Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 8

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 8
fáa lendingarstaði og eru sífellt í hættu vegna fall- vinda og þrumuveðra. Leyfi ég mér að fullyrða, að Suðurlandsbrún há- lendisins gefi einna bezt skilyrði til svifflugs hér í álfu, óvíða mun jafn langur og góður lendingavöllur eins og sandflákar suðurstrandarinnar. Þegar frjálst samstarf þjóðanna hefst á ný og fang- elsismúrar þjóðanna hverfa, þá hefst aftur samstarf milli þjóðanna, og íþróttafólk álfunnar mun sækja hingað til æfinga og leiks. Við skulum hugsa okkur hvernig leiðin Reykja- vík—Hornafjörður kernur til með að líta út. Flugið hefjum við af Sandskeiði. Svifflugan er dregin í 1500 metra hæð af vélflugu. í þeirri hæð blasir allt Suðvesturland við augum og Þingvallavatn dimmblátt. Við notum uppstreymi Bláfjalla, þokum okkur í áttina til Ingólfsfjalls, fljúgum yfir hraun- strauma Hellisheiðar, — þeir líta út eins og mjúk flosábreiða, en Heiðin há blasir við til hægri með fannadrögum. Völundarhús Hengilsins með hundr- uðum hvera er til vinstri. Nú blasir Suðurlandsundir- lendi við með víravirki af ám og vötnum, smátjarnir Flóans, með rauðlituðu vatni og grænbláum pyttum. Úti fyrir söndurn endalaus brimgarður og dökkbrún sker. I Kaldaðarnesi og á Rangárvöllum eru hjálparstöðv- ar með dráttarvél, ef loftstraumarnir geta eigi borið sviffluguna austur að Seljalandsmúla, en þar sjást uppstreymisbólstrar. Við náum hæfilegri hæð á ný og svífum hátt yfir Eyjafjallabrúnum. Þar leikur lífið við okkur! Útsýnið er dæmalaust. Við sjáurn allt til Hofsjökuls, ef skyggni er gott, og svo Tindfjalla- og Torfajökul, jafnvel til Þórisvatns. Að Skógum er lendingarstöð, einnig við Dyrhólaey, en við höfum nú ágætan byr og svífum austur með Mýrdalsjökli. Þar blasir við augum tröllalandslag — djúp gljúfur og skriðjökulsfossar, hin fagurmynduðu Mýrdalsfjöll skaga frarn til sjávar á hægri hönd, en til vinstri blasir við Kötlugjá og slóðir hinna miklu jökulflóða. Nú hækkum við flugið til að ná til Síðufjalla, svíf- urn yfir Rauðubotna meðfram Eldgjánni, sjáum lengstu gígaröð á Islandi, Lakagígana frægu og vestur- rönd Vatnajökuls. í góðu skyggni sjáum við Fiski- vötn eystri og Langasjó. Á Kirkjubæjarklaustri er flugstöð og einnig á Fagurhólsmýri í Öræfum. Nú svífum við yfir fögur býli undir háum klettabeltum 6 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.