Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 9

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 9
yfir Lómagnúp til Öræfajökuls. Meðfram Skaftafells- heiðum hækkum við flugið, því að af Langagilseggj- um er mikið uppstreymi. Við sjáum þá Grænalón og jöklasund öll umhverfis Skeiðarárjökul. Handan við vatnasvæði Skeiðarársands er Ingólfshöfði eins og eyja til að sjá út við brimgarðinn. Nú hefst sögulegasti kafli ferðarinnar. Við svífum umhverfis Öræfajökul, yfir Kristínartindum, Máfa- byggðum og meðfram ísþöktum klettaborgum Hvannadalshnúks. Við vitum, að í skála „Fjalla- manna“ við gígskál jökulsins er talstöð og vörður, og spyrjumst fyrir á merkjamáli, hvort að lending sé góð á jöklinum og setjumst síðan á hinn slétta jökul gígskálarinnar. Tökum nú fram létt, stutt sumar- skíði, rennum okkur niður að skálanum, eftir að við höfum gengið tryggilega frá svifflugunni. Að lokinni máltíð í skálanum tölum við til Fagurhólsmýrar, og lítil dráttarvél útbúin með bæði lendingarhjól og skíði hnitar hringa meðfram brúnum. Vélin dregur okkur nú á loft og austur yfir Breiðármerkurjökul. Við fljúgum yfir ísgröf Kára Sölmundarsonar, þar sem nú er jökull, en áður var höfuðbólið Breiðár- mörk. Esjufjöll blasa við til vinstri, úr þeim hefur skrið- jökullinn rifið firnin öll af grjóti og dregið slóðann alla leið fram á sanda. Við Fellsöxl og Birnudalstinda hækkum við enn flugið og höfum nægan byr meðfram Suðursveitar- fjöllum. Brúnir fjallanna eru hér rofnar af giljum og skriðjöklum, en framundan grösugar sveitir. Loks blasir Hornafjörður við. í fyrstu virðast húsin fljóta á vötnunum, en fimm skriðjöklar eru í þann veginn að flæða yfir láglendið. Þegar við nálgumst staðinn, hugleiðum við, hvort nægur muni vera byrinn til að sveima austur með Lónsfjöllum, og gægjast að fjallabaki inn með Vatnajökli. Þar blasir fjallajöfur Austurlands, Snæfell, við okkur, yfir Kollumúla og Tröllakróka. Líka væri reynandi að svífa fram um Flamars- fjörð meðfram hnjúkum Hofsjökuls eystri og Þránd- arjökuls, þaðan er skammt til Álftafjarðar og Djúpa- vogs, — en við vitum, að þar er lítið undirl'endi, — Papey og Skrúðurinn sjást í fjarska. Að lokum hnitum við hringa yfir Hornafirði og lendum þar á tanganum heilu og höldnu eftir við- burðaríkan dag. Flægt er að fljúga umhverfis landið, þegar hjálparstöðvar verða reistar á Egilsstöðum, Hólsfjöllum og við Námaskarð við Mývatn. En við nemum staðar í bili. Það er augljóst mál, að því þéttara sem hjálpar- og athugunarstöðvar eru, því meira öryggi, einnig er Fannborg í KeiUngaitjöllum. mikil hjálp í því, að nú fjölgar einkaflugvélum mjög ört. Hins vegar getur flugvélin aldrei útrýmt svif- fluginu, frekar en mótorbátar seglbátum. Að sigla fleyi er hið upprunalega og sömuleiðis að svífa á vængjum vindanna. Hið hljóðláta, mjúka svifflug er íþrótt íþróttanna, líkt og til dæmis sund og skíða- íþrótt. Margur mun ætla að þessar framtíðaráætlanir eigi ekki stoð r veruleikanum. Svo var einnig álitið, er ég fyrir tuttugu árum skrifaði um að byggja skíða- skála á Skálafelli, Bláfjallahásléttunni og í Hengla- fjöllum, slíkt þótti fjarstæða, jafnvel skíðafrömuðir skrifuðu á móti þessum tillögum ærið háðslega. Nú standa skálar á öllum þessum fjöllum, og jafnvel við jöklana. Þúsundir skíðamanna sækja nú skála þessa. Þangað er fjölmennt á vorin, unglingar eru hlutgengir þar til leiks. Eftir tuttugu ár mun svifflugið hafa náð eins mikilli útbreiðslu og skíðaíþróttin, og við eiga svifflugs- stöðvar um gervallt landið. Land, sem á dugmestu sjómenn og bændur, verður einnig að eiga mikla flugmenn. Guðmundur Einarsson frá Miðdal. FLUG - 7

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.