Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 3

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 3
v^( ^ (o Q-9. / FLUGTAK UM LEIÐ og þetta blað vort hefur flugið, þykir okkur útgefendum þess hlíða, að gefa hér fáorða skýringu á tilveru þess og tilgangi. Eins og annars staðar má sjá, er þetta fyrsta tölublað fyrsta árgangs, og gefur það til kynna, að cetlunin mun vera að gefa blaðið út áfram. Já, vissulega er það cetlun okkar, svo framarlega sem þér, háttvirtir lesendur, Ijáið þvi þá athygli, að sýnt þyki að blaðs- ins sé þörf. Við höfum á undanförnum cirum fundið sárt til þess, hver skortur hefur verið á mádgagni fyrir hin gróskumiklu flugmál okkar íslendinga, og er það innileg von okkar, að blaðið megi í framtíðinni reynast þeim vanda vaxiÖ, að upplýsa íslenzka alþýðu um flugmál og brúa þannig það bil, sem verið hefur á milli almennings og hinna ötulu flug- áhugamanna okkar. Fidl not þurfa að nást af þeim dcemafáa og almenna áhuga, sem ríkir hér á landi um flugmál, enda að verðugu. Við teljum okkur óhcett að fidlyrða, að enda þótt áhugi fyrir flugi sé orðinn mjög mikill um allan heim, þá sé hann hvergi jafn al- mennur, miðað við fólksfjölda, og hann er hér á landi. Við munum i framtíðinni kappkosta að hafa eitthvað fyrir alla, eða með öðrum orðum, flytja þýddar og frumsamdar kennslu-og upplýsingagreinar um flug og þau önnur mál, er flug snerta, svo sem radio- og rafeindatcekni, veðurfrceði, siglingafrceði (navigation) o.fl. Til þessa höfum við tryggt okkur aðstoð vel fcerra íslenzkra sérfrceðinga í hinum ýmsu greinum. Ennfremur munum við birta allar fáanlegar innlendar og erlendar fréttir, sem varða flugmál. Svo sendum við þetta fyrsta tölublað frá okkur í fullu trausti þess, að þér, lesendur góðir, virðið viðleitni okkar og veitið okkur góðviljað samstarf. Með virðingu, LANOSBÓKASAFN Al 167933 ÍS£ANriS~~ ÚTGEFENDUR

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.