Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 34
ritstjóra, voru svo sem engir kotungar í ríki andans, frekar en hinir norsku sessunautar Sigríðar í Kristjaníu. Gaman er að láta þess getið, að í bréfí þessu segir Sigríður m. a.: „Hér frétti ég til Fœreyings og unnustu hans, Guðnýjar Eiríksdóttir, ogfekk ég kunningjafólk mitt til að bjóða þeim. Þau gera sínum eyjum hinn mesta sóma, bœði falleg og kurteys oggáfuð, og komafram eins og real lady + genterman. Allir eru svo hrifnir af þeim í skólanum þar sem þau eru, og sem þeim kynnast og þótti mér það svo skemmtilegt að heyra “. Færeyingur sá, sem hér um ræðir er enginn annar en Jóannes Patursson, kóngsbóndi í Kirkjubæ og helsta sjálfstæðishetja Færeyinga, en hann var sem kunnugt er kvæntur íslenskri konu, sem þama er að góðu getið. Silfursalan, sem íyrr er nefnd, hefur vafalaust átt að verða skólanum til framdráttar. En hún átti eftir að draga á eftir sér nokkum slóða. Þótt Kvennaskólinn í Vinaminni, hafi aðeins starfað einn vetur, var hlutverki hússins í fræðslumálum bæjarins ekki þar með lokið, því árið 1904 tók Iðnskólinn þar til starfa og ári síðar Verslunarskólinn. Einn af íbúum hússins um aldamótin, var Asgrímur Jónsson, og hélt hann þar málverkasýningu. Eftirmál silfursölunnar Sigríður lagði á sig ómælt erfíði í þágu skólans, m. a. ferðalög beggja vegna Atlantshafs þótt aldur hennar væri þá orðinn nokkuð hár og slík ferðalög öllu átakameiri en nú á dögum. Arið 1910 birtist í tvennu lagi grein eftir Sigríði í Isafold. Kom fyrri hlutinn í blaðinu þann 22. janúar en síðari hlutinn hinn 2. febrúar. Greinin er skrifúð í Vinaminni 15. nóvember 1909. Hljóðar hún svo: „Ekki alls fyrir löngu tók ég mig til að tœma kassa sem fluttir höfðu verið úr húsi okkar í „Bateman Street“, í Cambridge þarsem við höfðum búiðyfir 33 ár, og í hús það er við búum nú í-Sunnyside 91, Tenison Road. Kassar þessir voru fullir afblaða- og bréfarusli, sem safnast hafði þar árum saman, eins og gjörist víst hjá flestum, sem mikil ritstörfhafa á hendi. Meðal annars kem ég þar niður á gamlar „ Isafoldir “, fer að blaða í þeim - og verður mér einna fyrst litiðágrein, sem er með yfirskriftinni „Kvennaskólinn í Vinaminni" (14. nóv. 1896). Höfundur greinarinnar kallar sig Kvenmentunarvin, og er hún ætluð til ritstjóra Isafoldar, og er efnið að biðja hann - ritstjóra Isafoldar - að frœða sig og aöra um, hvað orðið hafi af samskotum, er ég hafi safnað og fengið á Englandi, í Svíþjóð og víðar, til eflingar mentun(ar) og menning(ar) kvenfólks hér á landi? Ennfremur segir hann, að hér hafi verið reist hátt hús, sem fyrst hafi verið sagt, að byggt hafi verið fyrir þessi útlendu samskot, og œtti að hafa fyrir kvennaskóla, og sé það satt, að húsið hafi verið reist fyrir samskotaféð, handa hérlendu kvenþjóðinni, þá á hún húsið, en engin einstakur maður, og œtti hún því að hafa húsið og tekjurnar afþví. - Þá bendir höfundur á, að nú séþað forstöðunefndKvenfélagsins eðayfirvöld landsins, sem œttu að grennslast eftirþví, hve samskotaféð hafi verið mikið, og hvort húsið sé almennings eða einstaks manns eign. Ritstjóri kveðst ekki fœrari að leysa úr þessum spurningum, en spyrjandi sjálfur, það hafi, svo kunnugt sé, engar skýrslur verið birtar hér á landi, nokkurn tíma um þessi samskot, eða hagnýting þeirra. Það eitt, sem hann viti, sé, að kvennaskóli hafi verið haldinn hér (í Vinaminni) 1 vetur, jyrir mörgum árum (ekki voru þau nema 4), en síðan ekki söguna meir. Líklegtþyki honum, aðyfirvöld vor álíti málið sér óviðkomandi. En mjög virðist honum vel til fallið, að Kvenfélagið íslenzka skifii sér af því, eins og fyrirspyrjandi drepi á, og reyni t. d. að fá úrþví leyst í tœka tíð, hvort húsið sé heldur almennings eign eða einstakra manna. Grein þessa hafði ég aldrei séð, né heyrt fyrr en hún barst svona upp í hendur mér, því að ég var í Ameríku 1896, eins og ritstjóri vissi.fiarri Islendingum, og hafði því ekkert tœkifæri til að sjá ísl. blöð. Eg ætla því að svara í fáum orðum „forvitring" þessum, Kvenmentavinunum, þó seint sé. Það er þáfyrst - að ég hefi aldrei safnað eða tekið móti nokkrum samskotum á Englandi - í Svíþjóð - né nokkrum öðrum löndum, til eflingar menntun og menningu kvenfólks hér á landi. Vinaminni var ekki byggtfyrir samskot, heldurfyrir peninga, sem göfug oggóð vinkona mín gaf mér í minningu um Karólínu sál. systurdóttur mína, sem hún ann mjög. Hún tókþað fram í bréfi (sem ég hefi hér til sýnis, og löglegt eftirrit af), að það vœri gjöf til mín og gœti ég því varið peningum þessum, eins og ég vildi sjálf. Eg á húsið, en ekki almenningur, ég vann sjálf fýrir því, sem vantaði til að borga fyrir bygging hússins - vann mér það inn með fýrirlestrum. Atti ég ekki sjálfþá peninga, sem égfékkfyrirfýrirlestra, er ég sjálfhafði samið ogflutt? Eg byggði Vinaminni íþeim tilgangi, að stofna þar kvennaskóla - var það illur tílgangur? Hér var sannarlegafidl þörf á meiri og betri menntun kvenna, en þeim gafst kostur á 1885 oggetur enginn, vona ég, álitið, að löngun min til að reyna að útvega stúlkum meiri tœkifœri til að leita sér menntunar, hafi verið sprottin af illvilja til kvenþjóðarinnar eða lands míns. - Eg hefi aldrei legið á liði mínu, hafi ég eitthvað getað hlynnt að íslenzku kvenþjóðinni. Mér hefði því sárnað ef „Kvennmentavininum “ hefði tekist að koma forstöðunefnd Kvenfélagsins til að „forgrípa “ sig á minni eign, eins og hann stakk upp á. - Hafi nú hugur fylgt máli, þá er höfundur þessi sjálfsagt búinn að afreka mikið fyrir menntun kvenna í þessi 13 ár og œtti því ekki að hylja nafn hans. Næsta Isafold sem kemur í hendur mínar upp úr ruslakistu þessari, er frá 2. des. 1896, þar birtist önnurgrein - augsýnilega smíðuð í sömu smiðju og hin fyrri, sem Kvenmentavinurinn eignar sér, en þessi er birt nafhlaus. 322 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.