Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 13
TERESIA GUÐMUNDSSON:
Flugveðurþ j ónusta
við norðanvert Atlantshaf
QVO sem alkunnugt er, hafa á stríðsárunum orðið
stórfelldar framfarir á sviði flugtækninnar, og víst
er urn það, að í framtíðinni munu flugvélarnar verða
aðalsamgöngutækin og þá einkum í strjálbýlum lönd-
um og á löngum ferðum yfir úthöf og óbyggð svæði.
Það hefur þegar verið unnið mikið undirbúnings-
starf til þess að skipuleggja flugsamgöngur þannig,
að þær mættu verða sem allra öruggastar og jafn-
framt ódýrar í rekstri. í þessu starfi er veðurþjón-
ustan eitt af allra mikilvægustu atriðunum. Á öllum
stærri flugvöllum eru starfræktar veðurstofur og þau
verkefni, sem þær hafa með höndum, eru svo mikil
og margþætt orðin, að stórlega hefur orðið að fjölga
starfsliði þeirra á síðustu árum. Segja má, að nú sé
nærri um heim allan mikill skortur á .sérmenntuðum
veðurf ræðingum.
Ég vil nú reyna að gefa lesendum nokkra hug-
mynd um starf slíkrar stofnunar. Fyrst er að geta
veðurathugunarmannanna, sem gera veðurskeytin.
Þeir hafa aðsetur um öll byggð svæði, og jafnvel í
óbyggðum heimskautalandanna, svo og á skipum á
hafi úti. Fjórum til átta sinnum á sólarhring gera
þeir veðurathuganir, semja veðurskeyti í talnaorðum
og síma þau eða senda frá loftskeytastöð til veður-
stofunnar. Hvert land sér um það, að útvarpað verði
„til allra“ úrvali þeirra veðurskeyta, sem þar er aflað.
Veðurstofurnar taka á móti slíkum veðurskeytasend-
ingum frá þeim svæðum, sem varða þær sérstaklega.
T. d. aflar Veðurstofa fslands sér skeyta frá Norður-
löndum, Bretlandseyjum, Bandaríkjunum, Kanada,
Grænlandi, stöðum í Norður-íshafi norður og norð-
austur af íslandi og frá skipum á Norður-Atlantshafi.
Upplýsingar þær, sem skeytin veita, eru jafnóðum
settar á veðurkort, en það er landabréf, sem sýnir
legu veðurathugunarstöðvanna. Að því loknu tekur
veðurfræðingur við og „analyserar" veðurkortið, þ. e.
Fiú Teresía Guðmundsson
veðuistofustjóii.
a. s. teiknar á það jafnþrýstilínur, merkir úrkomu-
svæði og „fronta" þá eða markalínur milli hlýrra og
kaldara lofts, sem jafnan eru að finna á úrkomusvæð-
unum, merkir þau svæði, þar sem þoka er, skúrir
o. s. frv. Þá teiknar hann einnig kort, sem sýna ástand-
ið í hærri loftlögum. Og loks reynir hann samkvæmt
lögmálum eðlisfræðinnar og eigin reynslu að gera sér
grein fyrir því, hvernig hreyfingar og breytingar loft-
vægislægða og háþrýstisvæða muni verða og teiknar
kort, sem sýnir ástandið, eins og hann álítur að það
verði um það bil sólarhring eftir að veðurathugan-
irnar voru gerðar. Með því er reiknað, að þessu starfi
sé lokið fjórum klukkustundum eftir athugunartíma.
Á veðurfræðingurinn þá að hafa samið spá í talna-
FLUG - 11