina en án árangurs. I hádeginu daginn effir dreif ég mig svo eina ferð enn, en án nokkurs árangurs. Taldi ég nú veskið algerlega glatað. Við vorum nokkra daga að losa svo er það að mig minnir þriðju nóttina þá dreymir mig tvo góða kunningja mína, þá Þór Elísson hinn dugmikla og dáða fyrrverandi skipstjóra hjá Eimskipafélaginu, sem var skipstjóri minn á Stuðlafossi og Jón Vigfússon, ekki síðri dáðadreng og skipstjóra hjá sama fyrirtæki en sem lést fyrir nokkrum árum, langt um aldur fram, sárt saknað af öllum sem kynntust honum. Jóni hafði ég kynnst fyrst eitthvað að ráði er við sátum saman á fyrsta GMDSS námskeiðinu sem haldið var á Islandi, að mig minnir 1994. Þegar ég vaknaði kom það einhvem veginn yfir mig að fara nú eina ferð enn Lestun og losun í Willemstad. Lestunin á kaplinum. Oranjestadferjan. Þar vantaói skipstjóra. yfir svæðið, því það að dreyma þessa menn hlyti að vera fyrir góðu. Frí til ferðarinnar var auðfengið. Eins og ég sagði var lítil umferð gangandi fólks þama, en meðfram leiðinni vom svona trjábuskar. Allt í einu, á leiðinni uppeftir, minntist ég þess að á einum gatnamótunum hafði ég stoppað og dregið upp kort af borginni. Ég mundi eftir staðnum og viti menn, þegar ég kem á hann liggur ekki veskið svolítið inn í einum trjábuskanum. Allir peningar í og allt eins og átti að vera. Einhvem veginn hafði ég í fátinu, ekki munað eftir þessum stansi fyrr en eftir að ég lagði af stað í þetta skiptið. En eins og öll góð ævintýri þá endaði þetta vel. Ferðalok En, s.s., við vorum staddir í höfninni í Willemstad. Þegar lestunni var lokið vom teknir um borð 5 millimagnarar, sem settir em á kaplana með vissu millibili þegar verið er að leggja þá. Þessir magnarar, sem vom settir aftast í lestina, vom víst fokdýrir ef mig misminnir ekki, kostuðu upp undir 1 milljón danskra króna. Sett vom 4 færanleg loftkælitæki í lestina hjá þeim til að halda réttu hitastigi. Skipper Olsen lánaði okkur 3 farsíma en okkar virkuðu ekki þama. Maður keypti svo símakort sem kortanúmerið var stimplað inn í. Hann lánaði einnig útgerðinni eitt færanlegt loftkælitæki í brúna. Við höfðum loftkælingu í íbúðunum en til að fá enn betri kælingu í þær lokuðum við fyrir brúna og eldhúsið. Kokkurinn var búinn með tíman sinn og vildi ólmurheim. Hann hafði kynnst stúlku í Port Lisas og var yfir sig ástfanginn. Hann flaug svo heim frá Curacao. Skipstjórafrúin tók að sér „kokkanið“. Hjá þessari útgerð var nokkuð um það að kokkamir væm giftir skipstjórunum. Þær voru yfirleitt virkilega góðir kokkar. Á einu skipinu voru hjón sem voru búin að sigla hjá Folmer í ein 20 ár að mig minnir, á 3 skipum. Einu sinni var ég samtímis þeim í Píreus. Ég var þá á Danica Heima er bezt 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.