Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 4
Agætu lesendur. I júní-hefti þessa árs, birtum við fróðlega grein eftir Asmund Olafsson, um fyrsta traktorinn á Islandi, Akraness-traktorinn, sem í ágúst árið 1918, með vélarhljóði sínu, „rauf þögnina löngu í sveitum landsins, sem ríkt hafði frá því sögur hófust,“ eins og segir orðrétt í grein Asmundar. Og fyrsti íslenski traktorinn er kominn með bensínvél, og má segja að gufuvélin hafi alveg sleppt því að koma við í þeirri grein íslensks landbúnaðar. En bensíndrifni traktorinn hafði ekki bara „stokkið“ si svona inn á sjónarsviðið, þar hafði þróunin tekið sinn tíma og þroska eins og í öllu öðru. Með tilkomu traktorsins í landbúnaði má segja að hlutverk hestanna sem dráttar- og burðarklára fari ört minnkandi þar til vélamar höfðu alveg yfirtekið það svið þeirra. Og má það því ekki síður heita mikil framför í lífskjörum hestanna. Sjálfsagt hefur það tekið einhvem tíma fyrir íslenska bændur ekki síður en þá erlendu, að átta sig á og kannski viðurkenna, að fyrstu traktoramir tækju hestunum fram. í kringum 1920 gerði bandarískt fyrirtæki könnun á meðal bænda um kostnað þeirra við búreksturinn og hvað hann hefði breyst við það að þeir keyptu sér traktor. Hugmyndin hefur sjálfsagt verið sú að fá tölur og rök frá bændunum sjálfum til þess að nota við sölu traktoranna. Þar var spurt um verðið á traktomum og kostnað við rekstur hans, svo sem eldsneyti, smurolíu, viðgerðir, afskriftir og vexti vegna ijárfestingarinnar, og svo hins vegar kostnað I við að eiga og fóðra hesta. Traktomum var talið til góða spamaður í mannahaldi, kostnaður við hestahald, og virði hans við að drífa önnur tæki með reimum. Niðurstaða könnunarinnar varð sú að kostnaðurinn við rekstur búanna var að meðaltali 1.447 dollurum lægri á ári, eftir að traktorinn kom til sögunnar, miðað við þann kost að hestar væm notaðir eingöngu. Og meira að segja mun einn bóndinn hafa talið sig hafa sparað 3.868 dollara með því að fá sér traktor. Tölur þeirra sem svöruðu könnuninni sýndu að traktorinn sparaði að meðaltali 4,7 hesta við búreksturinn. Tveir bændanna höfðu meira að segja hætt alveg að nota hesta við bústörfin. Kostnaður við að halda hest var almennt talinn 277 dollarar á ári. Vinnuafl sem sparaðist var sagt 553 dollarar, gegn því að rekstrarkostnaður traktorsins með öllu talið, mun hafa verið 475 dollarar að meðaltali, sem þar með sýndi sig að vera lægri en kostnaðurinn við mannaflið. Ekki er víst að þessi skemmti- lega könnun hefði átt alfarið við á Islandi, þama hefúr t.d. íjárbúskapur sjálfsagt verið minni og kannski enginn, og þar af leiðandi ekki neinir afréttir og smalanir heiðalanda, sem eitt og sér hefði gert íslenskum bændum illt eða ómögulegt að hætta notkun hestanna. En auðvitað er nokkuð klárt að þama kemur strax í ljós hagræðingin sem vélarnar færðu mannkyni, og sé horft til landbúnaðarins eins og sér, hafa þær leitt til þess að mörg bú má í dag reka með næsta ótrúlega litlum mannafla. En allt hófst þetta náttúrlega með iðnbyltingunni, sem segja má að hafi orðið til þess að landbúnaðurinn hóf að vélvæðast, líkt að aðrar atvinnugreinar. Og varð þessi þróun einna fyrst til í Bretlandi í formi gufuvélarinnar. Svo snemma sem á þriðja áratug 19. aldarinnar vom breskir bændur famir að nota litlar gufuvélar, sem ýmist vom á hjólum eða skíðum. En þar sem þær gátu ekki drifið sig áfram af eigin afli, þá þurfti hesta til að draga þær á þá staði þar sem bændur ætluðu að nota þær til að snúa öðmm tækjum með reimum. Reimar vom tengdar frá reimarhjóli gufúvélarinnar og yfir á hjól annars tækis, svo sem þreski-, sögunar- eða mölunarvélar, sem þurftu utan að komandi afl til að snúast. Hestamir fengu svo meira frí þegar menn fóm að framleiða gufuvélamar með drifhjólum, eða svokölluðu „tractor drive“, og þaðan kemur svo enska orðið „tractor“ sem á íslensku verður „traktor“, öðm nafni dráttarvél. Til era þeir sem hafa nokkurt hom í síðu orðsins traktor, og vilja að menn noti alfarið orðið dráttarvél yfir þessa tegund vinnuvéla. Þessir hafa nokkuð til síns máls, en orðið traktor hefur orðið nokkuð langa hefð í málinu, og er að mörgu leyti þjálla í meðferð en dráttarvél. Einhvern tíma sá ég að orðið „dragi“ gæti verið nokkurs konar stytting á „dráttarvélinni“, í þeim skilningi að það þýddi það sama, en ólíklegt er að það næði fótfestu, enda em vélarnar orðnar miklu meira en dráttartæki í dag, þó þær hafi kannski í fyrstu verið notaðar mest til þeirra hluta. Framhald á bls. 348 292 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.