Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 11
fullkomið og íyllilega á alþjóðamælikvarða. Loft-
ferðaeftirlitið þarf ekki aðeins að fylgjast með
flugvélunum, heldur einnig með starfsemi flugfé-
laganna og heilbrigði, þjálfun og hæfni flugliða.
Mér er óhætt að segja, að flugöryggismálin set ég
ofar öllu í starfi flugmálastjórnarinnar.
Neest spyrjum vér flugmdlastjóra um flugvalla-
gerð i landinu.
„Forráðamenn flugmálanna gerðu sér snemma
ljóst, að erfitt myndi að hafa eingöngu sjóflug-
vélar hér á landi því oft myndi verða illfært að
lenda víða um land vegna sjávargangs og veðurs.
Mér er minnisstætt að árið 1936 fórum við á tveim-
ur flugvélum, Björn Eiríksson flugmaður á ann-
arri og ég ásamt Bergi G. Gíslasyni í hinni, í flug-
ferð og lentum þá á 36 stöðum víða um land til
þess að kanna heppileg flugvallarstæði. Þessi ferð
varð til þess að opna augu manna fyrir möguleik-
um flugsins því mönnum þótti satt að segja lýgi-
legt, að hægt væri að lenda á svo mörgum sjálf-
gerðum lendingarstöðum í þá daga. Árið 1939 fór-
um við Bergur einnig til Vestmannaeyja og lent-
um þar á landflugvél í fyrsta skipti. Sú ferð var
eins og hin fyrri farin til þess að vekja áhuga
manna, og í þetta skipti sérstaklega Vestmanna-
eyinga, á flugvallargerð. — Það má segja, að lend-
ingarstaðir fyrir litlar flugvélar víða um land skipti
í rauninni hundruðum, en flugmálastjórnin sam-
þykkir ekki flugvelli nema fyrir stærri flugvélar
og nú eru þeir um það bil 20, sem allir geta tekið
við Douglas-flugvélum, nema hvað flugvöllurinn
við Hólmavík er í stytzta lagi. — Styrjöldin olli
straumhvörfum í flugmálum íslendinga, því að þá
voru byggðir Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkur
flugvöllur. Það er hætt við, að þróun flugmálanna
hefði ekki orðið jafn stórstíg og raun er á. ef að-
staða til flugsins hefði ekki skapazt á jafn hag-
kvæman hátt, því ekki leikur nokkur vafi á því,
að það hefði reynzt okkur algerlega ofviða að
koma upp þessum flugvöllum af eigin ramleik.
Má í því sambandi geta þess, að Reykjavíkurflug-
völlur, sem gerður var á tímabilinu frá 1941—43,
kostaði með þeim mannvirkjum, sem á honum
voru, 120 milljónir króna. Menn geta svo sjálfir
reiknað út hvað völlurinn myndi kosta með nú-
verandi verðlagi og breyttum aðstæðum, en það
mun lágt reiknað, að áætla kostnað við slíkan
flugvöll 4—500 milljónir króna nú. Enn má geta
þess, að kostnaður við að koma upp Keflavíkur-
flugvelli nú myndi aldrei verða minni en um 1000
milljónir króna eftir því verðlagi, sem nú er. Þess-
ar tölur sína ljóslega, hve það hefði-verið vonlaust
verk, að ætla sér að komast í þessa aðstöðu upp á
eigin spýtur. — Allar framkvæmdir við flugvallar-
gerð eru mjög fjárfrekar og hefur það að sjálfsögðu
sagt til sín. Þó hefur á undanförnum árum verið
komið upp flugvöllum á Akureyri, Egilsstöðum,
Sauðárkróki, Akri við Blönduós, í Búðardal, Vopna-
Starfslid' flugumferðarstjórnar-
innar d Reykjavíkurflugvelli.
FLUG - 9