Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 33

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 33
Auðunn Sigurðsson byggingameistari er verkstjóri trésmiðju og í viðhaldi bygginga flugmálastjórnar- innar, en við það hefur hann starfað frá því í október 1947. Hver eru helztu verkefnin i trésmiðju og viðlialdi? „í trésmiðjunni er mikið um nýsmíði og má þar til nefna, að við höfum byggt afgreiðsluhús á flug- völlunum á Melgerðismelum, Egilsstöðum, Sauðár- króki og Hellissandi og í Vestmannaeyjum flugturn. Þá höfurn við byggt 12 hús af mismunandi stærð- um fyrir radíóvitana. Má þar fyrst til nefna radíóvit- ann á Seltjarnarnesi og þar steyptum við undir möstur og unnum ýmsa aðra vinnu. Við liöfum þann hátt á, að við smíðum vitahúsin í Jlekum yfir veturinn og flytjum þau á ýmsan liátt á áfanga- stað þegar vorar.“ Sjáð þið hér i Reyhjavik um. nýsmíði og viðhald um allt land? „Já, við höfum til dæmis smíðað öll brautamerki fyrir flugbrautir á öllum flugvöllum landsins og við höfuin á hendi viðhald allra mannvirkja og bygg- inga Flugmálastjórnarinnar og vinnum við breyt- ingar og aukningu á húsakynnum. Utan R.víkur þarf ég að hafa árlegt eftirlit með þessum mannvirkjum í samráði við trúnaðarmenn Flugmálastjórnarinn- ar á hverjum stað. Yfirleitt má segja, að vinna í trésmiðju og í viðhaldi sé svo mikil, að við sjá- um ekki út úr henni og verkefnin fara alltaf vax- andi eins og allt annað í sambandi við flugið. Mörg þessi verkefni eru mjög aðkallandi og þarf oft að vinna með stuttum fyrirvara.“ Hvað vinna margir menn i trésmiðju og í við- haldi? „Það er nokkuð breytilegt, 3—8 menn, og stund- um fleiri. I trésmiðjunni eru ýmsar trésmíðavélar, sem Bretar skilclu eftir. Eins og í annarri fagvinnu er vinnan mestmegnis útvinna yfir sumartímann, en yfir veturinn er meira unnið inni og þá hefir ver- ið unnið að smíði húsa og þau liöfð tilbúin til uppsetningar að vorinu. Þá er ekki lítil vinna við viðhald mannvirkja á Reykjavíkurflugvelli. Þar eru sjö flugskýli, sem Flugmálastjórnin á og eru fimnr þeirra 2.800 fermetrar að ílatarmáli hvert um sig og eru þau rneðal stærstu bygginga hérlendis að gólffleti. Þessi skýli eru með sarna markinu lirennd og allar aðrar byggingar á Reykjavíkurflugvelli, að þau eru upprunanlega byggð til bráðabirgða og því ekki eins vandaðar byggingar og ella. Fyrst eftir stríðið gekk mjög erfiðlega að fá efni til viðhalds og endurnýjunar. Þetta gengur að sjálfsögðu betur nú. Oft verða skemmdir á flugskýlunum í stórviðr- um og oft kemur það fyrir, að þegar gaflinn er opn- aður allur, að rúður eða plötur fjúka úr þeim. Yfir- leitt má segja, að flestar byggingar á Reykjavíkur- flugvelli séu mesta hrófatildur og þurfa mikils við- halds við.“ h. r > Með þessu hefti tekur JÓN N. PÁLSSON flugvélaeftirlitsmaður við ritstjórn FLUGS og mun annast fyrst um sinn. Viðtöl, sem birt eru i þessu hefti, hefur HÖGNI TORFASON fréttamaður tekið saman. Tvö ár eru liðin siðan Flugmálafélag ís- lands tók að sér útgáfu tímaritsins og hefur SIGURÐUR MAGNÚSSON kennari annazt ritstjórnina hingað til. Hann dvelst nú erlend- is. Sigurður hefur jafnan gengið rösklega að verki við útgáfu blaðsins, enda orðið að skrifa meginið af innihaldinu sjálfur. Kann stjórn Flugmálafélagsins honum beztu þakliir fyrir starfið. ^__________________________________________________) FLUG - 31

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.