Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 4

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 4
AGNAR KOFOED-HANSEN: TIU ÁR AÐ hefur verið starfað samfellt að flugmálum íslands í 10 ár. Áður, árin 1919—1920 og aftur 1928—1931, höfðu framsýnir brautryðjendur unnið Agnar Koíoed-Hansen. að framkvæmdum þessara mála, en starf þeirra strand- aði á skilningsleysi og þröngýni. Sýnt var af enda- lokum þessara tilrauna, að venjulegar leiðir, þ. e. einhliða stofnun hlutafélaga, myndi ekki örugg til frambúðar og þá fyrst og fremst vegna þess, að lands- menn vantaði trúna á gildi flugsins. Flugmálastarfsemin varð að vera alhliða, ætti hún að eiga líf fyrir höndum. Það varð að ná æskunni inn í raðir flugmódels- og svifflugsfélaga. Það varð að ná til almennings með fræðslu um flugmál og starfsemi flugmálafélaga. Og síðast, en ekki sízt, það varð að sýna almenningi, að flugrekstur gæti borið sig fjárhagslega. Tækist þetta, var líklegt, að flugmál íslands kæm- ust á traustan grundvöll. Og þetta hefur tekizt. í dag er líf og fjör í flug- málum íslands. Margir æskumenn fylkja sér í raðir svifflugfélaga landsins. Almenningur trúir á framtíð flugvélanna og notfærir sér óspart flugferðir hinna tveggja íslenzku flugfélaga. Flugfélögin hafa byrjað millilandaflugferðir og fjöldi einstaklinga hefur lært flug ýmist í atvinnu- skyni eða sér til ánægju og upplyftingar. Við minnumst nú áranna, sem liðin eru, og ósk- um afmælisbarninu til hamingju. Við þökkum hin- um djörfu og fræknu æskumönnum vorum það starf, er þeir hafa á sig lagt, til þess að flugmálin mættu sigra. En við höfum engan tíma til þess að skrifa langar lofgreinar um afmælisbarnið. Framundan eru stærri verkefni en nokkru sinni fyrr. Við höfum að- eins náð einum drjúgum áfanga og búið vel í hag- inn fyrir hinn næsta. Framtíðin blasir við okkur. Það er gróandi í íslenzku þjóðlífi og þjóðin í vorhug. Islenzka lýðveldið er endurreist og fullt sjálfstæði fengið. Landið okkur bíður sona sinna og dætra að miklu ósnortið og dásamlega fagurt. Hin íslenzku öræfi með töfrum sínum og unaðssemdum, eru nú á mjög skömmum tíma opin þeim, sem vilja fljúga. Hinn stritandi borgari, hvort sem hann er verkamaður eða skrifstofumaður, hefur að afloknu dagsverki mögu- leika til að fljúga í einkaflugvél sinni inn á öræfi íslands eða til einhverrar blómlegrar sveitar, er hugur hans girnist. Það er ekki lengur nein firra, að menn geti eignazt einkaflugvélar. Slíkar flugvélar eru ódýr- ari í innkaupi en einkabifreið og sparneytnari.. Flug- námið er að vísu nokkuð dýrt ennþá, meðan að svif- flugið hefur eigi náð almennri útbreiðslu, en svif- flug er hinn ágætasti og ódýrasti undirbúningur undir 2 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.