Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 29

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 29
Við hefðum átt að vera nálægt borg nokkurri, sem stóð hátt og hafði járnbrautarskiptistöð. Ég gerði snögga áætlun um það, hvar við værurn stödd, eftir kortinu og svo með tilliti til reyks, sem við sáurn koma úr einhverjum reykháf. Ég lækkaði flugið eins og mögulegt var. Vindurinn var 20 mílur á klst. Ég flaug rétt yfir reykinn og jafnhliða vind- línunni til að taka nákvæmlega vindáttina. Foring- inn fylgdi mér eftir., og hinar þrjár flugvélarnar fylgdu okkur eftir yfir reykháfinn. Ég breytti stefn- uiini til þeirrar sömu, sem við flugum fyrst, og allar flugvélarnar eltu mig. „Ég held,“ sagði ég, „að við séum a. m. k. 10 til 15 mílur afvega til austurs. Eða mundum við þá lenda úti á Atlantshafi? Hvað sem því líður, þá ætla ég að fljúga aðra stefnu, til þess að leiðrétta þessa villu, og eftir svo sem 20 mínútur ættum við að koma að merkjum, sem sýna leiðina, er við áttum að vera á.“ „En ef við erum nú ekki svona mikið af réttri leið?“ spurði Kennet-h „Þá kornum við þeim mun fyrr að línunni,“ sagði ég. „Það, sem við verðum að gera, er að fá kortið og landið til að bera saman.“ I 20 mínútur flugurn við án þess að hafa upp úr því annað en enn meira flatt land, þykkara mistur, óþekkjanlega vegi og svo nokkrar flugvélar, sem fóru að efast urn forustuhæfileika mína og fóru jafnvel að sveigja út úr hópnurn. Einn beygði til hægri og fylgdi vegi, sem lá í aðra átt en þá, sem við fórum. Við snérum og fylgdum honum vongóð í nokkur augna- blik. Von bráðar snerum við samt við og héldum leiðina, sem ég hafði ætlað. Hinar tvær vélamar fylgdu enn á eftir mér. Önnur vélin skar sig út, þegar við fórum þvert yfir járnbrautarteina, en hún fylgdi þeim. Hvíta Taylorcraft-vélin hvarf án þess að aðvara mig, á meðan ég var að atliuga kortið, og síðasta vélin, sem var blá Aeronca, hvarf stuttu síðar. Ég leit til Ken- neth spurnaraugum. „Látum þær fara,“ sagði Kenneth glaðlega. Hvað gat ég gert annað? Geimurinn er stór og tómur í svona tilfellum. Bugðóttur, steyptur þjóðvegur kom í ljós. Við sveigðum yfir hann, en við gátum ekki séð fyrir mistrinu hvert hann lá. Eitthvert líf sáum við þarna niðri, svo að enginn efi var á því að vegur- inn lá eitthvað. Benzínmælirinn sýndi, að eldsneytið var nærri þrot- ið, þegar Kenneth sá stórt skilti með einhverjum stórum stöfurn á. „Hvað er þetta?“ kallaði hann. Við svifum niður og sáum að ör benti til Camden. Við réttum úr okkur og vorum þakklát. Síðan sveigðum við inn á flugleiðina og flugum til flugvallarins með sterkri von urn að nú mundi allt ganga vel. Þaðan hófum við okkur til flugs aftur, örugg um að allt mundi ganga betur en áður. Að þessu sinni ætlaði^g sjálf að gera áætlanir um leiðina. Ekki eina einustu sekúndu ætlaði ég að láta hugann hvarfla frá viðfangsefninu. Ég hafði fengið mér kaffisopa og tekið inn þrjá aspirínskammta. (Enginn hafði þá sagt mér, hvaða áhrif aspirín getur haft á taugakerfi flugmanns.) Mér fannst höfuðið á mér vera að springa. Ef til vill var að finna í aspirín- inu ástæðuna fyrir því, að við fundum aldrei Balti- rnore. Kenneth leit óþolinmóður á úrið sitt. „Hvað sagðir þú, að við hefðum rnikið benzín?“ „Nóg fyrir tveggja stunda flug,“ sagði ég. „Jæja,“ sagði Kenneth. „Ég vona, að við sjáum bráðum Baltimore.“ „Ég hugsa,“ sagði ég þreytulega, „að við séum villt aftur. Getur þú lesið kort?“ „Já, vegakort,“ sagði hann. Síðan tók hann við kortinu og athugaði það litla stund. „Hefur þú nokkra hugmynd urn, hvar við erum?“ „Einhvers staðar fyrir vestan Chesapeake,“ svar- aði ég. „En þá ætti Chesapeake að vera til vinstri.“ „Þá erum við algerlega villt,“ viðurkenndi ég. „Get- urðu fundið eitthvað annað, sem við getum áttað okkur á? — Eitthvað!“ „Hvað erum við búin að vera lengi á flugi?“ spurði Kenneth. Við bárum úrin okkar sarnan, síðan áætluðum við leiðina, sem við höfðum farið. „Hvað er að segja um þennan flugvöll hér?“ sagði hann loksins og benti á lítinn rauðan kross. „Þetta er flugvöllur, er það ekki? Rauður kross.“ „Nauðlendingaflugvöllur," sagði ég. „FIvar?“ „Líklega um það bil 10 mínútur í suður frá þeirri leið, sem við fljúgum, hugsa ég,“ sagði hann. Ég beit saman tönmmum og deplaði augunum til að reyna að sjá svolítið betur. „Ef það væru tvöföld stjórnartæki, rnundi ég reyna að stjóma svolitla stund,“ sagði hann. „Það virðist auðvelt, og mér sýnist þú vera veik.“ Ég hætti á að fá honum stjórnina. Vélin vaggaði talsvert til að byrja með, en von bráðar var hún orðin eins stöðug og hann hefði verið þaulæfður. Hvílíkur maður! Við fundum lendingarstaðinn, sem merktur var með rauða krossinum á kortinu. Napley Green, að því er sýndist, ef Kenneth hafði ekki FLUG - 27

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.