Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Page 15

Heima er bezt - 01.08.2009, Page 15
Paprika Örnólfur Thorlacius Paprika er notuð víða um heim í margs konar mat, sem krydd en einnig til að lífga upp á lit og áferð ýmissa rétta. Upprunajurtin, sem er á mörgum tungum jöfnum höndum kennd við kryddpipar og papriku, vex villt í hlýju og þurru loftslagi í Vesturheimi og var ræktuð þar sem nú er Mexíkó frá því fyrir allt að 10.000 árum. Uppistaða jarðræktar þar um slóðir var maís, en aldin paprikuplöntunnar voru notuð í krydd. Ekki verður tölu komið á öll þau afbrigði sem ræktuð eru af þessari tegund, Capsicum annuum, í hlýju eða tempruðu loftslagi í flestum hlutum heims, meðal annars í gróðurhúsum hérlendis. Þeim er oft skipt í eldpipar, með afar bragósterk aldin, og afbrigði með mildari aldinum, papriku. Ymis afbrigði eldpipars ganga undir heitum eins og spænskur pipar, chillipipar, rauðpipar, pimiento og cayennepipar. Aldinin eru mulin eða söxuð í einkar bragðmikið, svíðandi krydd. Mun mildari kryddkeimur er svo af aldinum þeirra afbrigða sem kennd eru við papriku. Uppistaða þessa kjarnmikla bragðs er í öllum afbrigðunum efni sem kallað er kapsikín. Það er í hreinu form gul leðja og leysist vel í vínanda eða olium en blandast treglega vatni. Kapsikín veldur afar beisku, sviðandi bragði. Borið á húð kallar það fram roða, eða blöðrur við langvarandi snertingu. Papriku- og eldpiparjurtin er af náttskuggaætt, Solanaceae, en ílestar plöntur ættarinnar eru upprunnar í Vesturheimi og bárust margar þaðan til Gamla heimsins með landvinninga- mönnum. Frægust þessara tegunda og eflaust nytsömust er kartöflugrasið, en óþörfust tóbaksplantan. Auk þess má nefna tómatplöntuna, og náttskuggann, Atropa belladonna, sem ættin er við kennd, eiturjurt sem óx raunar í Gamla heiminum fyrir daga Kólunibusar og nýttist þar bæði græðurum og glæpa- mönnum. Tveir rómverskir keisarar og Makbeð, síðar Skotakonungur, losuðu sig við erfiðar eiginkonur með eitri úr berjum og laufum þessarar plöntu. Oþroskuð paprikualdin eru græn, en flest verða rauð við þroskun. Önnur afbrigði taka á sig gulan eða brúnan lit. Auk þess sem paprika gefur marg- víslegum réttum bragð, er hún líka notuð til að lita mat og gera hann þannig girnilegan. Utlit margra matvæla, sem á umbúðum eru sögð „náttúrlega lituð“, verður rakið til papriku af einhverju tagi. Mönnum ber ekki saman um uppruna orðsins „paprika“. Sumir telja það tengjast goði meðal hindúa, Rysh Paprike, en aðrir sjá í því afbökun úr serbnesku orði,paprena, sem útleggst „kryddaður“. Eftir margra alda baráttu við skyrbjúg, sem einkum lagðist á þá sem lengi lifðu á skrínukosti, svo sem sjómenn á langsiglingum, áttuðu menn sig á því að verjast mátti veikinni eða lækna sjúka með ferskum ávöxtum eða öðru nýmeti. Efnafræðileg samsetning virka efnis- ins, C-vítamíns, vafðist lengi fyrir fræð- imönnum, þar til ungverskur lífeðlis- fræðingur, Albert Szent-Györgyi de Nagyrápolt, ákvarðaði formúlu þess árið 1933. Það reyndist vera lífræn sýra, askorbínsýra, acidum ascorbicum, sem bókstaflega þýðir „and-skyrbjúgssýra“. Og hráefnið, sem Szent-Györgyi sótti þetta nýja vítamín í, var paprika, enda er í hverju grammi af henni um tvöfalt meira af askorbínsýru en í appelsínum eða sítrónum, sem verið hafa bitrasta vopnið í baráttunni við skyrbjúginn. Heima er bezt 303

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.