Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 11

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 11
svalað, fyrr en rétt um lok Evrópustyrjaldarinnar, og töluverð leynd hvílir enn yfir sumurn atriðum radars. Orðið radar er skammstöfun úr „radio detecting and ranging", þ. e. a. s. aðferð til að finna stað og fjarlægð einhvers hlutar með aðstoð radiobylgna. Radartækjunum var beitt á ýmsan hátt, í sambandi við fallbyssur, loftvarnarbyssur, á skipurn og ekki sízt í sambandi við flugvélar. í styrjöldinni voru tækin einskorðuð við hernað, en nú hefur þróunin tekið aðra stefnu, — stöðugt er unnið að því að breyta tækjunum til friðsamlegra nota, breyta þeim í ör- yggistæki, sem geta gerbreytt samgöngumálum þjóð- anna í framtíðinni. Of langt mál yrði að skýra radar tæknilega svo að vel væri, en aðalatriðin mega kallast tiltölulega ein- föld. Radarsérfræðingarnir notfærðu sér Iiina hálfr- ar aldar gömlu uppgötvun vísindamannsins Herz um endurkast rafaldnanna. Segja má, að þetta endurkast sé grundvöllur radar. Á árunum 1930 —1940 kepptu vísindamenn stórveldanna að því marki, að útbúa tæki í líkingu við radartækin, og rétt fyrir styrjöldina höfðu brezkir vísindamenn kom- ið upp radarstöðvakerfi urn alla austurströnd Eng- lands. Einn stærsti áfanginn hefur þó verið smíði magne- tron-lampans, sem þakka má brezkum verkfræðing- um. Þessi lampi gerði mönnum fært að starfa á hinum svonefndu microbylgjum (t. d. 3 cm eða 10000 Mc/s) og ná betri árangri en fyrr. Magnetron- lampinn auðveldaði meðal annars myndun smáorku- skammta (pulses), sem vara aðeins brot úr micro- sekúndu (ein microsek. er einn millj. hluti sekúndu), og hægt var að beita orkunni með meiri nákvæmni, en þetta eru mikilsverð atriði radar. Flestar radarsamstæður byggjast á eftirfarandi aðalþáttum: microbylgjusendi, nákvæmum móttak- ara, bakskautsgeislalampa (oscilloscope) og hreyfan- legu miðunarloftneti. Ef við höfum endurkast rafaldnanna í huga og að raföldurnar fara með 300000 km. hraða á klst., er auðsætt, að finna má fjarlægð hlutar með því að senda út orkuskamnrt, sem endurkastast frá viðkom- andi hlut til móttakarans í grennd við sendinn. Ef mældur er tíminn, sem það tekur orkuskammt- inn að fara fram og aftur, má finna vegalengdina með einfaldri margföldun. — Við eigum erfitt með að skilja, að unnt sé að mæla tíma í microsekúndum. Radarsérfræðingunum reyndist það þó tiltölulega auðvelt með aðstoð bakskautsgeislalampans, sem var þegar fyrir hendi. Erfiðast reyndist að mynda nógu skammvinna orkuskammta (pulses), sem magnetron- lampinn og aðrar uppfinningar leystu þó til hlítar. Með aðstoð bakskautsgeislalampans hefur tekizt að korna því þannig fyrir, að unnt er að lesa af fjarlægð til hlutar á kvarða, sem er á sjá radartækisins. Um leið og orkuskammturinn er sendur út, kemur frarn bylgja í byrjunarpunkti kvarðans á sjánni (scope), en endurvarpið, sem viðtækið skilar, rnyndar aðra bylgju utar á kvarðann. Millibilið milli bylgn- anna svarar til þess tírna, sem liðið hefur frá út- sendingu til endurkomu orkuskammtsins, en tíminn til þeirrar vegalengdar, sem geislunin hefur farið. (Sjá mynd). Myndin sýnir RADAR-sjá og bylg/ur þær á icvarðanum, sem nefndar eru í greininni. Mörg afbrigði eru til af radartækjum, en sum þeirra koma að litlum notum á friðartímum. Hag- nýtasta afbrigðið er þó eflaust „hringsjáin" (Plan Position Indicator), sem bregður upp nokkurs konar útlínumynd af umhverfinu, er sýnir Ijóslega stöðu tækisins og afstöðu annarra hluta til þess. í sam- bandi við þetta tæki er t. d. á skipum haft áhald, sem gefur heyranlegt viðvörunarmerki sjálfkrafa, ef fastan hlut ber fyrir innan vissrar fjarlægðar (t. d. fjall eða borgarís). Áður hafa verið í notkun á hinum föstu flugleið- um svonefndar Range-stöðvar, eða radiovitar, sem senda radiobylgjur í ákveðnar áttir út á helztu flug- leiðirnar. Hér verður getið nokkurra nýrra leiðsagnar- kerfa fyrir flugvélar og skip á langleiðum. Loran (stytt úr long range navigation) er amerísk uppfinning og er notað, eins og nafnið bendir til, til leiðsagnar á lengri leiðum. Loran-móttakar- inn í flugvélum eða skipum er þannig útbúinn, að hann getur mælt tímamismun milli útsendinga sendi- stöðva, sem er komið fyrir eftir vissum reglum í FLUG - 9

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.