Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 88
höllinni og það gæti hún aðeins með því að giftast einhverjum
biðlanna og senda hina burt. Lét hún það boð út ganga að
hún mundi tilkynna ákvörðun sína hinn næsta dag.
Morguninn eftir að Odysseifur kom í höllina í dulargervi,
kom Penelópe á vettvang og kvaðst hafa tekið ákvörðun
um að eiga þann biðil sem spennt gæti boga Odysseifs og
skotið í mark af sömu nákvæmni og hann. Var þrautin sú
að skjóta gegnum auga á tólf axarblöðum sem stillt var
upp hverju aftur af öðru og gengu biðlamir að þessum
skilmálum.
Hinir áleitnu biðlar tóku nú að reyna sig á boga Odysseifs,
en þá kom í ljós að enginn þeirra megnaði að draga hann
upp. Þegar þar var komið, gekk betlarinn fram og bað um að
hann fengi líka að reyna. Það þótti biðlunum harla ósvífíð,
en Penelópe mælti þá að það væri kurteisi við gestinn að
hann fengi sama tækifæri og þeir, enda harla ótrúlegt að
hann hefði burði til að vinna sig fyrir eiginkonu. Biðlarnir
hlógu hæðnislega, þegar tötramaðurinn greip bogann. En
sá hlátur hljóðnaði, er í ljós kom að hann spennti hann
léttilega, lagði ör á streng og skaut af öryggi gegnum öll
augun á öxunum tólf. Og í næstu andrá greip hann aðra ör,
lagði á streng og mælti:
„Og nú ætla ég að reyna að hitta í mark sem ekki hefur
verið skotið að áður.“
Með þeim orðum skaut hann á háls þess höfðingja sem hvað
verst hafði hegðað sér og féll sá þegar dauður niður.
Við þennan atburð ærðust biðlarnir og hugðust grípa
til boga sinna og spjóta. En þá gripu þeir í tómt, því að
Odysseifur og Telemakkos höfðu fjarlægt öll vopnin kvöldið
áður. Þeir hugrökkustu réðust þá að tötrakarlinum með
bragðnum sverðum, en í sömu svifum kastað betlarinn
af sér gervi sínu og kunngjörði með hárri raust að hann
væri Odysseifúr. Biðlamir hnigu niður hver af öðram fyrir
bogaskotum hans og brátt barst honum liðsauki, þar sem
Telemakkos og tveir trúir hjálparmenn komu honum til
aðstoðar. Leið þá ekki á löngu áður en allir biðlamir lágu
í valnum. Hina léttúðugu og ósvífnu þemur urðu líka að
gjalda fyrir skammarleg framferði sitt, því að þær vora
fangaðar og festar upp úti fyrir höllinni og dingluðu þar brátt
eins og fuglar í snöru. Einnig varð hinn ósvífni geitahirðir
að gjalda með lífí sínu.
Að öllum þessum stórræðum loknum stóð Odysseifúr loks
á ný sem herra í húsi sínu. Hann lét draga hina dauðu út,
þvo salinn og hreinsa með brennisteini hátt og lágt. Síðan
lét hann senda til Penelópe og segja henni að eiginmaður
hennar væri kominn heim eftir tuttugu ára ijarvera. Hún
þorði varla að trúa eigin eyram, en þegar hún hafði sannreynt
að tötramaðurinn hefði verið sjálfur Odysseifúr, fylltist sál
hennar óumræðilegri gleði og fögnuði. Má nærri geta að
endurfundir hjónanna hafí verið hjartanlegir eftir öll þessi
ár og allt sem á undan var gengið.
Þar með endar svo ævintýrið um hinn þrautreynda Odysseif
íþökukonung og hina trúu og tryggu Penelópe, drottningu
núaftu
^áanlegar
00
Möppumar utan um Heima er bezt
geyma blaðið í handhægu formi.
Hver mappa tekur einn árgang.
HEIMA ER
Pöntunarsími: 553-8200
Netfang: heimaerbezt@simnet.is
376 Heima er bezt