Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 28

Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 28
Hvernig er hin hugmyndafræðilega mótun skólanna? vandamál. Sökum vinnuþreytu og álags, reyn- ist mörgu foreldri erfitt að sinna börnum sínum þegar heim er komið, jafnvel þótt börnin hafi „gengið sjálfala“ hluta úr degi. Bitnar þetta m.a. á svonefndri heimavinnu nemenda og þar af leiðandi á námsárangri þeirra í skóla. Þannig er nú komið, að áhugi margra foreldra á skólamálum nær ekki lengra en svo að börn þeirra einfaldlega dvelji í skóla, hvernig svo sem skólastarfinu er háttað. Það sem fram fer í skólanum er álitið einkamál og einkavandræði kennara og nemenda. Þetta ber vott um menntunarskort og fáfræði, og þetta viðhorf endurspeglast í valdastofnunum ríkis og sveitarfélaga. Þegar alvarlegur skortur verður á menntuðum kennurum til starfa, er aðalatriðið að „manna skólana“, að fá ein- hverja til að sitja yfir krökkunum, burt séð frá því hvort þeir hafi reynslu, þekkingu eða hæfileika til starfans. Lítið sem ekkert er gert af bæjarfélögum til að sækjast eftir góðum kennurum, né heldur til að bæta vinnuaðstöðu þeirra og nemenda, enda er skólinn talinn vera léleg fjárfesting og sem minnstu til hans kostað. Skólinn er í þessum skilningi geymsla. Skólinn sem flokkunar-maskína ríkjandi stéttar Annað megin einkenni skólastofnana er að flokka börn og unglinga í samræmi við þá félagslegu lagskiptingu eða stéttir sem fyrir eru í þjóðfélaginu. Hvítir sauðir eru dregnir í einn dilk, svartir í annan. Skýrum þetta nánar. Eitt aðal auðkenni skólastarfsins eru próf og einkunnir. Skólastarfið byggist því, eins og hið kapítalíska þjóðfélag okkar, á samkeppni. I samræmi við hana eru nemendur óhjákvæmi- lega flokkaðir í góða og slæma, 1. 2. og 3. gæðaflokk, eftir árangri skólaprófanna. Niður- 28 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.