Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 17

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 17
FLUGMODEL-SÍÐAN RITSTJÓRI: HALLGRÍMUR JÓNSSON pLUGLÍKÖN eða flugmodel eru fyrstu flugtækin, sem menn smíðuðu og flugu lýtalaust. Þessi smáu og veikbyggðu tæki, sem mörgum finnst lítið til koma og ekki til annars en stytta smádrengjum stundir, hafa hjálpað mönnum í hinni löngu baráttu Fluglíkanið hér að ofan er nákvæm eftirlíking af Beechcraft vél F.Í. (TF-ISL). Líkanið smíðaði Albert Tómasson. þeirra við náttúruöflin urn yfirráðin í loftinu og eru enn í dag einn þýðingarmesti þáttur flugvélafram- leiðslunnar um allan heim, því að áður en ný flug- vélategund er smíðuð, er fyrst gert af henni nákvæmt líkan og það síðan þrautprófað. Síðan er stóra flug- vélin smíðuð eftir revnslu þeirri, er fengizt hefur við prófun modelsins. Hér á íslandi hefur flugmodel- smíði og modelflug lítið verið stundað. En þó hefur margur unglingurinn eytt frístundum sínum í til- raunir og smíði á þessum flugtækjum. Árið 1938 stofnuðu áhugasamir ungir menn félag, er gekk undir nafninu Flugmodelfélag Reykjavíkur. Það félag starf- aði margt í þágu flugsins á íslandi, sem hefur orðið að ómetanlegu gagni fyrir land og þjóð.. í þessu félagi var drengjum kennt undir handleiðslu Helga Filippussonar, Guðmundar Eiríkssonar og Ásbjarnar Magnússonar að smíða flugmodel og láta þau fljúga. Félagið hafði námskeið á flugeðlisfræði, og var drengj- unum kennt, á hverju flugið byggist og reynt eftir fremsta megni að þroska skilning meðlima á fluglist- inni. Þetta félag er nú því miður ekki starfandi, sök- um þess, að hernámið lék það mjög grátt og af hús- næðisleysi, en meðlimir þess hafa sýnt, hvað flug- model hafa verið og muni ávallt verða mikill þátt- ur í fluglistinni. Margir af beztu flugmönnum lands- ins eru gamlir meðlimir í Flugmodelfélagi Reykja- víkur, Svifflugfélagi Islands og Svifflugfélagi Akur- eyrar. SMÍÐIN. Helztu viðartegundir, sem notaðar eru í flugmodel, eru balzi, fura og krossviður. Balzinn er viður, sem vex sunnan til í Ameríku og á Kyrrahafseyjum, og er hann mjög léttur, allt að 30 til 40% loft, og að sama skapi stökkur og viðkvæmur. Furan er venju- leg, kvistalaus fjallafura. Krossviðurinn er þriggja til fimm laga birki eða fura, sem er frá 0.2 mm. til 3 mm., en þykkari krossviður er ekki hentugur. Model eru margs konar að gerðum og tegundum, — svifflugmodel, eftirlíkingar af stórum vélum, benzín-model, sem knúin eru áfram með litlum benzínhreyflum (1/10 til 1/2 hestafl) og svifskutlur. Hér gefur að líta Magnós Norðdahl með benzínhreyfils-model. Modelið er af „Mercury“-gerðinni, en hreyfillinn er „Ohlson“ 14 hestafl. Modelið kiifrar upp í 1000 m hæð á 3 mínútum. Byrjendur byrja venjulega á að smíða svifflugmodel og eru þau oft úr krossvið og furulistum. Benzín- modelin eru oftast smíðuð úr balza og fyrir þá, sem lengra eru komnir. Auðveldast er að smíða svifskutl- urnar. Væng-, skrokk-, hæðar- og hliðarstýrislagið er FLUG - 15

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.