Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 27

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 27
ÞAÐ KENNDI Eftir frú McCormick. j Undir þessari fvrirsögn munu héi í blaðinu biitast greinar, i ýmist eítii íslenzíia eða erlenda flugmenn og konui, um helztu í glappaskotin á flngæfi þeina. Gieinai þessar eru ætlaðar öðr- j um til varnaðar. ______ MER ... Nr. 1 Þrátt fyrir nokkra aspirínskammta og talsverðan höfuðverk, fór þessi flugkona af stað í langflug — og komst í vandrceði. AÐ kemur oft fyrir, þegar þú flýgur sem atvinnu- flugmaSur eða kona, að þú ferð af stað, hvernig svo sem heilsan er. Þú tekur inn aspirín, hóstadropa eða brúna skammta, finnst þú vera fær í flestan sjó — og kominn ertu af stað! Hver vill vera smásmugu- legur? Jæja, það var ég. Ég varð smásmuguleg, eftir að hafa orðið villt yfir New York, New Jersey, Delaware og Maryland, og verða svo að senda farþega minn til að spyrjast fyrir í hvaða fylki við værum. Ég varð smásmuguleg eftir að hafa lent á óbyggðri auðn og verða að hefja flug í tveggja feta djúpnm snjó, vera síðan svo að segja lent í skriðdreka-gildru og liggja þar næst vakandi og hugsa um, hvað mundi hafa komið fyrir farþeg- ann minn, sem treysti mér fullkomlega. Þú getur verið viss um, að ég er smásmuguleg og ég geri ráð fyrir að muna þetta atvik til garnals aldurs. Ég lærði lexíu mína í lítilli flugvél fyrir nokkrum árum, í samflugi fáeinna flugvéla. í rauninni byrjaði þetta um fimm-leytið að morgni til í Allentown, Pennsylvanía, en þar hafði ég verið yfir nóttina, vegna þess að ég hafði lagt of seint af stað frá Piper-verksmiðjunum í Loek Idaven. Ég vildi ná til Roosevelt-flugvallarins í New York nógu snemma til að ná í farþega, sem mér hafði verið ætlaður, og til að ná í hópflugið. Ilreyfillinn fór ekki í gang. Það var ekki hægt að sjá að neitt væri að, en við unnum við hann í 50 mínútur í 10 stiga frosti. Þegar ég loksins komst af stað og hafði lent á Roosevelt-flugvellinum, hefði ég auðvitað átt að fara beint á hótel, fá mér eitthvað heitt að drekka, dúða mig í sængum og bíða eftir næsta hóp. Éarþeginn minn, Kenneth Fletcher, sem fór þessa ferð á vegum United-fréttastofunnar, hafði aldrei séð mig áður, og e. t. v. hefur hann haldið að fölvi minn væri eðlilegur. Hann sagði a. m. k. ekkert. Við klifr- uðum upp í vélina og fórum af stað með síðasta hópnum. Fyrirliði flokksins flaug hvítri Taylor-Craft. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um, hver hann var, en það var autt bil í vinstra arrni „V“-sins, sem vél- arnar mynduðu, næst á eftir forustuvélinni, og þangað var ég von bráðar komin, og breiddi úr landabréf- inu. Þrátt fyrir kaffið, sem ég hafði drukkið, var líðan mín hin versta. Ég var með ónot í höfðinu, mig hitaði ákaft í kinnarnar, og hendur og fætur virtust mér þungar, sem væru úr blýi. Ef flugmaður- inn í hvítu vélinni ætlaði á annað borð að leiða flugið, því skyldi ég þá vera að þreyta mig á að fylgjast með stjórninni? Hamingjunni sé lof, að flug- vélar geta flogið næstum því sjálfar. Ég hallaði mér aftur í sætinu og hálf-lokaði augunum. Það var einkennilegt, hvað vélin virtist ganga hratt. \hð vorum stöðugt upp við vænginn á forustuvélinni og stundum jafnvel of nálægt. Ég dró úr ferðinni, en samt vorum við of framarlega, svo að ég dró enn meira úr ferðinni. „Ég held, að hann sé villtur,“ sagði Kenneth. „tla?“ sagði ég. „Hann er að reyna að kornast aftur fyrir þig og vill að þú.stjórnir ferðinni.“ „Drottinn rninn dýri!“ sagði ég tómlega. Ég leit á kortið og síðan niður á jörðina, en ekkert bar sam- an! Járnbrautarsporið fyrir neðan okkur var einfalt í staðinn fyrir tvöfalt, sem við hefðum átt að vera yfir. Við hefðum átt að hafa farið yfir nokkur þorp. FLUG - 25

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.