Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 6
mikilli lcikni, að við brytum þau ekki við hverja æfingu, en við verðurn að hafa hugfast, að enginn félaganna hafði áður flogið svifflugum eða flugvél- um yfirleitt. Oft var djarft teflt, og af vankunnáttu og af van- búnaði starfað, og þegar \ið lítum yfir starfstímabil okkar og sjáum í bókum vorum rúm 12 þúsund flug Minimoa sviffluga í hitauppstreymisflugi yfir Sandskeiði. og þrjú hundruð próf án vcrulegs óhapps, þá hljótum við að þakka skaparanum og biðja einnig um hans forsjá í framtíðinni. Við höfum margs að minnast og mörgum að þakka. Þegar við byrjuðum, áttu flug- málin fáa talsmenn. Við þökkum þeim mönnum, er ruddu brautina fyrir okkar dag með stofnun flug- félaganna 1919—1920 og 1928—1931. Skriða skilningsleysis og fjárskorts lokaði að vísu brautinni löng tímabil. Þar til æska íslands ruddi brautina svo myndarlega, að nú lokast hún vonandi ekki að nýju. Við höfum kappkostað að ná æskunni inn í raðir okkar, og félag vort hefur alið upp svo stóran hóp flugmanna og flugstarfsmanna, að þeir eru alls staðar í flugmálum Islands. Þið munuð finna þá í stjórn flugmálanna, í öryggisþjónustu flugvall- anna, við vélgæzlu í flugskýlum flugfélaganna, við stjórnvöl í stýrisrúmi flugvéla flugfélaganna og flug- skólanna. Það er óþarft að minnast á, hve mikilvægt þetta hefur verið fyrir vort unga lýðveldi, er við með skjót- um hætti verðum að yfirtaka mikil mannvirki, flug- vclli og ábyrgðarmikil störf í sambandi við þá. Okkur er sérstök ánægja að sjá hér á meðal gesta vorra, hæstvirtan forscta íslands, herra Svein Björns- son, og hans ágætu frú, og minnast þess um leið, að hann, þá sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, var einn allra ötulasti og einlægasti stuðningsmaður íslenzkra flugmála. Fyrir persónuleg afskipti hans af þessum málum, voru gerðar ráðstafanir, er skiptu miklu fyrir íslenzk flugmál. Þá vil ég eigi láta hjá líða, að þakka fyrrverandi ráðherra, Haraldi Guðmundssyni fyrir þann ágæta skilning, er hann sýndi þessum málurn í ráðherratíð sinni í byrjun starfs vors. Ég vil sömuleiðis þakka núverandi flugmálaráð- herra og flugmálastjóra fyrir skilning þeirra á þörf- um þessa félags. Svo og öðrum ráðherrum og forráða- mönnum fyrr og síðar. Hinum fjölmörgu styrktar- mönnum, bæði nær og fjær, vil ég einnig þakka og Byr/endafluga (rennifíuga). biðja þá að misvirða eigi, þótt ég komist ekki yfir að þakka þeim öllum með nafni. Ég vil að lokum láta í ljósi þá ósk mína, að okkur takist hér í dag að veita ykkur dálitla fræðslu um flugmál, samfara nokkurri skemmtun og er þá tak- marki voru náð. 4 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.