Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 15
Paprika Örnólfur Thorlacius Paprika er notuð víða um heim í margs konar mat, sem krydd en einnig til að lífga upp á lit og áferð ýmissa rétta. Upprunajurtin, sem er á mörgum tungum jöfnum höndum kennd við kryddpipar og papriku, vex villt í hlýju og þurru loftslagi í Vesturheimi og var ræktuð þar sem nú er Mexíkó frá því fyrir allt að 10.000 árum. Uppistaða jarðræktar þar um slóðir var maís, en aldin paprikuplöntunnar voru notuð í krydd. Ekki verður tölu komið á öll þau afbrigði sem ræktuð eru af þessari tegund, Capsicum annuum, í hlýju eða tempruðu loftslagi í flestum hlutum heims, meðal annars í gróðurhúsum hérlendis. Þeim er oft skipt í eldpipar, með afar bragósterk aldin, og afbrigði með mildari aldinum, papriku. Ymis afbrigði eldpipars ganga undir heitum eins og spænskur pipar, chillipipar, rauðpipar, pimiento og cayennepipar. Aldinin eru mulin eða söxuð í einkar bragðmikið, svíðandi krydd. Mun mildari kryddkeimur er svo af aldinum þeirra afbrigða sem kennd eru við papriku. Uppistaða þessa kjarnmikla bragðs er í öllum afbrigðunum efni sem kallað er kapsikín. Það er í hreinu form gul leðja og leysist vel í vínanda eða olium en blandast treglega vatni. Kapsikín veldur afar beisku, sviðandi bragði. Borið á húð kallar það fram roða, eða blöðrur við langvarandi snertingu. Papriku- og eldpiparjurtin er af náttskuggaætt, Solanaceae, en ílestar plöntur ættarinnar eru upprunnar í Vesturheimi og bárust margar þaðan til Gamla heimsins með landvinninga- mönnum. Frægust þessara tegunda og eflaust nytsömust er kartöflugrasið, en óþörfust tóbaksplantan. Auk þess má nefna tómatplöntuna, og náttskuggann, Atropa belladonna, sem ættin er við kennd, eiturjurt sem óx raunar í Gamla heiminum fyrir daga Kólunibusar og nýttist þar bæði græðurum og glæpa- mönnum. Tveir rómverskir keisarar og Makbeð, síðar Skotakonungur, losuðu sig við erfiðar eiginkonur með eitri úr berjum og laufum þessarar plöntu. Oþroskuð paprikualdin eru græn, en flest verða rauð við þroskun. Önnur afbrigði taka á sig gulan eða brúnan lit. Auk þess sem paprika gefur marg- víslegum réttum bragð, er hún líka notuð til að lita mat og gera hann þannig girnilegan. Utlit margra matvæla, sem á umbúðum eru sögð „náttúrlega lituð“, verður rakið til papriku af einhverju tagi. Mönnum ber ekki saman um uppruna orðsins „paprika“. Sumir telja það tengjast goði meðal hindúa, Rysh Paprike, en aðrir sjá í því afbökun úr serbnesku orði,paprena, sem útleggst „kryddaður“. Eftir margra alda baráttu við skyrbjúg, sem einkum lagðist á þá sem lengi lifðu á skrínukosti, svo sem sjómenn á langsiglingum, áttuðu menn sig á því að verjast mátti veikinni eða lækna sjúka með ferskum ávöxtum eða öðru nýmeti. Efnafræðileg samsetning virka efnis- ins, C-vítamíns, vafðist lengi fyrir fræð- imönnum, þar til ungverskur lífeðlis- fræðingur, Albert Szent-Györgyi de Nagyrápolt, ákvarðaði formúlu þess árið 1933. Það reyndist vera lífræn sýra, askorbínsýra, acidum ascorbicum, sem bókstaflega þýðir „and-skyrbjúgssýra“. Og hráefnið, sem Szent-Györgyi sótti þetta nýja vítamín í, var paprika, enda er í hverju grammi af henni um tvöfalt meira af askorbínsýru en í appelsínum eða sítrónum, sem verið hafa bitrasta vopnið í baráttunni við skyrbjúginn. Heima er bezt 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.