Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 39
Ólafur Ragnarsson Siglingar á suðrænum slóðum Mig langar að tala ykkur með í smáferð. Smáferð segi ég, en hún tók nú reyndar 5 mánuði. Það má segja að ferðin byrji á hádegi 9. júní árið 2000, þegar starfsmannastýra H. Folmer & co í Kaupmannahöfn hringir í mig og biður mig að fara sem stýrimaður á M/S Danica Red. Skipið væri á leið frá Pireus í Grikklandi til Rio de Janeiro í Brasilíu, eða Janúarárinnar, eins og ég las einhverstaðar að nafnið þýddi. Það mun stafa af því að portúgalskur landkönnuðu Gaspar de Lemos kom í janúar 1502 til þessa landsvæðis. Danica Red var sem sagt á leið þangað með tíu 20 feta gáma hlaðna vopnum. Þið getið ímyndað ykkur peningana sem liggja í þessu alheims vopnabraski. Aðeins 10 gáma alla þessa leið eða um 5600 sjómílna leið. Þunganum er ég búinn að gleyma. Atti ég að fara um borð í skipið á ytri höíninni í Gíbraltar, þar sem skipið átti að hafa viðkomu til olíutöku og áhafnaskiptingar því skipta átti um skipstjóra og stýrimann. Eldsnemma þann 14. júní lagði ég af stað með leigubíl frá Staft'anstorp, þar sem ég bjó, til Málmeyjar, þar sem ég tók lestina til Kastrupflugvallar. A flugvellinum hitti ég minn tilvonandi skipstjóra og góða vin, Gunnar Foged, sem ég hafði siglt með áður á sama skipi. Með honum var kona hans sem ætlaði að vera með okkur um tíma. Gunnar er einn afþessum gömlu smáskipa-skipperum, ■Z'íni-FfíR'l<auíL.- '7 Po'A n/vfí PfíSfí.SÉS SPA r/rS ’ soT E>/Jun sT ZcQ. > Ol) Vc / í>£pi, /ifí'/ CxA 1T /■£4. PiuIa/lz. s%o"/r s'ifiLenLLnn '3 V RctChfA A? a,j££) (Zc v/öZ. S s 7 h'. SÚAi'/rt l s - - j Síður úr dagbókarkompunni sem eftir er. Farmur í apríl 1999frá Swinoujscei (Póllandi) til Pasajes (Spáni). Þarna var áætlunin töluvert stif. sem kalla ekki allt ömmu sína og hafði marga ljöruna sopið. Siglt töluvert mikið til íslands og var rnikill íslandsvinur. Hafði verið skipper og meðeigandi hjá Juhl & Ehrhom útgerðinni í Esbjerg. Var um tíma t. d. með skipið Elisabeth Clipper, sem Samskip hafði um tíma á leigu. Gunnar, þetta mikla góðmenni, hafði lent í því nokkmm ámm áður sem skipper á einu af Clipperskipunum, að fá um borð laumufarþega. Stýrimaðurinn, heljar beljaki, sem allir vom hræddir við og Gunnar líka, enda alger andstæða að burðum og skapferli, tók sig til eina nóttina þegar Gunnar svaf og fleygði laumufarþeganum fyrir borð og þar þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Út af þessu spannst náttúrlega mála- rekstur og í fyrstu umferð var stýrimaðurinn dæmdur í 3ja mánaða fangelsi. Þá varð allt vitlaust í Danmörku yfir dóminum, sem gefúr að skilja. Taka átti svo málið upp aftur, en þá fann sfyrimaðurinn sér góðan spotta og sterkan krók, já, og svo fór sem fór. Gunnar missti réttindin og hlaut einhveija sekt. Svona em nú sjólögin hörð hvað ábyrgð skipstjórans varðar. Þó svo að það sé alltaf verið að mjatla valdið yfír á skrifstofúmar sem fyrirskipa hitt og þetta en bera svo enga ábyrgð ef illa fer. Eg lenti í að vera sfyrimaður á því skipi sem hann kom fyrst á eftir þetta allt saman en það var einmitt Danica Red. En hann gat ekki hugsað sér að halda áfram hjá sinni fyrrverandi útgerð svo hann seldi hlut sinn í henni og kom yfír til H. Folmer. En þetta var nú útúrdúr. Við flugum svo með þotu Svissair til Ziirich. Skiptum þar um vél og flugum Heima er bezt 327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.