Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 6

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 6
AGRIP AF SOGU FLUGMÁLASTJÓRN- ARINNAR Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri hefir gegnt því embætti frá 1951, en þá voru störf flugvalla- stjóra ríkisins og flugmálastjóra sameinuð í eitt embætti. Agnar Kofoed-Hansen á þó rniklu lengri ferií að baki sér í þjónustu íslenzkra flugmála. Hann hefir loftferðaskírteini númer 3, því að hann lauk prófi sem flugliðsforingi í danska flughern- um árið 1935 og varð þá strax aðstoðarmaður lijá danska flugfélaginu DDL, sem er eitt af stofnfélög- um SAS, og var hann í ferðum milli Kaupmanna- hafnar og Amsetrdam. Hann lét mjög að sér kveða er hann kom heim til íslands. Árið 1936 gekkst hann fyrir stofnun Svifflugfélags íslands og Flug- málafélags íslands og hann var stofnandi F’lugfélags Akureyrar árið 1937. Með þrautseigju og sigurvissu hins unga manns, hefir hann átt sinn mikla þátt í því að gera flugið jafn þýðingarmikinn þátt í samgöngu- og atvinnulífi okkar og raun er á. Er vér göngum á vit flugmálastjóra, er ætlunin að fá stutt ágrip af sögu íslenzku flugmálastjórnarinnar og frásögn af afskiptum hins opinbera af þessum mál- um. Flugmálastjóri tekur fram, að þar sem þetta hefti timaritsins „Flugs“ sé að mestu helgað 10 ára afmæli ílugmálastjórnarinnar, sé sér þetta bæði Ijúft og skylt. Segist honum þannig frá: „Minn kunnugleiki á þessum málum nær reynd- ar ekki lengra en aftur til ársins 1936, en ég minn- ist þess með ánægju ennþá, er ég fyrst heimsótti skrifstofustjóra atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytisins, Vigfús heitinn Einarsson, en hans ráðu- neyti fór einnig að sjálfsögðu með flugmál. Ég var þá nýkominn frá námi erlendis og var í óða önn að skrifa blaðagreinar og semja útvarpserindi um flugmál, til þess að reyna að vekja áhuga á flugi, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri. því engin flugvél var þá á Islandi og alger kyrrð ríkti í þessum málum. Erindi mitt til skrifstofustjórans var að fá að líta í skjalasafn ráðuneytisins til þess að afla mér upplýsinga vegna erindis, er ég var að semja. Skrif- stofustjórinn tók mér vel og vísaði mér að mig minnir til Gunnlaugs Briem, núverandi skrifstofu- stjóra, sem þá var fulltrúi í atvinnumálaráðuneyt- inu, sem aftur leiddi mig í allt skjalasafn flugmála- ráðuneytisins, en það komst allt fyrir í einu stóru umslagi. Eitt stórt umslag, það var flugmálaráðu- neytið í þá tíð. í þessu umslagi voru skjöl, sem snertu gamla flugfélagið frá 1928—’31 aðallega mál vegna síldarleitar þess félags, svo og umsókn- ir frá ameríska félaginu Pan American Airways urn einkaleyfi til fluglendinga á íslandi á norður- leiðinni. Flugmálin voru sem sagt ekkert vandamál, engin útgjöld og ekkert flug. Við lestur fluglaganna, sem dr. Alexander Jóhannesson prófessor beitti sér fyr- ir að samþykkt voru 1929, fann ég eina grein sem hljóðaði svo: 4 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.