Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 21

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 21
sem bezt öryggi flugsins og samræmingu starfsað- ferða í hinum ýmsu löndum. Eins og áður var sagt, samþykkti ráðstefnan stofn- un flugmálasambands, en sá og fram á, að of langan tíma myndi taka til þess að fá formlegt samþykki nægs fjölda ríkja. Því var gert ráð fyrir bráðabirgða- stjórn, sem fjallaði um tæknileg málefni og yrði ráð- gefandi, þar til framtíðarsambandið kæmist í gang. Bráðabirgða alþjóðasamband flugmála (PICAO) var því stofnað samkvæmt þessari bráðabirgðasamþykkt. Mun það starfa, þar til endanlega verður stofnað alþjóðasamband flugmála, eða öðruvísi verður ákveðið. PICAO, sem hefur aðalbækistöðvar í Montreal, Canada, er stjórnað af bráðabirgðaráði (Assembly) og bráðabirgðastjórn (Council). Tekið er fram í sam- þykktum Chicago-ráðstefnunnar, að PICAO megi þó ekki starfa lengur en þrjú ár í þessari mynd. í bráðabirgðaráðinu eiga sæti fulltrúar frá öllum ríkjum, sem meðlimir eru, og liafa þau öll jafnan atkvæðisrétt, eitt atkvæði hvert. Ráðið kemur saman árlega, samkvæmt fundarboði stjórnarinnar, þó er hægt, ef tíu eða fleiri ríki krefjast þess, að kalla það saman oftar. í apríl 1946 voru 43 ríki meðlimir PICAO. Ráðið kýs sér forseta og aðra stjórnendur. Einnig kýs það stjóm PICAO og sér um fjárhagsáætlun fyrir sambandið. Stjórnin sér um allar framkvæmdir sambandsins og er ábyrg gagnvart ráðinu. í henni eiga sæti allt 21 fulltrúa, og er hún kosin af ráðinu, eins og fyrr segir, til tveggja ára í senn. í fyrirmælum um kosningu stjórnarinnar segir, að kjósa beri fulltrúa frá löndum, sem: a) hafi mikilla hagsmuna að gæta í flugmálum, b) hafi aðstæður til þess að veita mikla aðstoð við alþjóðaflug, og c) vegna legu sinnar verði sem fulltrúar fyrir stór landsvæði, sem ekki hafa aðra fulltrúa. í stjórninni eiga nú sæti fulltrúar frá Ástralíu, 4 Asíulöndum, Bandaríkjunum, Canada, Egyptalandi, 6 Evrópulöndum, 2 Mið-Ameríkulöndum og 4 Suður- Ameríkulöndum. Fulltrúi Noregs er eini Norður- landafulltrúinn. Eins og sjá má af þessu, er nú að- eins eitt sæti laust í stjórninni. Fulltrúar landa, sem ekki eiga sæti í stjórninni, geta fengið að sitja fundi hennar, þó án atkvæðis- réttar, ef dagskrármálið snertir þá. Sömuleiðis getur stjórnin boðið fulltrúum frá ríkjum, sem ekki eru meðlimir PICAO, að sitja fundi hennar, einnig þeim opinberum fulltrúum og einstaklingum, sem hún telur nauðsynlegt á hverjum tíma. Stjórninni er falið, samkvæmt bráðabirgðasam- þykkt Chicagoráðstefnunnar, að koma á fót þeim nefndum, sem hún telur nauðsyn til. Hefur hún um- sjón með starfi þessara nefnda, tekur við álitsgerðum þeirra og sendir þær áfram til meðlima PICAO, eftir að hafa breytt þeim, ef þörf krefur. Stjórnin er sá aðili, sem hin ýmsu meðlimaríki snúa sér til með allt það, sem snertir flugmál, t. d. loftflutningasamninga milli landa, um flugleiðir, lendingaskilyrði eða önnur alþjóðaflugmál, sem snertir einstaka meðlimi PICAO eða flugfélög þeirra. Stjórnin gefur ráðinu skýrslu einu sinni á ári og getur, ef svo ber undir, verið kölluð til hjálpar við að leysa úr ágreiningsatriðum í ráðinu. I slíku tilfelli getur hún annaðhvort gefið ráðleggingar eða komið fram með úrskurð, sem allir aðilar verða að hlíta, ef þeir hafa áður samþykkt að taka seinni kostinn. Stjórnin hefur kosið sér forseta, dr. Edward Warner, en starf hans er meðal annars að kalla saman fundi stjórnarinnar og stýra þeim og eins að koma fram sem stjórnarforseti fyrir hönd PICAO. Aðal- ritari hefur verið kosinn dr. Albert Roper, en hans starf er framkvæmdastjórn stjórnarinnar, og er hann ábyrgur gagnvart henni. Einnig sér hann um ráðn- ingu og yfirumsjón allra þeirra mörgu sérfræðinga, sem starfa í þágu PICAO. Kostnaður við PICAO er borinn af meðlimaríkj- urn í hlutfalli, sem ákveðið er af ráðinu. Til þess að bera stofnkostnaðinn við PICAO, voru ríkin beðin að greiða fyrirfram hluta af tillagi sínu. Islendingar voru með þeim fyrstu, sem greiddu sitt tillag. Þegar eftir að Chicago-ráðstefnunni lauk, 7. des. 1944, var hafizt handa um að undirbúa stofnun PICAO. Var þeim undirbúningi lokið í júníbyrjun 1945, og þar með leiðin opin fyrir nefnd frá stjórn Canada að undirbúa fyrsta fund PICAO. Ymissa ástæðna vegna hafði Canada orðið fyrir valinu sem aðsetursstaður fyrir PICAO. Af þeim borgum Canada, sem til greina gátu komið fyrir aðsetur PICAO, var Montreal álitin heppilegust, einkum þar sem flugsamgöngur við þá borg eru sérstaklega góðar. Var hafizt handa um undirbúning fyrsta fundarins og tóku þátt í honum fjölmargir starfsmenn canadisku stjórnarinnar. Einnig var aðalritara alþjóðaráðs loftferða (sem stofnað hafði verið 1919, sbr. hér að frarnan) verið boðið að taka þátt í undirbúningi þessum. Fyrsti fundur stjórnarinnar var svo settur þ. 15. ágúst 1945, eða rúmum tveim mánuðum eftir að FLUG - 19

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.