Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 60

Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 60
Vésteinn Lúðvíksson: Gústi Jónu Jóns eða vandinn að vera sjálfum sér samkvæmur. — Grátt gaman í einum þætti. PERSÓNUR: Gústi, smá-athafnamaður frá fsafirði. getur verið á aldrinum frá þrítugu til fimmtugs. Dóra, kona hans, eitthvað yngri. Ókunnugur. dularfullur maður á ókveðnum aldri. (Sviðið er afkrókur frá einhverjum barnum á Hótel Sögu. Vinstra megin situr Ókunnugur með dökk sól- gleraugu og les Dagblaðið. Hann er vel klæddur og reykir sígarettu með munnstykki. Tómt glas er á borðinu. Inn frá hægri koma Gústi og Dóra. Hann er með glas. hún ekki.) Dóra: Nú verð ég að hanga hérna yfir þér þangað til fundurinn byrjar. Klukkutíma og kortér. Gústi: Þú getur farið allra þinna ferða, góða mín. Ég passa mig. Dóra: Sá held ég að passi sig! Ef ég er ekki yfir þér, þá verðurðu þér til skammar. Þú þarft ekki nema tvö glös, Gústi minn, til að missa alla dómgreind og halda að þú sért einhver ógurlegur stórkarl. Gústi: Svona svona, ég drekk bara þetta eina glas. En ég á það líka skilið. Ég er ekki kosinn á landsfund flokksins í fyrsta skipti fyrir ekki neitt. Og við borðum heldur ekki hérna á Hótel Sögu á hverjum degi, góða mín. Dóra: Ja seisei. Gústi: Seisei hvað? Dóra: Þú ert bara nervus, Gústi minn, það er þessvegna sem þú þarft að hressa þig. Gústi: Nervus? Ég? Dóra: Skítnervus! Og þú ert búinn að vera það alveg síðan þeir tóku uppá því að kjósa þig. Þú að fara suður á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Gústi Jónu Jóns. Gústi: Ég heiti Gústav Pétursson Hér heiti ég Gústav Pétursson og mundu það. Og ég er ekkert nervus. Alls ekkert nervus. Aðeins pínu- lítið spenntur að sjá hvort... Já, það er nú ekki að vita nema ég verði kosinn í nefnd. Dóra: Jesús minn! Gústi: Já, bíddu bara. En nervus er ég ekki. Og þó ég sé það. þá er það af allt öðru, góða mín. Ójá , allt öðru. Þessi orðrómur... Dóra: Góði besti, þú veist að þetta er ekki satt. Gústi: Það getur nú komið við mann samt. Dóra: En þetta er svo fáranlegt: ég að halda framhjá þér. Og það með kennarablók að sunnan og kommúnista í þokkabót. Gústi: Nei, það er ekki trúlegt, ég viðurkenni það. Dóra (lágt): Ferlega myndarlegur náungi þessi þarna. Gústi: (lágt): Ha? þessi? (Þau virða Ókunnug- an fyrir sér.) Dóra (lágt) : Ætli hann sé að fara á landsfundinn? Gústi (lágt): Áreiðanlega. Þetta er okkar mað- ur. Ég sé það á svipnum. Dóra (lágt): Ég kannast eitthvað við hann. Gústi (lágt): Égsegi nú það sama. Dóra (lágt): Hann hlýtur að hafa komið í sjón- varpið. Heyrðu? Þetta er einhver leikari. Gústi (lágt): Leikari? Hvað heldurðu að svo- leiðis fólk sé að gera á landsfundinn okkar? Ne-ei, þetta er einhver sérfræðingur. Dóra (lágt): Sérfræðingur? Gústi (lágt): Já, það var mynd af honum í blaðinu einhverntíma í fyrra. Hann ber það líka með sér. Sérðu ekki hvað hann er sérfræð- ingslegur á svipinn? Heyrðu? Nú man ég hvað hann er. man það. Þetta er... Þetta er áreiðanlega hann. Sérfræðingur flokksins í varnarmálum. Dóra (lágt): Varnarmálum? Alltaf ertu nú jafn- rómantískur. 60 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.