Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 22
fwMtrúa flmgmálastióra
á Keflavíkmrflugvellí
Haukur Claessen cand. juris. tók við starfi hjá
Flugmálastjórninni 1. janúar 1948 sem fulltrúi þá-
verandi flugvallastjóra ríkisins, Agnars Kofoed-
Hansen og gengdi oft störfum sem settur flugvall-
arstjóri í fjarveru hans. Haukur Claessen starfaði
á Reykjavíkurflugvelli þar til 1. nóvember 1948,
en tók þá við störfum á Keflavíkurflugvelli í stað
Gunnars Sigurðssonar, sem fluttist á Reykjavíkur-
flugvöll. Hefir Haukur síðan starfað á Keflavíkur-
flugvelli sem fulltrúi Flugmálastjóra og í raun réttri
er hann flugvallarstjóri þar syðra, enda þótt það
sé ekki starfsheiti hans. Haukur hefir flugskírteini
og flýgur stundum sjálfur.
Haukur leysir greiðlega úr öllum spurningum og
segist svo frá:
„Fyrst eftir að ég kom á Keflavíkurflugvöll sá
bandaríska félagið Lockheed Aircraft Overseas
Corporation um rekstur vallarins og var ég þá full-
trúi íslands gagnvart því félagi og sá um að inn-
heimta fyrir skrifstofu Flugmálastjórnarinnar öll
lendingargjöld og skatta vegna viðkomu flugvéla.
Einnig sá skrifstofan um ráðningu íslendinga til
LAOC og hins bandaríska byggingafélags, sem þá
sá um framkvæmdir á vellinum, en það var
félagasamsteypan Metcalfe-Hamilton-Kansas City
Bridge Company. Þá var skrifstofu okkar einnig
falið að fylgjast með kaupi og kjörum íslendinga í
þjónustu Bandaríkjamanna. Störfuðu þá um það
bil 700 íslendingar á vellinum, og var það ærið
starf að fylgjast með högum þessara manna, þar eð
Haukur Claessen.
þetta voru álitin aukastörf, sem ekki voru beinlínis
í verkahring Flugmálastjórnarinnar. Á þessum
tíma stjórnaði LAOC öllu flugi um völlinn og
hafði á hendi alla þjónustu við flugvélarnar, flug-
umsjón, flugumferðarstjórn og björgunarflug. Voru
það nær eingöngu útlendingar, sem unnu við rekst-
ur vallarins og við aðra þjónustu þar.“
Iivencer breyttist svo skipulagið?
„Það var vorið 1951, sem varnarsamningurinn
var gerður við Bandaríkin og þá breyttist allt skipu-
lag flugrekstursins. Þá hafði okkur tekizt að fá það
marga íslendinga þjálfaða, að við gátum tekið að
okkur alla stjórn á almennum flugrekstri á vell-
inum. í varnarsamningnum var ákvæði um það, að
íslendingar tækju að sér rekstur Keflavíkurflug-
vallar að því er varðaði almennt flug, en hins vegar
myndi varnarliðið sjálft annast afgreiðslu sinna
eigin flugvéla, herflugvéla. Einnig hefir fram-
kvæmdin orðið sú, að varnarliðið sér um viðhald
flugvallarins og rekstur þeirra öryggistækja, sem á
vellinum eru. Má þar til nefna stefnuvita, blind-
lendingarkerfi ratsjártæki, flugradíóvita og fleira.“
skiptastöð utan Reykjavíkur og sér hún um fjar-
skipti við allar flugvélar, sem fljúga um norður-
svæðið, en það nær frá Egilsstöðum að austan til
ísafjarðar að vestan. Á Akureyri var sett upp rat-
sjár-tæki síðast liðið sumar. Er það Decca-flugvall-
arratsjá, sem er til mikils öryggis fyrir aðflug til
Akureyrar í misjöfnu veðri. Þessi ratsjá er vonandi
fyrsta stöðin í keðju af ratsjárstöðvum um land
allt, sem ætlunin er að koma upp eftir því sem
fjármagn leyfir. Ýmsar aðrar framkvæmdir eru að
sjálfsögðu á döfinni eins og venjulega í flugmál-
unum, en þetta látum við nægja í bili.“ h.
20 - FLUG