Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 51

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 51
í fullu fjöri, það ber öllum saman um, er báða þekktu. Þeir kunnu tökin á hestum sínum, skildu skaplyndi gæðinganna og hvorugur þeirra skammaðist sin fyrir sopann. Hestavísur þeirra eru tvímælalaust jafnbestar. Þar er ekki um víxl að ræða, alltaf leikið á hreinum kostum. Hjá þeim er léttur hrynjandi í hverju spori. En vitanlega hafa fleiri kveðið góðar vísur, eins og ég mun siðar færa nokkum sann fyrir, enda er sitthvað að yrkja eina og eina vísu góða. Páll og Jón ortu hvor í sínu lagi, mesta fjölda af hestavísum, einkum þó Páll, og undantekningarlaust góðar, eins og þið munuð bráðum komast að raun um. Eins og gefur að skilja, er sama efnið í mörgum hestavísunum, þó að kveðnar séu unr ýmsa hesta víðsvegar á landinu og á ýmsum tímum. Þó eru vísumar næsta ólíkar, sumar að minnsta kosti, þó að þær hafi eiginlega það sama að segja. I því liggur listin, að hagyrðingamir segja frá því sama, hver á sína vísu. Þó að þeir séu t. d. að segja frá skörpum skeiðspretti, og einmitt það er efnið í öllum íjöldanum af hestavísunum, þá syngur þar hver með sínu nefi, og lýsir sínum hesti og því yndi, er hann hefir af honum. Þess vegna verða vísumar ólíkar. - Ég skal skýra þetta betur með nokkrum vísum hér á eftir. Mörgum reiðmanninum hefir þótt það yndi í góðu veðri að kveldlagi, þegar logar í götunni þar sem gæðingurinn þrumar á skeiðinu, enda er þess oft getið í hestavísunum. Og nú skuluð þið taka eftir hvemig hagyrðingunum tekst að sérkenna þetta út af fyrir sig, svo að vísurnar verða þó hver annarri ólík. Jón á Þingeyrum kveður svo: Veikir tál, þá létt er loft, leikur þjálum fœti, kveikir bál á undan oft, eykur sálar kæti. Páll Olafsson kveður svo um Bleik sinn: Eykur Bleikur sprett á sprett, spyrnir við af afli, um harðar urðir líður létt, logar á hverjum skafli. Og um Gránu, reiðhross ágætt, kveður Páll líka: Hleypur geyst á allt hvað er, undur reist aðframan. Þjóta’upp neistar þar og hér; - þetta veistu ’að er gaman. Stefán Vagnsson, ungur bóndi á Flugumýri í Skagafirði, kveður svo: Þykir heldur harðsnúinn, hrœðist keldu ’ ei neina. Þegar kveldar, klárinn minn kveikir eld við steina. Og annar bóndi í Skagafirði, Sigtryggur Jóhannesson í Framnesi, kveður svo um hest, er Reykur heitir og kunningi hans á: Hestinn Reyk ég röskan tel, reiðar smeykur ei við él. Blakkur kveikir bál á mel; ber sig feykilega vel. Allar þessar vísur segja eiginlega það sama, þó em þær næsta ólíkar. Þrjár af þeim eru hringhendur, og þó er hreimurinn langt frá því að vera hinn sami. Svona geta þeir leikið sér, sem mál og rím hafa á valdi sínu. íslenskan er þeim eftirlát, sem kunna með hana að fara. Þeim, sem tökin kunna á henni, verður sjaldnast orðfátt. Þá þykja það oftast nær framtaksgóðir hestar og viðbragðssnarpir, sem skyrpa skeifunum undan sér, þegar þeir rjúka á sprettinn, og gleymist hagyrðingunum ekki að segja frá því. Jón Pétursson, bóndi á Nautabúi í Skagafirði, kveður svo um reiðhryssu sina, er ágæt þótti: Skjóna fœtur fima ber, frónið tætir harða; skóna lætur lausa’ af sér, Ijónið mæta gjarða. Og annar Skagfirðingur, Ólafur í Húsey, grípur líka til hringhendunnar, þó að hann sleppi að frumlykla hana. Hann kveður svo: Skurkar á söndum, skjaldan seinn, skeifna-bönd vill losa, mín þótt höndin hafi' ei neinn harðan vönd á Rosa. Ólafur þessi var hestamaður góður, átti kyn gott og ól upp marga gæðinga. Hann gaf hestum sínum nöfn eftir því, hvernig viðraði þegar þeir fæddust. T. d. Rosi þessi var kastaður í rosaveðri. Ekki verða hagyrðingarnir í vandræðum, þegar þeir lýsa fallegum skeiðspretti. Og þó að okkur finnist í fljótu bragði, að fallegur skeiðsprettur sé aðeins fallegur skeiðsprettur, þá er þó dálítið ólíkt, hvernig þeir koma orðum að því. Jakob Frímannsson frá Torfalæk í Húnaþingi, dáinn fyrir nokkrum árum á Vífilsstaðahælinu, kveður svo: Herti Kuldi hófaslátt. - Héðins- buldi ’ í -eiði. Grjótið muldi’ hann gríðarsmátt, götuna þuldi’á skeiði. Páll Ólafsson kvað svo um Bleik sinn: Kastaði grjótifótum frá, fjölga tóku sprettir; Heima er bezt 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.