Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 23
Götumyndfrá Halifax um og eftir 1900. Annar maðurinn, sem íylgdi okkur þangað, fór undireins burtu, en hinn, Fjölskylda innflytjenda í New sem víst var húsráðandinn, York 1889. var kyrr. Eg sofnaði fljótt, en vaknaði strax aftur við það að þrír vel búnir menn komu inn í herbergið. Þeir töluðu nokkra stund við húsráðandann (sem við héldum að væri), og alltaf á meðan voru þeir að skrifa í vasabækur, sem þeir héldu á. Svo fóru þeir að tala við afa minn, sem ásamt ömmu minni var nú risinn á fætur aftur. Afi minn var ekki lengi að ná í Halldórsbókina, sem þessir þrímenningar skoðuðu mjög nákvæmlega. Svo fóm þeir að mæla hæð afa míns, og breiddina á herðum hans; þeir þreifuðu á vöðvunum á handleggjunum á honum, og föt hans og skó yfirveguðu þeir með mestu nærgætni. Og alltaf skrifuðu þeir í vasabækumar, og alltaf vom þeir að tala á meðan. Ekki vom þeir eins nærgöngulir við ömmu mína, en þó var það auðséð, að þeir veittu henni mjög mikla eftirtekt. Allt í einu gættu þeir að mér. Þeir skoðuðu mig í krók og kring, og klöppuðu á kollinn á mér, og einn þeirra gaf mér stórt epli. Svo tóku þeir upp nokkra silfurpeninga og gáfú afa mínum, sem ekki var farið að lítast á þetta kynlega háttalag í mönnunum. Svo fóm þessir menn, eftir að þeir höfðu hneigt sig fyrir ömmu minni, og tekið í hönd afa míns. Og það var áreiðanlegt, að einn þeirra var að skrifa í vasabókina, á meðan hann var að ganga út úr herberginu. „Þetta em merkilegir menn“, sagði afi minn, þegar mennimir voru famir; „en hvað heldurðu að þetta hafí átt að þýða?“ „Ég veit það ekki“, sagði amma mín. „Heldurðu að þeir hafi verið að gera það að gamni sínu?“ sagði afi minn. „Ég veit það ekki“, sagði amma mín. „Þeir hafa þó aldrei verið brjálaðir, mennimir?“ sagði afi minn. ,.Ég veit það ekki“, sagði amma mín. Morguninn eftir vomm við flutt í luktum vagni á veitingahús inni í borginni, og urðum þess þá vör um leið, að húsið, sem við höfðum gist í um nóttina, stóð í útjaðri borgarinnar. Við fengum síðar að vita, að stjómin í Nýja Skotlandi borgaði fæði og húsnæði fýrir okkur á þessu veitingahúsi, en undarlegt þótti afa mínum þó, að húsráðandinn skyldi aldrei fara ffam á borgun við sig. Við fengum þar herbergi út af fyrir okkur á þriðja lofti. Glugginn á herberginu vissi að strætinu; og við þann glugga sat amma mín dag eftir dag, til að vita hvort hún sæi ekki neinn í íslenskum búningi. Afa mínum fór brátt að þykja það mjög kynlegt, að við skyldum vera látin vera þama umtalslaust, og enn undarlegra, að enginn Islendingur skyldi koma þangað. Hann hafði þó staðið í þeirri meiningu, þegar hann fór frá Islandi, að íslenskur umboðsmaður (agent) tæki á móti þeim Islendingum, sem til Halifax kæmu. Með hjálp Halldórsbókarinnar gerði afi minn veitingamanninum það skiljanlegt, að hann vildi finna hinn íslenska umboðsmann stjómarinnar, og með hjálp Halldórsbókarinnar lét veitingamaðurinn afa minn skilja, að hann þyrfti að bíða í sjö daga. En svo liðu sjö dagar og ekki kom umboðsmaðurinn eða nokkur annar íslendingur. Og þannig leið áttundi dagurinn og hinn níundi. Og veitingamaðurinn sagði alltaf gegn um Halldórsbókina: „Bíð þú“. Og afí minn beið, því hvað gat hann annaó gert en að bíða? Svo kom tíundi dagurinn, sem við höfðum beðið þama; þá um hádegið sagði amma mín, sem alltaf sat við gluggann: „Þama fer áreiðanlega Islendingur yfir strætið og stefnir hingað“. Afi minn leit út um gluggann og sagðist engan Islending geta kennt þar á strætinu. En eftir fáeinar mínútur var komið með mann inn til okkar, mann, sem sagði þá um leið og hann kom inn um dymar: „Komið þið blessuð og sæl!“ Ég get ekki lýst fögnuði okkar yfir því, að sjá Islending og heyra okkur ávörpuð á móðurmáli okkar. Hvílík fagnaðarstund! Þessi maður var einn af þeim liðugt tuttugu íslensku bændum, sem tekið höfðu sér bólfestu í hinni svokölluðu „Mooselandsnýlendu“, sem stofnuð var þá um haustið. Hann kvaðst eiga að fýlgja okkur til nýlendunnar, og sagði að íslenski umboðsmaðurinn kæmi til að finna afa minn þá um daginn. Svo kom umboðsmaðurinn síðar um daginn; hann hafði ekki verið í borginni, þegar við komum - var nýkominn úr löngu ferðalagi, eða svo sagði hann. Hann fór með okkur heim í hús sitt um kvöldið, og spilaði fyrir okkur á orgel; hann sagðist spila fyrir alla, sem ætluðu að taka sér bólfestu í Mooselandi. Hann sagði líka, að þessi lög, sem hann spilaði fyrir landnámsmennina, væru öll eftir hinn heimsfræga Mozart, því engin önnur lög væru boðleg þeim mönnum, sem ætluðu til þessa makalausa Mooselands. Þannig vorum við spiluð, með tónum hins mikla Mozarts, inn í frumskógana í Nýja Skotlandi. Svo lögðum við af stað til nýlendunnar, sem var fimmtíu mílur enskar frá Halifax; og þegar við loksins komum þangað, vom tíu vikur liðnar frá því við fórum frá Seyðisfirði. Heimild: Vestan um haf, 1930. EinarH. Kvaran og Guðm. Finnbogason. Heima er bezt 311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.