Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 18

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 18
FLUGNÁM Á ÍSLANDI Undanfarið hefur mikill fjöldi íslenzkra æskumanna og kvenna stundað flugnám við þá þrjá flugskóla, er hér á landi starfa. Hér að ofan birtist mynd af 8 ungum mönnum, sem nýverið luku „A“-prófi í vélflugi (Private). Próf þetta veitir þeim réttindi til að stýra flugvélum af ýmsum stærðum, með farþega og flutning, en þó ekki í atvinnuskyni. Munu sumir þeirra hyggja á frekara nám eða svo að þeir hljóti réttindi s;m atvinnuflugmenn. A myndinni eru, talið frá vinstri, fremri röð: Hallgrímur Jónsson, Albert Tómasson, Valberg Lárusson. I aftari röð frá vinstri: Stefán Snorrason, Kjartan Guðbrands- son, Ólafur Bachmann, Halldór Magnússon, Jósep Heiðberg. Þeir fjórir, senr tóku próf, en vanta á myndina, eru: Karl Eiríksson, nú við flugvirkjanám í Ameríku, Einar Pálsson, sem nemur við háskóla í Englandi, Magnús Norðdahl og Magnús Guðbrandsson. teiknað á þunnar balzaflökur og skorið út með rak- vélarblaði og límt svo saman. Fljúga þær ótrúlega vel, ef þær eru rétt og vel smíðaðar. Því miður höfum við ekki rúm til frekari útskýringa á smíðinni í þessu blaði, en í næsta tölublaði mun væntanlega birtast teikning af einu svifflugmodeli með smíðalýsingum. Einnig munum við birta hér síðar kennslugreinar í undir- stöðuatriðum flugeðlisfræðinnar og hvernig tilhögun skal vera, þegar slík model og að framan eru nefnd, eru látin fljúga. Þess er fastlega vænzt, að lesendur, sem áhugasamir eru fyrir flugmodel-íþróttinni, skrifi blaðinu unr áhuganrál sín, t. d. mun blaðið veita allar upplýsingar og fræðslu um þessi mál, sem mögulegt reynist að veita, ef einhver óskaði þess. Skrifið Modelsíðunni! Utanáskrift til okkar er: „FLUGMODELSÍÐ- AN“, TÍMARITIÐ FLUG, Pósthólf 681, Reykjavík. Hér eru 3 af snilldarverkum A. Tómassonar og M. Noiðdahls. 16 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.