Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 10

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 10
SVERRIR NORLAND: SVERRIR NORLAND, höfundur greinar þessarar, er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann hefur frá unga aidri haft mjög nn'kinn áhuga fyrr fiugi og ladiotækni og kynnt sér hvort tveggja af mikiili kostgæfni, svo að hann er nú m/og fróður um þau mái. Sverrir er nú farinn tii Bandarík/anna. Ætlar hann að stunda nám í útvarps- og rafcindatækni við M. í. T. háskóiann í Cambridge, Massachusetts. En M. I. T. var ein aðaimiðstöð RADAR-rannsókna í Bandarík/unum. Þaðan mun Sverrir væntaniega skrifa greinar í FLUG um allar heiztu ný/ungar í radiotækni og einnig Ivsa nánar hinum einstöku kerfum RADAR. ■pNGUM er lengur dulinn liinn rnikli þáttur flugs- ■*“' ins í samgöngumálum og á mörgum öðrum sviðum. Hinar stórfelldu framfarir síðustu ára gefa gullin loforð um, að flugið muni þegar í náinni framtíð verða næsta einrátt í samgöngumálum þjóð- anna. En samfara hinum miklu framförum vakna óhjá- kvæmilega æ sterkari kröfur til aukins öryggis á hin- um ýmsu flugleiðum, yfir úthöf, hásléttur, gegnum þoku, bylji og myrkur. Rafeindatæknin á eflaust drýgstan þátt í öryggis- málum flugsins. Þegar fyrir stríð hafði flugið tekið rafeinadtæknina í þágu sína, en nú á styrjaldarárun- um hafa verið smíðuð og fundin upp tæki, er standa hinum gömlu framar í öllu tilliti. Tilgangur þessarar greinar er að kynna mjög laus- lega hin ýmsu leiðsagnarkerfi (navigation system) flugsins, að svo miklu leyti, sem það er hægt í stuttri Rafeindatækni og flug tímaritsgrein. — En vonandi verður lesendum gefinn kostur á að kynnast hverju einstöku kerfi nánar síðar. Flestir hafa heyrt radar getið, en þeir munu vera færri, sem kunna nokkur veruleg skil á þessu undri vísindanna. — Margir halda, að hér sé um alnýja uppfinningu að ræða. En það er ekki öldungis rétt. Radartæknin, á því stigi, sem hún er nú, er árangur merkilegs starfs fjölda vísindamanna, starfs, sem hefur varað áratugi. Við geturn ekki þakkað radar neinum einstaklingi einum, því að þessi rnerka uppfinning byggist aftur á uppfinningum margra vís- indamanna, og sumir þeirra eru þegar komnir undir græna torfu. Snemma í nýafstaðinni styrjöld hvisaðist það út, að Bandamenn hefðu yfir að ráða tæki, sem grand- aði eða hjálpaði til við að granda óvinaflugvélum R AD AR-sam stæða. og skipum á einhvern furðulegan hátt. Margs kon- ar tilgátur voru settar frarn, t. d. um dauðageisla o. fl. — Endalok baráttunnar um England og hrakfarir þýzka loftflotans gáfu fyllilega í skyn, að hér var undratæki á ferðinni. En forvitni manna var ekki 8 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.