Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 57

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 57
David Diop: Afríka Afríka, mín Afríka Afríka stoltra hermanna á sléttum savannah Afríka í söngvum ömmu minnar á bökkum hins fjarlæga fljóts ég hef aldrei þekkt þig en blóö þitt rennur í æöum mér fallegt svart blóö sem vökvar akurinn blóð svita þíns sviti vinnu þinnar vinna þrælkunar þinnar þrælkun barna þinna Afríka, segöu mér Afríka ert þetta þú, þetta bogna bak þetta bak sem er aö brotna undan þunga auðmýkingar þetta skjálfandi bak sett rauðum rákum sem lýtur svipunni undir hádegissólinni? en alvöruþrungin rödd svarar mér: ákafi sonur, þetta unga sterka tré þetta tré þarna fagurt en einmana meöal hvítra og fölnaðra blóma þaö er Afríka, þín Afríka sem vex aftur í þráa sínum og þolinmæði og ávextir þess munu smámsaman öölast hiö beiska frelsisbragð. Halltir Páll þýddi David Diop (1927-1960) var Jœddur iBordeauxá Frakklandi. Foreldrar hans voru frá Afriku, nánar tillekiö Senegal og Cameroun. Diop stundaði nám i Paris. Kvæði hans flesl eru helguð frelsisbaráltu Afrikumanna. Hann fórst iflugslysi nálœgt Dakar. HLJÓÐABUNGA 57

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.