Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 5

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Blaðsíða 5
frekara flugnám. Flugvellir eru víðs vegar um allt landið, jafnvel fjölmargir í öræfum landsins og óbyggðum, og hin ytri skilyrði til almenns flugs því ákjósanleg. Hinn æfaforni draumur mannsandans um að vera frjáls og fleygur getur nú rætzt. Þetta eru engir draumórar, þetta á sér stað í dag, en þeir eru aðeins of fáir, er geta notið þessa. En sá dagur er vonandi ekki langt undan, að almenningi, með til- stilli flugsins, gefist kostur á að njóta unaðssemda þessa lands í enn ríkara mæli en áður. Til þess að þetta megi verða og flugið verða almennt, þarf margt að gera. í fyrsta Jagi þarf flugíþróttin að ná til æsk- Fyrsta reglulega svifflugan, sem S.F.F.Í. eignaðist. unnar allrar. Flugmódelsmíði þarf að verða skyldu- námsgrein í lægri bekkjum barnaskólanna, jafn að- gengilegt fyrir stúlkur sem pilta. Svifflug og renni- flug ásamt nokkurri tilsögn í flugeðlisfræði þarf að verða að skyldunámsgrein í efri bekkjum barnaskól- anna, á sama hátt og leikfimi, sund og umferðar- fræði. í öðru lagi þurfa ungmenna- og unglingafélög landsins, ásamt æðri skólum, að taka flugið upp á sína arma, til þess að unglingarnir geti að skóla- skyldualdri loknum iðkað flugið áfram. Mér dettur ekki í hug, að allir ungir menn eigi að verða atvinnu- flugmenn, frekar en mér dettur í hug að allir, sem bílpróf taka, geri það í atvinnuskyni. En flugið heill- ar hugi þeirra æskumanna og kvenna, er það stunda, er holl íþrótt og göfgandi, og í dag þarfnast æskan einmitt slíkra verkefna. Með þessu tvennu væri tryggt, að íbúar þessa lands gætu á komandi árum notið hinnar stórkostlegu tækni, er framtíðin ber í skauti sínu. AVARP formanns Svifflugfélags Islands á afmælissýningu félagsins 18. ágúst Herra forseti íslands. Virðulega forsetafrú. Ágætu gestir, erlendir og innlendir. Jafnframt því að bjóða ykkur öll hjartanlega vel- komin, vil ég fyrir félagsins hönd þakka yður þann heiður og þá vinsemd, er þið sýnið félagi voru með nærveru ykkar hér í dag. Félag vort er aðeins 10 ára og því ef til vill furðu djarft, að bjóða svo ágætum gestum sem borgurum þessa bæjar í afmæli 10 ára unglings. En ágætu gestir, með hlýhug og stuðningi ýkkar fyrr og síðar hafið þið gert okkur kleift að komast mun lengra á 10 árum, en suma okkar óraði fyrir, og þetta þrátt fyrir mjög mikla örðugleika í nær helming starfstíma okkar, sökum hersetu og styrj- aldar. Svifflugur og mótorvélar S.F.F.Í. í röð fyrir framan áhorfenda- svæðið, áður en sýningin hófst. Við í Svifflugfélaginu höfum ávallt verið bjart- sýnir, og stundum þótt fjárhagurinn hafi verið nokk- uð í skýjunum. Þegar við stofnuðum þetta félag vort, gat ég engu lofað stofnendunum öðru en erfiði og vonbrigðum, þar til okkur tækist að smíða flugtækin og ná það FLUG - 3

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.