Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 35

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 35
rnm Viiitiil við Boga Þorsteinsson yíirílugnmíerSarstjóra Bogi Þorsteinsson. Bogi Þorsteinsson yfirflugumferðarstjóri á Kefla- víkurflugvelli er meðal elztu starfsmanna flug- málastjórnarinnar. Hóf hann starf hjá henni 1. febrúar 1946 sem loftskeytamaður á fjarskiptastöð þeirri, sem brezki flugherinn, RAF, rak á Reykja- víkurflugvelli. Eftir að Reykjavíkurflugvöllur var afhentur íslendingum í júnímánuði það sama ár, var fjarskiptastöð þessi rekin af flugmálastjórninni þar til í nóvember, en þá var stöðin flutt að Gufu- nesi og Landssími íslands tók við starfsemi henn- ar. Bogi tók þá við starfi sem aðstoðarmaður í flug- turninum á Reykjavíkurflugvelli og sótti jafnframt námskeið í flugumferðarstjórn, sem haldið var vet- urinn eftir. Sumarið 1947 var Bogi gerður varð- stjóri við flugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkur- flugvelli og gegndi þeim störfum þar til hann fór á Keflavíkurflugvöll sem yfirflugumferðarstjóri 1. júní 1951, að undanskilinni þriggja vikna ferð til Bandaríkjanna vorið 1948 til jtess að kvnna sér flugumferðarstjórn þar í landi. Auk þess dvaldist Bogi í Bandaríkjunum haustið 1950 og fram til vorsins 1951 við nám í meðferð ratsjártækja, sem notuð eru við blindlendingu flugvéla. Var sú náms- dvöl í samræmi við ákvæði samnings við Banda- ríkjastjórn frá 1948 um tækniþjálfun íslendinga vestra í sambandi við rekstur Keflavíkurflugvallar. Er vér hittum Boga að máli spyrjum vér fyrst um starfsemina á Keflavíkurflugvelli. „Eins og kunnugt er, tók flugmálastjórnin að sér yfirstjórn allra flugferða um Keflavíkurflug- völl þann 15. júlí 1951, annarra en flugferða her- véla. Þá hófu fimm íslenzkir flugumferðarstjórar störf í flugturninum þar. Völlurinn er rekinn sam- eiginlega af varnarliðinu og flugmálastjórninni." „Ilvað er að segja um samstarf þessara aðilja? „Það liggur í hlutarins eðli, að samstarfið þarf að vera mjög náið, því að ekki er framkvæmanlegt að annar aðilinn afgreiði einungis flugvélar hersins og hinn þá eingöngu flugvélar þeirra flugfélaga, sem hafa viðkomu á vellinum. Þessu er því þannig háttað, að íslenzki flugumferðarstjórinn, sem er á verði, hefur talsamband við allar flugvélar, jafnt herflugvélar sem aðrar, en flugumferðarstjóri varn- arliðsins aðstoðar hinn íslenzka starfsbróður sinn við að taka á móti flugáætlunum, afla flugheim- ilda frá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, svar- ar í síma, útvarpar veðurfregnum o. s. frv. Svona er þetta kannske annan daginn, en hinn daginn skipta þeir um, og vinnur þá íslenzki flugum- ferðarstjórinn undir stjórn liins bandaríska. Sól- arhringnum er skipt í þrjár átta stunda vökur og eru jafnan á verði í einu einn íslendingur og tveir Bandaríkjamenn. Um samvinnu þessara aðilja vil ég segja það, að hún hefur yfirleitt verið ágæt og snurðulaus, enda væri erfitt að hafa svona náið samstarf, ef ekki væri sýnd samvinnulipurð og sam- vinnuvilji af beggja hálfu. Er umferð mikil um Keflavíkurflugvöll? „Umferðin fer stöðugt vaxandi ár frá ári. Til dæmis voru árið 1953 lendingar og flugtök samtals 21.200, en á síðasta ári 28.533 eða 7.333 fleiri. Á síðasta ári lentu á vellinum flugvélar frá 40 erlend- um flugfélögum. Til gamans má geta þess, að flug- vélar SAS í hinu svokallaða „pólarflugi“ hafa oft viðkomu í Keflavík, þó það sé ekki áætlunarstaður á þeirri flugleið." Hvað viljið þér segja um hina islenzku samstarfs- menn yðar? „íslenzku flugumferðarstjórarnir á Keflavíkur- flugvelli hafa allir, að einum undanskildum, dvalizt við framhaldsnám í Bandarikjunum og tel ég að þjálfun þeirra standist fyllilega samanburð við FLUG - 33

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.