Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 17

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 17
Gunnar Sigurðsson fulltrúi flugmálastjóra hóf starf hjá flugmálastjórninni í júlí 1945 og er því einn af elztu starfsmönnum hennar. Árið 1943 hélt hann til Bandaríkjanna til þess að læra flugvallar- rekstur, og er hann fyrsti íslendingurinn, sem numið hefur flugvallafræði. Fyrst lagði Gunnar stund á flugvélaverkfræði við Cal-Aero-skólann í Glendale í Bandaríkjunum, en þaðan hafa útskrif- azt margir flugvirkjar íslenzku flugfélaganna. í árs- byrjun fór Gunnar í Parks Air College í St. Louis og lauk prófi vorið 1945 í flugvéla- og flugvalla- rekstri. Síðan dvaldist liann um nokkurra mán- aða skeið við framhaldsnám á La Guardia-flugvell- inum í New York, sem þá var einn fjölfarnasti ílug- völlur landsins. Gunnar starfaði sem fulltrúi til vorsins 1946, en var þá settur flugvallarstjóri ReykjavíkurfJugvallar fram til 1947, og síðan flug- vallarstjóri Keflavíkurflugvallar, en frá 1948 hefur hann verið fulltrúi flugmálastjóra ríkisins og frá og með 1951 lrefur han starfað sem skrifstofustjóri flugmálastjórnarinnar. ríkis, sem flugvélin er skráð í, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Er síðan ýtarleg skýrsla samin hér og send viðkomandi aðilum erlendis. Hversu víð- tæk rannsóknin 'verður, fer mikið eftir því, hvað viðkomandi aðilum þykir rétt að kosta til hennar. Slík rannsókn getur aldrei verið verk eins manns og því er venjan sú, að kveðja til sérfróða menn í sérstaka rannsóknarnefnd, ef um meiriháttar slys er að ræða. Þess má að lokum geta, að ef íslenzk flugvél verður fyrir slysi erlendis, er fulltrúa flug- málastjórnarinnar íslenzku boðið að taka þátt í rannsókn þess, og hef ég einu sinni farið utan jreirra erinda. h. Gunnar Sigurðsson. Erindisbréf Gunnars sýnir, að honum er ætlað að hafa á hendi skrifstofustjórn, innheimtu allra gjalda flugmálanna, sernja ársskýrslur, hafa eftirlit með vörubirgðum og síðast, en ekki sízt, að semja fjar- hagsáætlanir og hafa eftirlit með þeim. Gunnar svar- ar fyrstu spurningunni, sem vér leggjum fyrir hann, með því að segja, að starf lians sé nú orðið fyrst og fremst fjármálalegt eftirlit flugmálanna. Hvað er að segja almennt um rekstur flugmálanna? „Skrifstofur flugmálastjórnarinnar eru til húsa á Reykjavíkurílugvelli og starfa þar um 10 manns. Bókhald allt er mjög yfirgripsmikið og margþætt og starfa við það fjórir bókarar. Starf gjaldkera er mjög mikið, sem máske sést bezt á því, að við- skiptavelta flugmálastjórnarinnar á síðasta ári nam um það bil 25 milljónum króna. Alls eru í þjón- ustu flugmálastjórnarinnar nær 100 fastráðnir menn og auk þess 30—40 lausráðnir, þannig að um 140 manns vinna að staðaldri hjá henni. Yfir sum- artímann er starfsliðið oft meira, fer það eftir því, sem framkvæmdir segja til urn, og kemst þá oft upp í 180 manns.“ Hvað er annarst helzt um fjármálin að segja? „Samning fjárhagsáætlunar er mjög mikilvægt starf, því að peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Auk Reykjavíkurflugvallar rekur flugmála- stjórnin 35 flugvelli og flughafnir víða um land og fylgja því að sjálfsögðu mikil útgjöld. Reykjavík- urflugvöllur er stærstur og nemur rekstrarkostnað- FLUG - 15

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.