Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 60

Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 60
Vésteinn Lúðvíksson: Gústi Jónu Jóns eða vandinn að vera sjálfum sér samkvæmur. — Grátt gaman í einum þætti. PERSÓNUR: Gústi, smá-athafnamaður frá fsafirði. getur verið á aldrinum frá þrítugu til fimmtugs. Dóra, kona hans, eitthvað yngri. Ókunnugur. dularfullur maður á ókveðnum aldri. (Sviðið er afkrókur frá einhverjum barnum á Hótel Sögu. Vinstra megin situr Ókunnugur með dökk sól- gleraugu og les Dagblaðið. Hann er vel klæddur og reykir sígarettu með munnstykki. Tómt glas er á borðinu. Inn frá hægri koma Gústi og Dóra. Hann er með glas. hún ekki.) Dóra: Nú verð ég að hanga hérna yfir þér þangað til fundurinn byrjar. Klukkutíma og kortér. Gústi: Þú getur farið allra þinna ferða, góða mín. Ég passa mig. Dóra: Sá held ég að passi sig! Ef ég er ekki yfir þér, þá verðurðu þér til skammar. Þú þarft ekki nema tvö glös, Gústi minn, til að missa alla dómgreind og halda að þú sért einhver ógurlegur stórkarl. Gústi: Svona svona, ég drekk bara þetta eina glas. En ég á það líka skilið. Ég er ekki kosinn á landsfund flokksins í fyrsta skipti fyrir ekki neitt. Og við borðum heldur ekki hérna á Hótel Sögu á hverjum degi, góða mín. Dóra: Ja seisei. Gústi: Seisei hvað? Dóra: Þú ert bara nervus, Gústi minn, það er þessvegna sem þú þarft að hressa þig. Gústi: Nervus? Ég? Dóra: Skítnervus! Og þú ert búinn að vera það alveg síðan þeir tóku uppá því að kjósa þig. Þú að fara suður á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Gústi Jónu Jóns. Gústi: Ég heiti Gústav Pétursson Hér heiti ég Gústav Pétursson og mundu það. Og ég er ekkert nervus. Alls ekkert nervus. Aðeins pínu- lítið spenntur að sjá hvort... Já, það er nú ekki að vita nema ég verði kosinn í nefnd. Dóra: Jesús minn! Gústi: Já, bíddu bara. En nervus er ég ekki. Og þó ég sé það. þá er það af allt öðru, góða mín. Ójá , allt öðru. Þessi orðrómur... Dóra: Góði besti, þú veist að þetta er ekki satt. Gústi: Það getur nú komið við mann samt. Dóra: En þetta er svo fáranlegt: ég að halda framhjá þér. Og það með kennarablók að sunnan og kommúnista í þokkabót. Gústi: Nei, það er ekki trúlegt, ég viðurkenni það. Dóra (lágt): Ferlega myndarlegur náungi þessi þarna. Gústi: (lágt): Ha? þessi? (Þau virða Ókunnug- an fyrir sér.) Dóra (lágt) : Ætli hann sé að fara á landsfundinn? Gústi (lágt): Áreiðanlega. Þetta er okkar mað- ur. Ég sé það á svipnum. Dóra (lágt): Ég kannast eitthvað við hann. Gústi (lágt): Égsegi nú það sama. Dóra (lágt): Hann hlýtur að hafa komið í sjón- varpið. Heyrðu? Þetta er einhver leikari. Gústi (lágt): Leikari? Hvað heldurðu að svo- leiðis fólk sé að gera á landsfundinn okkar? Ne-ei, þetta er einhver sérfræðingur. Dóra (lágt): Sérfræðingur? Gústi (lágt): Já, það var mynd af honum í blaðinu einhverntíma í fyrra. Hann ber það líka með sér. Sérðu ekki hvað hann er sérfræð- ingslegur á svipinn? Heyrðu? Nú man ég hvað hann er. man það. Þetta er... Þetta er áreiðanlega hann. Sérfræðingur flokksins í varnarmálum. Dóra (lágt): Varnarmálum? Alltaf ertu nú jafn- rómantískur. 60 HLJÓÐABUNGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.