Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 6
Ætt og uppruni Ég er fædd á Skagaströnd 29. júlí 1964. Ég telst til Trölla- tunguættar og hef líka töluvert af þingeysku lofti í mér ásamt bræðingi af Húnvetningi og „Grindjána“. Ég fæddist með látum eins og mér einni er lagið. Mamma var víst búin að bíða eitthvað eftir mér og loksins þegar ég ákvað að koma í heiminn, var ég snögg að því. Foreldrar mínir eru þau Viggó Brynjólfsson f. 31. maí 1926 á Broddadalsá í Kollafirði, og Ardís Ólöf Arelíusdóttir f. 19. október 1936 í Grindavík. Ég á einn hálfbróður og mörg alsystkini. Hálfbróðir minn er Brynjar Viggósson, vélstjóri, f. 29. júlí 1951, kvæntur Svanlaugu Aðalsteinsdóttur. Þau eiga 3 börn, Birgi, Brynju og Hildi. Alsystkini mín eru: Guðbjörg Bryndís, leikskólakennari, f. 1. apríl 1954, gift Magnúsi Bimi Jónssyni, kennara og sveitarstjóra. Þau era búsett á Skagaströnd og eiga 3 syni, Viggó, Baldur og Jón Atla. Arelíus, f. 2. október 1955, d. 19. febrúar 1978. Hann eignaðist 3 drengi, Amar með Höllu Þórhallsdóttur, Ægi Adolf með Aðalheiði Jóhannsdóttur og Arelíus Svein með Jennýju Grettisdóttur. Víkingur, vélamaður og bílstjóri, f. 22. júní 1958, kvæntur Sesselju Hauksdóttur geðhjúkrunarfræðingi. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga 3 syni, Víking Ara, Hákon Andra og Hlyn Loga; og Víkingur á dóttur frá fyrra sambandi, Ardísi Ólöfú. Vigdís Heiðrún, húsmóðir í Grindavík, f. 20. október 1960, gift Vilhelmi Þór Þórarinssyni vélstjóra. Þau eiga 3 börn, Valrúnu Evu, Arísi Evu og Valþór Óla. Fannar Jósef, plötusmiður og vélamaður á Skagaströnd, f. 11. janúar 1963, kvæntur Emu Berglindi Hreinsdóttur kennara. Þau eiga 4 böm, Heiðu Berglindi, Almar Frey, Söru Rut og Aron Snæ. Valdimar, listamaður og sjómaður, f. 16. október 1965, í sambúð með Sigurbjörgu Agnesi Sævarsdóttur leikskólafræðingi. Þau eru búsett á Skagaströnd og eiga 2 böm, Eygló Amelíu og Viktor Öm. Yngstur okkar systkinanna er Arnar Ólafur, sjómaður og grínisti á Skagaströnd, f. 20. desember 1978, í sambúð með Guðrúnu Elsu Gunnarsdóttur kennara. Þau eiga 2 böm, Ömu Rún og Snæbjörn Elfar. Bamabarnaböm foreldra minna era orðin 10 talsins. Ég var óskaplega þægt bam og meðfærilegt. Mér fmnst ég hafa átt einstaklega þægilega og bólstraða æsku, allt til ársins 1970; en þá töldu foreldrar mínir að grasið væri grænna hinu megin við Holtavörðuheiðina, og fluttu úr sveitasælunni á Skagaströnd til Kópavogs. Þar með var ró minni raskað og ég hef ekki verið til friðs síðan! Bernskuminningar Ég ólst upp í „Mýrinni“ á Skagaströnd til 6 ára aldurs og átti þar ljúf íýrstu ár ævinnar í faðmi íjölskyldunnar. Leikvöllurinn var passlegur og öruggur. Hann náði frá enda til enda á Túngötunni, ásamt túnum bak við húsin sem stóðu við götuna. Hestar vora allt um kring og feðgamir og skólastjórnendurnir Páll og Jón voru með kindur, Friðjón granni var með hænur, og svo vora hundar og kettir um allt. A sumrin lékum við börnin okkur mest úti og rannsökuðum náttúrana, og við lékum okkur líka mikið úti á vetuma og vorum „útibörn“. I þá daga var snjór á vetuma svo að við höfðum úr nógu að moða og nóg til þess að leika okkur að. Síðar lék ég mér svo í feluleik í Höfðanum, klifúrleik í síldarverksmiðjunni, fjársjóðsleit í Spákonufellinu, í Ijörunni og út um alla Skagaströnd. Eða með öðrum orðum; frá ljöru til fjalla. Við systkinin fengum oft að vera með pabba í jarðýtunni þegar hann var að ýta snjó á vetuma, eða þegar hann var í vegavinnu á sumrin. Það var svo notalegt. Þá fengum við heyrnartól á eyrun, því þessar vélar vora ekki hljóðeinangraðar í gamla daga, hávaðinn inni í þeim var ærandi. Svo sátum við á dýnu hægra megin við pabba og fýlgdumst með öllu. Eftir litla stund steinrotaðist ég alltaf við það að horfa á beltið veltast yfír snjóinn eða jarðveginn, aftur á bak og áfram. Ég var alveg dáleidd og lífið var ljúft og átakalaust. Nema, þegar ég var 5 ára fékk ég að hjálpa til við heyskap hjá Páli skólastjóra á þessu feikna túni sem er í dag nánast allur Suðurvegurinn. Ég tók heygaffal traustataki og stakk honum á bólakaf í heyið eins og ég sá hina gera, en áttaði mig ekki á því að hann sneri að mér og stakkst því í ristina á hægra fæti. Það var dálítið vont en ég harkaði af mér og ber þess enn merki á fætinum að hafa verið svona áræðin. Ég man eftir skautaferðum inn í Vatnahverfí. Þá fóra flestir í Ijölskyldunni með nesti og nýbrýnda skauta og skautuðu um svellið. Það var meiriháttar gaman saman. Eina mynd á ég í huganum frá því að ég fór með að því mér fannst, heilum flokki flottra kvenna og fleirum, í berjamó í Árbakkaijallið. Þá var ég 4-5 ára. I huganum sé ég fólkið fýrir mér svona næstum því eins og fé á beit í suðurhlíð fjallsins, en svo margir fínnst mér að hafi verið þar í berjamó í yndislegu veðri; og svo voru allir að borða nestið sitt þegar leið á daginn. Svona lagað sést varla í dag! Fyrsta lífsreynslan af harða heiminum utan við hina öraggu „Mýri“ var þegar ég einsömul og 5 ára rölti út fyrir mýrarmörkin og niður fýrir kirkju. Þar hitti ég unga stúlku sem átti heima í litlu húsi vestan við kirkjuna. Við tókum tal saman og hún bauð mér í kaffí og sígó! Ég þáði það eins og vanur heimsborgari og fór með henni inn, og fýlgdist með því þegar hún lagði svo fínt á borð í stofunni, Eina mynd á ég í huganum frá því að ég fór með að því mér fannst, heilum flokki flottra kvenna og fleirum, í berjamó í Árbakkafjallið 294 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.