Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 15

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 15
orðum, sem gerir grein fyrir lendingarskilyrðum að því er veður snertir á flugvellinum, sem hann starfar við, allt að þrjátíu klukkustundum frarn í tímann, miðað við athugunartíma. Veðurspár þessar eru svo sendar í loftskeytum til næstu flugvalla. Veðurstof- unni hér ber t. d. að senda spár til 8 flugvalla í Evrópu og Norður-Ameríku og mun fá þeirra spár sendar hingað. Auðvitað hefur hver veðurstofa fyrst og frernst skyldu til þess að láta flugvallarstjórn síns eigin flugvallar í té veðurspár og aðvaranir urn veðra- breytingar, sem gætu orðið hættulegar flugvélum. Þá ber veðurfræðingum að gefa áhöfn hverrar flug- vélar, sem flugferð á fyrir höndum, leiðbeiningar um veðurskilyrði þau, sem fyrir muni verða á lcið henn- ar. Þetta er mjög mikið starf og að sjálfsögðu því umsvifameira, því fleiri flugvélar, sem koma við á flugvellinum, og því lengri flugleiðin er, sem spá á fyrir. Það liggur í augum uppi, að þetta starf er ekki sízt vandasamt hér á íslandi. Þegar veðurstofan hefur fengið vitneskju um, hvenær og hvert flugvélin fer, er gert veðurkort yfir það svæði, sem liún á að fara urn, og „þverskurður" teiknaður af loftinu í braut hennar. Þar eru sýndir „frontar", ský, úrkoma, þoka o. s. frv., eins og veðurfræðingurinn álítur að þessu hagi til á hverjum einstökum stað á leiðinni, þegar flugvélin kernur þangað. Einnig er áhöfn flugvélar- innar gefnar skriflegar upplýsingar um vind, skýja- hæð og skýjamagn, hættu við ísingu o. fl., og loks er gefin lendingarspá fyrir flugvöll þann, sem flugvélin á að lenda á. Er spá þessi venjulega gerð samkvæmt upplýsingum þaðan. Urn leið og flugmenn sækja skjöl sín, fá þeir stuttar, munnlegar leiðbeiningar hjá veðurfræðingnum. Á rneðan flugvélin er á leiðinni, ber veðurfræðingnum að fylgjast nákvæmlega með öllum veðrabreytingum, sem geta orðið afdrifaríkar fyrir flugvélina, og sjá um það, að henni verði sendar aðvaranir, ef með þarf. Á lendingarflugvellinum er einnig séð urn að ekkert óvænt mæti flugvélinni. Þar eru veðurathuganir gerðar á klukkutíma fresti og jafnvel á hverjum hálftíma, þegar flugvélin nálg- ast. Er svo veðurskeytunum jafnóðum útvarpað til flugvélanna. Flugmenn eru árrisulir. í langferðir leggja þeir venjulega af stað í birtingu eða snemma dags. Af því leiðir, að mesti annatími veðurfræðingsins fellur jafnan á seinni hluta nætur og öndverðan morgun. Vegna flugveðurspánna er það brýnasta nauðsyn að starfað sé á veðurstofunum allan sólarhringinn. Þetta er einmitt ástæðan til þess að þær þurfa nú svo fjöl- mennt starfslið, sem raun ber vitni urn. Það eru að vísu ekki ýkjamargir starfsmenn, sem vinna þar sam- tírnis, en starfsemin er þrotlaus dag og nótt, jafnt helga daga sem virka. Veðurstofa íslands hefur færzt rnikið í fang við það að taka að sér flugveðurspár og mun það vitanlega hafa talsverðan kostnað í för með sér. En jafnframt ber þess að gæta, að af hinni auknu starfsemi hennar mun það vafalaust leiða að í framtíðinni verði hinar almennu veðurspár betri en verið hefur. Ekki sízt hér, á eyju í reginhafi, þar sem fárra veðurfregna er von einmitt frá þeim slóðurn, sem okkur varðar mest um, getur það verið örlagaríkt fyrir öryggi og at- vinnulíf maima að fá ekki veðurfregnir að næturlagi. Án þeirra getur Veðurstofan aldrei orðið samkeppnis- fær við erlendar veðurstofur, sem hafa sólarhrings veðurþjónustu. Hygg ég því að fáir séu þeir íslend- ingar, sem muni líta á það sem frágangssök, þótt útgjöld Veðurstofunnar hækki um leið og starfsemi hennar færist þannig í aukana. Það má og vera öll- um landsmönnum metnaðarmál, að Veðurstofan geti annast flugveðurspár hér á landi bæði fyrir íslenzkt flug og erlendar flugvélar, sem hér koma við. Teresia Guðmundsson. Kristján Steindórsson flugmaður hefur alveg nýlega keypt og flutt inn frá Eng- landi fjögurra sæta einþekju (lágþekju) af gerðinni Percival Proctor, og hefur hún 208 ha. Gipsy Queen II hreyfil. Vélin tekur benzín til 31/2 klst. flugs, og kernst á þeirn tíma um 500 mílur. Meðalflughraði um 140 mílur. Vélin er búin öllum fullkomnustu blindflugstækjum, þar á meðal talstöð. Flugvélategund þessi, sem byggð er í Englandi, hefur verið notuð víðs vegar um heim og hlotið mjög lofsamlega dóma allra þeirra, er kynnzt hafa. Kristján liyggst að taka að sér alls konar leiguflug og hringflug fyrst um sinn, og telur sig geta lent hér um bil hvar sem er á landinu. Er þetta líklegt til vinsælda hér, því að það fer stöðugt í vöxt, að fólk slái sér saman í hópa og leigi flugvélar til að fljúga með sig vítt og breitt um landið. Sérstaklega ætti þetta að falla í geð fjallgöngumönnum, skíða- mönnum og náttúrufræðingum, því að þetta gerir þeim fært að skreppa inn í afskekktustu óbyggðir íslands. til athugana og íþróttaiðkana í sínum styztu fríum. Kristján stundaði nám við Spartan flugskólann í Tulsa, Oklahoma, U.S.A., en við þann skóla hafa fjölda margir af flugmönnum og vélamönnum okkar stundað nám. FLUG - 13

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.